Lengsta landsliðsþjálfaraleitin síðan langa sumarið hans Bogdans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2023 08:32 Guðmundur Guðmundsson hætti með íslenska landsliðið 21. febrúar síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta er enn án þjálfara. Það eru liðnir meira en sjötíu dagar síðan að í ljós kom að Guðmundur Guðmundsson yrði ekki áfram með liðið. Íslenska landsliðið er reyndar búið að spila fjóra landsleiki og tryggja sig inn á Evrópumótið í millitíðinni en það gerði það undir stjórn þeirra Gunnars Magnússonar og Ágústs Þórs Jóhannssonar sem tóku við liðinu tímabundið. Eftir stendur að Handknattleiksambandið er enn að leita að næsta framtíðarþjálfara íslenska landsliðsins. Það er reyndar sterkur orðrómur um að sá útvaldi sé Snorri Steinn Guðjónsson en það hefur ekki verið staðfest af þeim sem ráða. Það er vitað að viðkomandi þjálfari mun taka við gríðarlega spennandi liði sem hefur allt til alls til að gera góða hluti á næstu árum. HSÍ vill halda leit sinni á bak við tjöldin en á þessum tíma hafa menn verið að hlera að viðræður við nokkra aðila, innlenda sem erlenda, hafa verið í gangi. Fréttirnir hafa hins vegar meira snúist um það hvaða erlendir þjálfarar hafa gefið starfið frá sér auk þess að Dagur Sigurðsson þótti vinnubrögð sambandsins ekki boðleg og sagðist ekki getað unnið með þeim mönnum sem stýra HSÍ-skútunni í dag. Smám saman hefur því fækkað á óskalistanum og því stendur eftir nafn Snorra Steins Guðjónssonar með stórum stöfum. Þetta er þegar orðin lengsta bið eftir nýjum landsliðsþjálfara í fjóra áratugi eða síðan að það tók heilt sumar að ganga frá ráðningu Bogdan Kowalczyk sumarið 1983. Reyndar má deila um hvort ráðning Bogdans hafi í raun aðeins tekið nokkra daga eða allt sumarið því stjórnin sagði fjölmiðlum frá viðræðum sínum við Bogdan um leið og það kom í ljós að Hilmar Björnsson yrði ekki áfram. Það er því hægt að segja að þetta sé lengsta landsliðsþjálfaraleitin. Opinberlega kom það í ljós að Hilmar yrði ekki með liðið um leið og viðræður hófust við Bogdan í lok apríl 1983 og í júlímánuði sama ár fjölluðu fjölmiðlar að aðeins formsatriði stæðu í vegi fyrir að Bogdan tæki við. Bogdan þurfti að ganga frá sínum málum í Póllandi áður en hann gat endanlega tekið við íslenska liðinu en það var þó öllum ljóst að Bogdan yrði þjálfari liðsins. Hann átti síðan eftir að stýra íslenska liðinu í næstum því sjö ár með frábærum árangri. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir lengstu bið eftir ráðningu landsliðsþjálfara það er frá því að það var tilkynnt að forverinn sé formlega hættur þar til að ráðning nýs þjálfara er staðfest. Lengsta bið eftir ráðningu landsliðsþjálfara frá 1990: 73 dagar Ráðning eftirmanns Guðmundar Guðmundssonar 2023 70 dagar Ráðning Bogdan Kowalczyk 1983 69 dagar Ráðning Geirs Sveinssonar 2016 49 dagar Ráðning Hilmars Björnssonar 1980 32 dagar Ráðning Guðmundar Guðmundssonar 2008 24 dagar Ráðning Alfreðs Gíslason 2006 20 dagar Ráðning Guðmundar Guðmundssonar 2018 14 dagar Ráðning Þorbergs Aðalsteinssonar 1990 14 dagar Ráðning Arons Kristjánssonar 2012 Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Hélt að hann væri á þrekæfingu en þetta var bara upphitun hjá Bogdan Guðjón Guðmundsson mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og Gaupi sagði þar frá snillingunum tveimur sem ollu straumhvörfum í íslenskum handbolta. 17. desember 2020 11:00 Langbesti landsliðsþjálfari sögunnar Guðmundur Guðmundsson hætti í fyrradag sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum. Óvæntur endir á mögnuðum ferli hans sem landsliðsþjálfara Íslands. 23. febrúar 2023 10:01 Bogdan heiðursgestur í Víkinni í kvöld Bogdan Kowalczyk, mjög sigursæll þjálfari handboltaliðs Víkinga á áttunda og níunda áratugnum verður sérstakur heiðursgestur Víkinga í Víkinni í kvöld. 20. apríl 2015 15:30 Bogdan: Ég vil hjálpa Íslandi Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir í samtali við Vísi að hann vilji hjálpa íslenska landsliðinu að komast aftur á beinu brautina. 22. febrúar 2008 11:59 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira
Íslenska landsliðið er reyndar búið að spila fjóra landsleiki og tryggja sig inn á Evrópumótið í millitíðinni en það gerði það undir stjórn þeirra Gunnars Magnússonar og Ágústs Þórs Jóhannssonar sem tóku við liðinu tímabundið. Eftir stendur að Handknattleiksambandið er enn að leita að næsta framtíðarþjálfara íslenska landsliðsins. Það er reyndar sterkur orðrómur um að sá útvaldi sé Snorri Steinn Guðjónsson en það hefur ekki verið staðfest af þeim sem ráða. Það er vitað að viðkomandi þjálfari mun taka við gríðarlega spennandi liði sem hefur allt til alls til að gera góða hluti á næstu árum. HSÍ vill halda leit sinni á bak við tjöldin en á þessum tíma hafa menn verið að hlera að viðræður við nokkra aðila, innlenda sem erlenda, hafa verið í gangi. Fréttirnir hafa hins vegar meira snúist um það hvaða erlendir þjálfarar hafa gefið starfið frá sér auk þess að Dagur Sigurðsson þótti vinnubrögð sambandsins ekki boðleg og sagðist ekki getað unnið með þeim mönnum sem stýra HSÍ-skútunni í dag. Smám saman hefur því fækkað á óskalistanum og því stendur eftir nafn Snorra Steins Guðjónssonar með stórum stöfum. Þetta er þegar orðin lengsta bið eftir nýjum landsliðsþjálfara í fjóra áratugi eða síðan að það tók heilt sumar að ganga frá ráðningu Bogdan Kowalczyk sumarið 1983. Reyndar má deila um hvort ráðning Bogdans hafi í raun aðeins tekið nokkra daga eða allt sumarið því stjórnin sagði fjölmiðlum frá viðræðum sínum við Bogdan um leið og það kom í ljós að Hilmar Björnsson yrði ekki áfram. Það er því hægt að segja að þetta sé lengsta landsliðsþjálfaraleitin. Opinberlega kom það í ljós að Hilmar yrði ekki með liðið um leið og viðræður hófust við Bogdan í lok apríl 1983 og í júlímánuði sama ár fjölluðu fjölmiðlar að aðeins formsatriði stæðu í vegi fyrir að Bogdan tæki við. Bogdan þurfti að ganga frá sínum málum í Póllandi áður en hann gat endanlega tekið við íslenska liðinu en það var þó öllum ljóst að Bogdan yrði þjálfari liðsins. Hann átti síðan eftir að stýra íslenska liðinu í næstum því sjö ár með frábærum árangri. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir lengstu bið eftir ráðningu landsliðsþjálfara það er frá því að það var tilkynnt að forverinn sé formlega hættur þar til að ráðning nýs þjálfara er staðfest. Lengsta bið eftir ráðningu landsliðsþjálfara frá 1990: 73 dagar Ráðning eftirmanns Guðmundar Guðmundssonar 2023 70 dagar Ráðning Bogdan Kowalczyk 1983 69 dagar Ráðning Geirs Sveinssonar 2016 49 dagar Ráðning Hilmars Björnssonar 1980 32 dagar Ráðning Guðmundar Guðmundssonar 2008 24 dagar Ráðning Alfreðs Gíslason 2006 20 dagar Ráðning Guðmundar Guðmundssonar 2018 14 dagar Ráðning Þorbergs Aðalsteinssonar 1990 14 dagar Ráðning Arons Kristjánssonar 2012
Lengsta bið eftir ráðningu landsliðsþjálfara frá 1990: 73 dagar Ráðning eftirmanns Guðmundar Guðmundssonar 2023 70 dagar Ráðning Bogdan Kowalczyk 1983 69 dagar Ráðning Geirs Sveinssonar 2016 49 dagar Ráðning Hilmars Björnssonar 1980 32 dagar Ráðning Guðmundar Guðmundssonar 2008 24 dagar Ráðning Alfreðs Gíslason 2006 20 dagar Ráðning Guðmundar Guðmundssonar 2018 14 dagar Ráðning Þorbergs Aðalsteinssonar 1990 14 dagar Ráðning Arons Kristjánssonar 2012
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Hélt að hann væri á þrekæfingu en þetta var bara upphitun hjá Bogdan Guðjón Guðmundsson mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og Gaupi sagði þar frá snillingunum tveimur sem ollu straumhvörfum í íslenskum handbolta. 17. desember 2020 11:00 Langbesti landsliðsþjálfari sögunnar Guðmundur Guðmundsson hætti í fyrradag sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum. Óvæntur endir á mögnuðum ferli hans sem landsliðsþjálfara Íslands. 23. febrúar 2023 10:01 Bogdan heiðursgestur í Víkinni í kvöld Bogdan Kowalczyk, mjög sigursæll þjálfari handboltaliðs Víkinga á áttunda og níunda áratugnum verður sérstakur heiðursgestur Víkinga í Víkinni í kvöld. 20. apríl 2015 15:30 Bogdan: Ég vil hjálpa Íslandi Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir í samtali við Vísi að hann vilji hjálpa íslenska landsliðinu að komast aftur á beinu brautina. 22. febrúar 2008 11:59 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira
Hélt að hann væri á þrekæfingu en þetta var bara upphitun hjá Bogdan Guðjón Guðmundsson mætti til Kjartans Atla og Rikka G. í hlaðvarpsþáttinn Sportið í dag og Gaupi sagði þar frá snillingunum tveimur sem ollu straumhvörfum í íslenskum handbolta. 17. desember 2020 11:00
Langbesti landsliðsþjálfari sögunnar Guðmundur Guðmundsson hætti í fyrradag sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum. Óvæntur endir á mögnuðum ferli hans sem landsliðsþjálfara Íslands. 23. febrúar 2023 10:01
Bogdan heiðursgestur í Víkinni í kvöld Bogdan Kowalczyk, mjög sigursæll þjálfari handboltaliðs Víkinga á áttunda og níunda áratugnum verður sérstakur heiðursgestur Víkinga í Víkinni í kvöld. 20. apríl 2015 15:30
Bogdan: Ég vil hjálpa Íslandi Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir í samtali við Vísi að hann vilji hjálpa íslenska landsliðinu að komast aftur á beinu brautina. 22. febrúar 2008 11:59