Aftur á topp lista Benedikta Svavarsdóttir, Magnús Guðmundsson og Sigfinnur Mikaelsson skrifa 7. maí 2023 17:30 Seyðisfjörður er fallegur bær og hlaut á dögunum viðurkenningu. Hér er vísað í frétt um það . Hann er einn af eldri kaupstöðum landsins með kaupstaðarrétt frá 1895 en sameinaðist nýju sveitarfélagi Múlaþingi árið 2020. Verum glöð með þennan gamla fallega bæ okkar, sem vekur greinilega athygli víða fyrir sérkenni sín, falleg gömul hús, fjölbreytta veitingastaði, Lungahátíðina, Lunga skólann, Skálanessetrið og fagra náttúru. Bærinn á að fá að dafna áfram á sínum forsendum og njóta sinna sérkenna. Fyrir það er hann þekktur út um allan heim og fyrir það er hann að fá allar þessar viðurkenningar. Nýjasta sérkennið er Baugur Bjólfs, glæsilegur útsýnispallur, við hlið haugsins, sem Bjólfur landnámsmaður og flóttamaður frá Noregi er heygður í. Fórnið ekki uppbyggingu síðustu ára á Seyðisfirði fyrir sjókvíaeldi. Af hverju má ekki gamli bærinn okkar vera eins og hann er? Við minnum á þessa grein, sem sýnir stöðu bæjarins innan nýs sveitarfélags. Hvatning og áskorun til meirihluta Múlaþings og ráðamanna. Verndið Seyðisfjörð fyrir sjókvíaeldi. Sitjum ekki þegjandi hjá og bíðum eftir öllu því neikvæða. Virðið íbúalýðræðið, 75% íbúa segja nei við sjókvíaeldi. Berjist fyrir réttu burðarþolsmati í Seyðisfirði. Það er rangt skv. svörtu skýrslu Ríkisendurskoðanda. Takið fullan þátt í að verja helgunarsvæði Farice-1 strengsins. Annað er lögbrot. Þetta er þjóðaröryggismál. Áhættumat siglinga hefur ekki verið unnið fyrir Seyðisfjörð. Ísland er aðili að alþjóðlegum siglinga- og vitalögum. Það þarf að virða, látið heyra í ykkur. Berjist gegn lögbrotum í firðinum. Hvetjum Múlaþig til að vera í fararbroddi til að tryggja greiðar og öruggar samgöngur á landi, láði og í lofti. Ofanflóðalög verða brotin í Selstaðavík. Náttúran minnir stöðugt á sig. Seyðfirðingar og Norðfirðingar sluppu vel hvað mannslíf varðar í síðustu náttúruhamförum bæði í desember 2020 og í mars s.l. Seyðisfjörður hefur misst um 50 manns í ofanflóðum þar af 10 í Brimnesfjalli. Sjókvíar eiga ekki heima við það fjall. Komið í veg fyrir það. Að auki er hægt að telja upp úr áliti Skipulagsstofnunar, margt sem sjókvíaeldið hefur neikvæð áhrif á í firðinum. Ferðþjónustu af öllu tagi, náttúruna, nærumhverfið, uppeldisstaði fiska, fuglalíf, smábótasjómenn, kajakræðara og Skálanessetrið. Þessa daganna snýst umræðan mikið um umhverfis- og loftlagsmál og við viljum sem þjóð standa okkur miklu betur í þeim málaflokki.Formaður ”stýrihóps um landsáætlun um aðlögun að loftslagsbreytingum” sem jafnframt er aðstoðar framkvæmdastjóri Ice Fish Farm hefur samt ekki ennþá dregið áform fyrirtækisins um 10 þús tonn í Seyðisfirði til baka. Hann virðist ætla að halda áfram þrátt fyrir að 75% íbúa mótmæli komu þeirra. Við vitum víst öll að það eru miklir hagsmunir í húfi, það þarf að ná leyfunum inn og græða mikið sem fyrst á deyjandi atvinnugrein. Nýlega kom fram að eigandi Arnarlax telur að sjókvíaeldi sé senn á enda á Íslandi eins og fram kemur í greininni. Við Seyðfirðingar þekkjum allt of vel tímabundinn atvinnurekstur lukkuriddara, sem koma til að græða peninga á stuttum tíma, og hlaupa svo í burtu frá öllu saman, sbr. Síldarævintýrið. Við ætlum ekki að láta gabba okkur enn á ný. Viðurkenningin, sem bærinn hlaut á dögunm, segir okkur að við ættum ekki að þurfa að vera að safna peningum til að verjast lögbrotum ríkisins gegn verðmætum ríkiseignum í firðinum. Stjórnsýslan öll hlýtur að geta gert betur en raun ber vitni varðandi strandsvæðaskipulag og sjókvíaeldi. Eftir fundi Ice Fish Farm með yfirvöldum í Múlaþingi,þar sem kynntur var nýr bæklingur fyrirtækisins, bentu þau fyrirtækinu á að kynna stefnu þess fyrir íbúum Seyðisfjarðar. Það hefur ekki verið gert og ekkert nýtt kemur fram í bæklingnum, sem hald er í, nema viðurkenning á fyrirhugðu lögbroti á helgunarsvæði Farice-1. Umræða okkar hefur ekki verið byggð á misskilningi eins og fullyrt er í bæklingnum, né hatrömmum heitum umræðum. Við höfum byggt hana á ýmsum skýrslum og viðtölum, sem eru aðgengileg á netinu. Segið stopp. Við viljum ekki sjá þetta sjókvíaeldi. Það kemst ekki fyrir í Seyðisfirði. Orðspor Seyðisfjarðar er í húfi. F.H. VÁ Benedikta Svavarsdóttir Magnús Guðmundsson Sigfinnur Mikaelsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Fiskeldi