Sex lið tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins Smári Jökull Jónsson skrifar 7. maí 2023 22:30 KR tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins með 3-1 sigri á Álftanesi. Vísir/Hulda Margrét Sex leikir fóru fram í annarri umferð Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í dag. Grótta, FHL, KR, Grindavík, Fram og Víkingur eru öll komin áfram í 16-liða úrslit eftir sigra í dag. Önnur umferð Mjólkurbikarsins kvenna fór fram í dag þegar sex leikir voru spilaðir. Bestu deildar liðin tíu koma inn í næstu umferð en sex lið tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum í dag. Á Fylkisvelli tóku heimakonur á móti Gróttu. Helga Guðrún Kristinsdóttir kom Fylki yfir strax á 3. mínútu en í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Ariela Lewis fyrir gestina. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum skoraði svo Birgitta Hallgrímsdóttir sigurmarkið fyrir Gróttu sem vann 2-1 sigur og fer því áfram. Í Fjarðabyggðahöllinni tók sameiginlegt liðs Fjarðabyggðar, Hugins og Leiknis (FHL) á móti Völsungi. Heimakonur tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum í fyrir hálfleik en Sofia Lewis og Natalie Cooke skoruðu þá með sjö mínútna millibili. Lokatölur fyrir austan 2-0. KR, sem féll úr Bestu deildinni á síðustu leiktíð, tók á móti Álftanesi í Vesturbænum. Íris Grétarsdóttir kom KR yfir á 16. mínútu og Jewel Boland skoraði svo tvö mörk með tveggja mínútna millibili skömmu fyrir hálfleik og KR leiddi 3-0 eftir fyrri hálfleikinn. Álftanes náði að klóra í bakkann undir lokin þegar Anna Björk Ármann skoraði. Lokatölur 3-1 og KR komið í 16-liða úrslitin. Grindavík fór einnig áfram með stórsigri gegn Haukum á Ásvöllum. Viktoría Sól Sævarsdóttir og Jasmine Colbert skoruðu tvö mörk fyrir gestina á fyrstu fimm mínútunum en Elísabet Ósk Ólafíudóttir minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik. Sjálfsmark Hauka, tvö mörk frá Arianna Veland og eitt frá Emmu Jónsdóttur tryggðu Grindavík hins vegar öruggan 6-1 sigur og þær verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit. Það þurfti að framlengja leik nágrannaliðanna Aftureldingar og Fram sem fram fór í Mosfellsbænum. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 0-0 en Breukelen Woodard skoraði fyrir Fram á 103. mínútu og tryggði þeim 1-0 sigur. Í síðasta leik kvöldsins vann Víkingur svo 2-0 sigur á Augnablik á heimavelli sínum í Víkinni. Upplýsingar um markaskorara er ekki að finna á heimasíðu KSÍ en fréttin verður uppfærð um leið og þær upplýsingar berast. Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Sjá meira
Önnur umferð Mjólkurbikarsins kvenna fór fram í dag þegar sex leikir voru spilaðir. Bestu deildar liðin tíu koma inn í næstu umferð en sex lið tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum í dag. Á Fylkisvelli tóku heimakonur á móti Gróttu. Helga Guðrún Kristinsdóttir kom Fylki yfir strax á 3. mínútu en í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Ariela Lewis fyrir gestina. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum skoraði svo Birgitta Hallgrímsdóttir sigurmarkið fyrir Gróttu sem vann 2-1 sigur og fer því áfram. Í Fjarðabyggðahöllinni tók sameiginlegt liðs Fjarðabyggðar, Hugins og Leiknis (FHL) á móti Völsungi. Heimakonur tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum í fyrir hálfleik en Sofia Lewis og Natalie Cooke skoruðu þá með sjö mínútna millibili. Lokatölur fyrir austan 2-0. KR, sem féll úr Bestu deildinni á síðustu leiktíð, tók á móti Álftanesi í Vesturbænum. Íris Grétarsdóttir kom KR yfir á 16. mínútu og Jewel Boland skoraði svo tvö mörk með tveggja mínútna millibili skömmu fyrir hálfleik og KR leiddi 3-0 eftir fyrri hálfleikinn. Álftanes náði að klóra í bakkann undir lokin þegar Anna Björk Ármann skoraði. Lokatölur 3-1 og KR komið í 16-liða úrslitin. Grindavík fór einnig áfram með stórsigri gegn Haukum á Ásvöllum. Viktoría Sól Sævarsdóttir og Jasmine Colbert skoruðu tvö mörk fyrir gestina á fyrstu fimm mínútunum en Elísabet Ósk Ólafíudóttir minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik. Sjálfsmark Hauka, tvö mörk frá Arianna Veland og eitt frá Emmu Jónsdóttur tryggðu Grindavík hins vegar öruggan 6-1 sigur og þær verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit. Það þurfti að framlengja leik nágrannaliðanna Aftureldingar og Fram sem fram fór í Mosfellsbænum. Að loknum venjulegum leiktíma var staðan 0-0 en Breukelen Woodard skoraði fyrir Fram á 103. mínútu og tryggði þeim 1-0 sigur. Í síðasta leik kvöldsins vann Víkingur svo 2-0 sigur á Augnablik á heimavelli sínum í Víkinni. Upplýsingar um markaskorara er ekki að finna á heimasíðu KSÍ en fréttin verður uppfærð um leið og þær upplýsingar berast.
Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Sjá meira