
Magnús Guðmundsson

Svar til lögmanns SFS
„Þingmaður og spilling á Veðurstofunni” er fyrirsögn á Vísi, sem mér blöskraði. Lögmaður hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hefði mátt kynna sér betur staðreyndir málsins, áður en hann rauk í þingmanninn.

Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka
Allir frambjóðendur voru spurðir: Hvaða skoðun hafið þið á sjókvíaeldi í Seyðisfirði? Sjá mínútu 37:30 í upptöku. Jens Garðar svaraði: “Það eru lög í landinu um fiskeldi. Það er búið að gera haf- og strandsvæðaskipulagið fyrir Austurland og þar á meðal Seyðisfjörð. Það kveður á um fiskeldi í Seyðisfirði. Við styðjum fiskeldi í Seyðisfirði“.

Opið bréf til fjölmiðla
Nú er komið nóg, kaupin á eyrinni ganga ekki svona fyrir sig.

Þjóðaröryggi
Fjarskiptastrengina þrjá í eigu Farice þarf að vernda, vegna þjóðaröryggis. Öll viljum við hafa hraða, örugga og góða tengingu við umheiminn. Forsætisráðherra er formaður þjóðaröryggisráðs.

Í djúpneti íslenskra stjórnmála
Ekki ætla ég að deila við matvælaráðherra um það hvort ummæli um lagareldisfrumvarpið hafi á köflum verið dapurleg eða jafnvel ómálefnaleg. En það er víst að dapurlegt og ómálefnalegt lagareldisfrumvarp má ekki samþykkja í þinginu.

Svart er það og yfirgangur mikill
Nú hefur MAST gefið út fyrsta nýja rekstrarleyfið eftir að strandsvæðaskipulagið var samþykkt í mars 2023. Strandsvæðaskipulagið tók tæp fjögur ár í vinnslu. Skipulagið uppfyllir ekki siglingaöryggi, vitalög, fiskeldislög, reglugerð um sjókvíaeldi, náttúruverndar- og umhverfislög, byggingareglugerð, ofanflóðalög svo ekki sé talað um lög um fjarskiptastrengi, sem er þjóðaröryggismál.

Ég skipti engu máli í þessu – jú víst
Takk fyrir frábæran samstöðufund á Austurvelli laugardaginn 7. október. Takk skipuleggjendur og allir þeir sem komu fram á fundinum.

Strokulaxar og löngu Gosanefin
Eftir síðustu slysasleppingu mættu Framkvæmdastjórar Arctic Fish og SFS í fjölmiðla og sögðu að viltum laxastofnum stafaði engin ógn af sjókvíaeldi.

Tvær hliðar á öllum málum
„Stjórnsýslan er óásættanleg.“ Þetta eru orð Jens Garðars Helgasonar í grein í Viðskiptablaðinu 11. ágúst s.l. Þarna deilir hann á fámennar og fjársveltar ríkisstofnanir, sem eiga eftir að vinna og afgreiða leyfisumsókn í Seyðisfirði. Hann segir það geta tekið rúman áratug að fá eitt leyfi.

Samtalið við Seyðfirðinga sem aldrei varð
Nærsveitungi okkar kom með sporðaköstum og krafti og hreinlega sagði Seyðfirðingum að sjókvíaeldi kæmi í fjörðinn í september 2023. Honum var ekkert sérlega vel tekið, en hann kvaðst funda oftar og upplýsa okkur og taka samtalið við samfélagið og vinna með því.

Aftur á topp lista
Seyðisfjörður er fallegur bær og hlaut á dögunum viðurkenningu. Hér er vísað í frétt um það . Hann er einn af eldri kaupstöðum landsins með kaupstaðarrétt frá 1895 en sameinaðist nýju sveitarfélagi Múlaþingi árið 2020. Verum glöð með þennan gamla fallega bæ okkar, sem vekur greinilega athygli víða fyrir sérkenni sín, falleg gömul hús, fjölbreytta veitingastaði, Lungahátíðina, Lunga skólann, Skálanessetrið og fagra náttúru.

Nú hefur fólk sýnt sitt rétta andlit
Takk minnihluti sveitarstjórnar Múlaþings fyrir að standa með lýðræðinu og leggja fram tillögu um að standa með 75% íbúa Seyðisfjarðar, sem eru á móti sjókvíaeldi í Seyðisfirði, sem var reyndar felld af meirihlutanum.

Gamli bærinn minn í nýju sveitarfélagi
Nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson staðfest Strandsvæðaskipulag Austfjarða með bros á vör.Athugasemdum þurfti að skila inn fyrir 15. sept. 2022. Níutíu og átta athugasemdir bárust, flestar varðandi Seyðisfjörð.

Stillum áttavitann í fiskeldismálum
Þetta er fyrirsögn á pistli Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í Morgunblaðinu 1.9.2022. Já gerum það endilega. Stillum áttavitann í fiskeldismálum, það hefði átt að gera það frá upphafi.

Gróðahyggjan má ekki ráða öllu
Takk fyrir VG í Múlaþingi að styðja okkur, sem erum andvíg laxeldi í Seyðisfirði. Þingmaður VG í kjördæminu er á sömu skoðun. Nú þurfum við formann VG og forsætisráðherra líka í liðið. Við getum ekki látið fólk standa á Austurvelli út af öllum málum, sem eru afgreidd í bakherbergjum í skjóli nætur.

Falleinkunn fyrirhugaðs fiskeldis
Ég get ekki á mér setið eftir að hafa lesið ýmis skrif um fiskeldi. Nei, fiskeldi er svo sannarlega engin töfralausn fyrir Seyðisfjörð og alls ekki tækifæri, því það stefnir í hættu atvinnuuppbyggingu íbúanna síðustu áratugina.