Magnús Guðmundsson Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Seyðisfjörður er fallegur bær og hlaut á dögunum viðurkenningu. Hér er vísað í frétt um það . Hann er einn af eldri kaupstöðum landsins með kaupstaðarrétt frá 1895 en sameinaðist nýju sveitarfélagi Múlaþingi árið 2020. Verum glöð með þennan gamla fallega bæ okkar, sem vekur greinilega athygli víða fyrir sérkenni sín, falleg gömul hús, fjölbreytta veitingastaði, Lungahátíðina, Lunga skólann, Skálanessetrið og fagra náttúru. Bærinn á að fá að dafna áfram á sínum forsendum og njóta sinna sérkenna. Fyrir það er hann þekktur út um allan heim og fyrir það er hann að fá allar þessar viðurkenningar. Nýjasta sérkennið er Baugur Bjólfs, glæsilegur útsýnispallur, við hlið haugsins, sem Bjólfur landnámsmaður og flóttamaður frá Noregi er heygður í. Fórnið ekki uppbyggingu síðustu ára á Seyðisfirði fyrir sjókvíaeldi. Af hverju má ekki gamli bærinn okkar vera eins og hann er? Við minnum á þessa grein, sem sýnir stöðu bæjarins innan nýs sveitarfélags. Hvatning og áskorun til meirihluta Múlaþings og ráðamanna. Verndið Seyðisfjörð fyrir sjókvíaeldi. Sitjum ekki þegjandi hjá og bíðum eftir öllu því neikvæða. Virðið íbúalýðræðið, 75% íbúa segja nei við sjókvíaeldi. Berjist fyrir réttu burðarþolsmati í Seyðisfirði. Það er rangt skv. svörtu skýrslu Ríkisendurskoðanda. Takið fullan þátt í að verja helgunarsvæði Farice-1 strengsins. Annað er lögbrot. Þetta er þjóðaröryggismál. Áhættumat siglinga hefur ekki verið unnið fyrir Seyðisfjörð. Ísland er aðili að alþjóðlegum siglinga- og vitalögum. Það þarf að virða, látið heyra í ykkur. Berjist gegn lögbrotum í firðinum. Hvetjum Múlaþig til að vera í fararbroddi til að tryggja greiðar og öruggar samgöngur á landi, láði og í lofti. Ofanflóðalög verða brotin í Selstaðavík. Náttúran minnir stöðugt á sig. Seyðfirðingar og Norðfirðingar sluppu vel hvað mannslíf varðar í síðustu náttúruhamförum bæði í desember 2020 og í mars s.l. Seyðisfjörður hefur misst um 50 manns í ofanflóðum þar af 10 í Brimnesfjalli. Sjókvíar eiga ekki heima við það fjall. Komið í veg fyrir það. Að auki er hægt að telja upp úr áliti Skipulagsstofnunar, margt sem sjókvíaeldið hefur neikvæð áhrif á í firðinum. Ferðþjónustu af öllu tagi, náttúruna, nærumhverfið, uppeldisstaði fiska, fuglalíf, smábótasjómenn, kajakræðara og Skálanessetrið. Þessa daganna snýst umræðan mikið um umhverfis- og loftlagsmál og við viljum sem þjóð standa okkur miklu betur í þeim málaflokki.Formaður ”stýrihóps um landsáætlun um aðlögun að loftslagsbreytingum” sem jafnframt er aðstoðar framkvæmdastjóri Ice Fish Farm hefur samt ekki ennþá dregið áform fyrirtækisins um 10 þús tonn í Seyðisfirði til baka. Hann virðist ætla að halda áfram þrátt fyrir að 75% íbúa mótmæli komu þeirra. Við vitum víst öll að það eru miklir hagsmunir í húfi, það þarf að ná leyfunum inn og græða mikið sem fyrst á deyjandi atvinnugrein. Nýlega kom fram að eigandi Arnarlax telur að sjókvíaeldi sé senn á enda á Íslandi eins og fram kemur í greininni. Við Seyðfirðingar þekkjum allt of vel tímabundinn atvinnurekstur lukkuriddara, sem koma til að græða peninga á stuttum tíma, og hlaupa svo í burtu frá öllu saman, sbr. Síldarævintýrið. Við ætlum ekki að láta gabba okkur enn á ný. Viðurkenningin, sem bærinn hlaut á dögunm, segir okkur að við ættum ekki að þurfa að vera að safna peningum til að verjast lögbrotum ríkisins gegn verðmætum ríkiseignum í firðinum. Stjórnsýslan öll hlýtur að geta gert betur en raun ber vitni varðandi strandsvæðaskipulag og sjókvíaeldi. Eftir fundi Ice Fish Farm með yfirvöldum í Múlaþingi,þar sem kynntur var nýr bæklingur fyrirtækisins, bentu þau fyrirtækinu á að kynna stefnu þess fyrir íbúum Seyðisfjarðar. Það hefur ekki verið gert og ekkert nýtt kemur fram í bæklingnum, sem hald er í, nema viðurkenning á fyrirhugðu lögbroti á helgunarsvæði Farice-1. Umræða okkar hefur ekki verið byggð á misskilningi eins og fullyrt er í bæklingnum, né hatrömmum heitum umræðum. Við höfum byggt hana á ýmsum skýrslum og viðtölum, sem eru aðgengileg á netinu. Segið stopp. Við viljum ekki sjá þetta sjókvíaeldi. Það kemst ekki fyrir í Seyðisfirði. Orðspor Seyðisfjarðar er í húfi. F.H. VÁ Benedikta Svavarsdóttir Magnús Guðmundsson Sigfinnur Mikaelsson
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar