Mikil áskorun framundan fyrir viðbragðsaðila ef ekkert breytist Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. maí 2023 20:30 Þorsteinn Hoffritz, aðalvarðstjóri sjúkraflutninga hjá HSU, segir erfitt að fá fólk í sjúkraflutninga og bráðaviðbragð, sérstaklega þegar austar dregur. Vísir/Arnar Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi tekur undir ákall ferðaþjónustunnar um bætta neyðarþjónustu á ferðamannastöðum. Hann segir manneklu og langan viðbragðstíma ekki aðeins koma niður á ferðamönnum heldur heimamönnum einna helst. Eins og fréttastofa hefur fjallað um undanfarna daga liðu fjörutíu mínútur frá því að leiðsögumaður hringdi á neyðarlínuna, eftir að tónlistar- og leiðsögumaðurinn Hjörtur Howser hné niður við Gullfoss, og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Sjúkrabíllinn þurfti að koma frá Selfossi en viðbragðssveitir björgunarsveitarinnar Flúðum voru þó komnar nokkru áður. Hjörtur var úrskurðaður látinn á staðnum en eftir þetta hafa leiðsögumenn og fleiri í ferðaþjónustu kallað eftir bættri neyðarþjónustu við þessa helstu ferðamannastaði, ekki síst vegna gríðarlegri fjölgun ferðamanna. Von er á 2,3 milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu ef spár rætast. Finna vel fyrir fjölgun ferðamanna Aðalvarðstjóri sjúkraflutninga á Suðurlandi segir viðbragðsaðila hafa fundið mikið fyrir auknum ferðamannafjölda. „Það hefur ekki farið fram hjá okkur og við finnum vel fyrir þessu með auknum útkallafjölda,“ segir Þorsteinn Hoffritz, aðalvarðstjóri sjúkrafluninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Eftir slysahrinu í Silfru á Þingvöllum fyrir nokkrum árum voru öryggismál tekin föstum tökum. Nú er þar sjúkraflutningamaður, útbúinn öllum helstu tækjum, staddur á svæðinu alla daga ársins frá níu til fimm. Þorsteinn segir slíka þjónustu geta skipt sköpum. „Þetta hefur sýnt sig og er afskaplega gott fyrir ferðamanninn að vita að þarna sé, ekki fullbúinn sjúkrabíll en fullkomið bráðaviðbragð með öllum helstu tækjum og tólum og vel þjálfuðum starfsmanni.“ Kvíða framhaldinu ef ekkert breytist Björgunarsveitin á Flúðum er með viðbragðssveitir, sem kallaðar eru út til aðstoðar öðrum viðbragðsaðilum ef slys gerast í uppsveitum. Formaður sveitarinnar tekur undir ákallið. „Meira viðbragð er alltaf betra og eins og er á Þingvöllum þá er þarna sér viðbragðsbíll sem þjóðgarðurinn borgar. Það væri hugmynd þarna uppfrá líka,“ segir Einar Ágúst Hjörleifsson, formaður björgunarsveitarinnar Eyvindar. Von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins á þessu ári.Vísir/Arnar Þetta kemur ekki bara ferðamönnunum við, þetta hefur líka áhrif á ferðamenn. „Já og þegar við erum í útkalli er það víða þannig að við erum bara með einn sjúkrabíl, til dæmis í Vík og Klaustri, og höfum ekki annan mannskap en þann,“ segir Þorsteinn. Eruð þið kvíðnir fyrir framhaldinu ef ekkert breytist? „Já, það verður alla vega mikil áskorun að takast á við og við þurfum að bregðast við áður en í óefni er komið.“ Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Heilbrigðisstofnun Suðurlands Sjúkraflutningar Slysavarnir Tengdar fréttir Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. 7. maí 2023 11:00 Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum. 2. maí 2023 14:31 Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Eins og fréttastofa hefur fjallað um undanfarna daga liðu fjörutíu mínútur frá því að leiðsögumaður hringdi á neyðarlínuna, eftir að tónlistar- og leiðsögumaðurinn Hjörtur Howser hné niður við Gullfoss, og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Sjúkrabíllinn þurfti að koma frá Selfossi en viðbragðssveitir björgunarsveitarinnar Flúðum voru þó komnar nokkru áður. Hjörtur var úrskurðaður látinn á staðnum en eftir þetta hafa leiðsögumenn og fleiri í ferðaþjónustu kallað eftir bættri neyðarþjónustu við þessa helstu ferðamannastaði, ekki síst vegna gríðarlegri fjölgun ferðamanna. Von er á 2,3 milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu ef spár rætast. Finna vel fyrir fjölgun ferðamanna Aðalvarðstjóri sjúkraflutninga á Suðurlandi segir viðbragðsaðila hafa fundið mikið fyrir auknum ferðamannafjölda. „Það hefur ekki farið fram hjá okkur og við finnum vel fyrir þessu með auknum útkallafjölda,“ segir Þorsteinn Hoffritz, aðalvarðstjóri sjúkrafluninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Eftir slysahrinu í Silfru á Þingvöllum fyrir nokkrum árum voru öryggismál tekin föstum tökum. Nú er þar sjúkraflutningamaður, útbúinn öllum helstu tækjum, staddur á svæðinu alla daga ársins frá níu til fimm. Þorsteinn segir slíka þjónustu geta skipt sköpum. „Þetta hefur sýnt sig og er afskaplega gott fyrir ferðamanninn að vita að þarna sé, ekki fullbúinn sjúkrabíll en fullkomið bráðaviðbragð með öllum helstu tækjum og tólum og vel þjálfuðum starfsmanni.“ Kvíða framhaldinu ef ekkert breytist Björgunarsveitin á Flúðum er með viðbragðssveitir, sem kallaðar eru út til aðstoðar öðrum viðbragðsaðilum ef slys gerast í uppsveitum. Formaður sveitarinnar tekur undir ákallið. „Meira viðbragð er alltaf betra og eins og er á Þingvöllum þá er þarna sér viðbragðsbíll sem þjóðgarðurinn borgar. Það væri hugmynd þarna uppfrá líka,“ segir Einar Ágúst Hjörleifsson, formaður björgunarsveitarinnar Eyvindar. Von er á miklum fjölda ferðamanna til landsins á þessu ári.Vísir/Arnar Þetta kemur ekki bara ferðamönnunum við, þetta hefur líka áhrif á ferðamenn. „Já og þegar við erum í útkalli er það víða þannig að við erum bara með einn sjúkrabíl, til dæmis í Vík og Klaustri, og höfum ekki annan mannskap en þann,“ segir Þorsteinn. Eruð þið kvíðnir fyrir framhaldinu ef ekkert breytist? „Já, það verður alla vega mikil áskorun að takast á við og við þurfum að bregðast við áður en í óefni er komið.“
Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Heilbrigðisstofnun Suðurlands Sjúkraflutningar Slysavarnir Tengdar fréttir Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. 7. maí 2023 11:00 Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum. 2. maí 2023 14:31 Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Gullni hringurinn áhætta ef spár um ferðamannafjölda rætast Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir tilefni til að stjórnvöld taki á öryggismálum á vinsælum ferðamannastöðum, sérstaklega í ljósi þess að vona er á minnst tveimur milljónum erlendra ferðamanna til landsins á árinu. Sjúkraflutningamaður segist hræðast að viðbragðsaðilar ráði ekki við þennan mikla fjölda. 7. maí 2023 11:00
Ferðamálastofa og SAF taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu Ferðamálastofa og Samtök ferðaþjónustunnar taka undir ákall leiðsögumanna um betri neyðarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum. Framkvæmdastjóri SAF segir óásættanlegt að símasamband á neðra plani Gullfoss sé svo slitrótt að símtal leiðsögumanns við Neyðarlínuna hafi slitnað eftir að maður hneig þar niður fyrir tveimur vikum. 2. maí 2023 14:31
Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent