Kergja hlaupin í samskipti Frakklands og Ítalíu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. maí 2023 16:15 Frá vinstri: Gennaro Sangiugliano, menningarmálaráðherra Ítalíu, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu og Antonoio Tajani, utanríkisráðherra Ítalíu. Sá síðastnefndi krefst þess að frönsk stjórnvöld biðji Meloni og alla ítölsku þjóðina afsökunar fyrir móðgandi ummæli í garð forsætisráðherrans. Antonio Masiello/Getty Images Kergja er hlaupin í samskipti Frakklands og Ítalíu eftir að innanríkisráðherra Frakklands kallaði forsætisráðherra Ítalíu lygara í útvarpsviðtali í vikunni. Utanríkisráðherra Ítalíu aflýsti fyrirhugaðri heimsókn sinni til Parísar í lok vikunnar. Kallaði forsætisráðherrann vanhæfan lygara Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands var til viðtals hjá frönsku útvarpsstöðinni RMC í vikunni. Hann sagði þar að Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu væri algerlega ófær um að leysa innflytjendavandann á Ítalíu og að hún hefði lóðrétt logið að ítölskum almenningi þegar hún hefði lofað því í kosningabaráttunni í fyrra að hún myndi binda endi á stöðugan straum flóttamanna yfir Miðjarðarhafið og inn til Ítalíu. Neyðarástandi lýst yfir á Ítalíu Það sem af er ári hafa yfir 40.000 flóttamenn komið til Ítalíu, sem er fjórföldun miðað við sama tíma í fyrra. Ítalska ríkisstjórnin lýsti yfir neyðarástandi til 6 mánaða í síðasta mánuði og hefur þrengt að möguleikum ítalskra skipa til að koma flóttamönnum á siglingu á illa búnum fleytum til bjargar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Darmanin atyrðir ítölsk stjórnvöld. Í nóvember síðastliðnum sagði hann þau vera eigingjörn og sjálfselsk þegar þau bönnuðu skipi sem bjargað hafði 230 flóttamönnum úr sjónum að leggja að bryggju á Ítalíu. Skipið fór á endanum til Frakklands. Móðgun við þjóðina og krefst afsökunarbeiðni Antonio Tajani, utanríkisráðherra Ítalíu segir ummælin tilefnislaus og dónaleg móðgun við forsætisráðherrann, og ekki bara hana heldur við alla ítölsku þjóðina og aflýsti fyrirhugaðri heimsókn sinni til Parísar þar sem hann ætlaði að funda með utanríkisráðherra Frakklands. Þeim fundi var einmitt ætlað að bera klæði á vopnin eftir fremur köld samskipti síðustu ára, en fyrir fjórum árum kölluðu frönsk stjórnvöld sendiherra sinn heim frá Ítalíu eftir að leiðtogar þáverandi ríkisstjórnar Ítalíu létu frönsk stjórnvöld heyra það óþvegið. Tajani segir að hann fari ekki til Parísar fyrr en frönsk stjórnvöld biðji forláts á ummælum innanríkisráðherrans. Frakkland Ítalía Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kallaði forsætisráðherrann vanhæfan lygara Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands var til viðtals hjá frönsku útvarpsstöðinni RMC í vikunni. Hann sagði þar að Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu væri algerlega ófær um að leysa innflytjendavandann á Ítalíu og að hún hefði lóðrétt logið að ítölskum almenningi þegar hún hefði lofað því í kosningabaráttunni í fyrra að hún myndi binda endi á stöðugan straum flóttamanna yfir Miðjarðarhafið og inn til Ítalíu. Neyðarástandi lýst yfir á Ítalíu Það sem af er ári hafa yfir 40.000 flóttamenn komið til Ítalíu, sem er fjórföldun miðað við sama tíma í fyrra. Ítalska ríkisstjórnin lýsti yfir neyðarástandi til 6 mánaða í síðasta mánuði og hefur þrengt að möguleikum ítalskra skipa til að koma flóttamönnum á siglingu á illa búnum fleytum til bjargar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Darmanin atyrðir ítölsk stjórnvöld. Í nóvember síðastliðnum sagði hann þau vera eigingjörn og sjálfselsk þegar þau bönnuðu skipi sem bjargað hafði 230 flóttamönnum úr sjónum að leggja að bryggju á Ítalíu. Skipið fór á endanum til Frakklands. Móðgun við þjóðina og krefst afsökunarbeiðni Antonio Tajani, utanríkisráðherra Ítalíu segir ummælin tilefnislaus og dónaleg móðgun við forsætisráðherrann, og ekki bara hana heldur við alla ítölsku þjóðina og aflýsti fyrirhugaðri heimsókn sinni til Parísar þar sem hann ætlaði að funda með utanríkisráðherra Frakklands. Þeim fundi var einmitt ætlað að bera klæði á vopnin eftir fremur köld samskipti síðustu ára, en fyrir fjórum árum kölluðu frönsk stjórnvöld sendiherra sinn heim frá Ítalíu eftir að leiðtogar þáverandi ríkisstjórnar Ítalíu létu frönsk stjórnvöld heyra það óþvegið. Tajani segir að hann fari ekki til Parísar fyrr en frönsk stjórnvöld biðji forláts á ummælum innanríkisráðherrans.
Frakkland Ítalía Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira