„Þetta hlýtur að teljast óásættanlegt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 8. maí 2023 21:02 Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Ný skýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala og hvalveiðar er sláandi að sögn matvælaráðherra. Nú fer að hefjast síðasta vertíð núverandi leyfistímabils og ráðherra telur að skoða þurfi málin vel áður en nýtt leyfi verður gefið út. Í dag kom út eftirlitsskýrsla um velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi á síðasta ári en skýrslan var unnin af Matvælastofnun. Í júní í fyrra voru veiðar á langreyði leyfðar í fyrsta sinn í fjögur ár og veiddust 148 langreyðar frá seinni hluta júní til lok september. Skýrslan er sú fyrsta sem gefin er út um velferð hvala við veiðar síðan árið 2015. Niðurstöður eftirlitsins sýna að 103 hvalir veiddust eftir fyrsta skot en 24 prósent hvala voru skotnir oftar en einu sinni við veiðar. Þar af voru 5 skotnir þrisvar og fjórir hvalir skotnir fjórum sinnum. Matvælaráðherra segir tölfræði skýrslunnar vera sláandi. Klippa: Segir tölfræðina vera sláandi „Það er auðvitað grundvallaratriði að ekkert dýr á að þurfa að þjást með þeim hætti sem kemur þarna fram. Við erum að sjá að miðgildið er yfir ellefu mínútur og þetta fer upp í tvo klukkutíma þannig þetta hlýtur að teljast óásættanlegt,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í samtali við fréttastofu. Nú mun fagráð um velferð dýra fara yfir skýrsluna og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Svandís segist ekki hafa upplýsingar um hvenær ráðið skilar sínu mati. „Ég hef áður sagt að nú þarf að liggja fyrir hvort þessi atvinnugrein fortíðar eða framtíðar. Við þurfum þá að hafa þrek til að ræða þessi mál, þau gildi og þessa meginsýn sem við viljum vera þekkt fyrir á alþjóðavettvangi,“ segir Svandís. Útgáfu skýrslunnar var frestað ítrekað vegna krafa Hvals hf. um frest til að gera athugasemdir. Þær athugasemdir bárust nýlega og enduðu á því að vera 72 talsins og á 23 blaðsíðum. Þar segir að félagið ætli að fara yfir veiðiaðferðir með áhöfnum hvalveiðiskipanna áður en komandi hvalvertíð hefst. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, skrifaði undir athugasemdirnar en fréttastofu tókst ekki að ná tali af honum í dag. Hvalir Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44 „Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. 8. maí 2023 15:07 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Í dag kom út eftirlitsskýrsla um velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi á síðasta ári en skýrslan var unnin af Matvælastofnun. Í júní í fyrra voru veiðar á langreyði leyfðar í fyrsta sinn í fjögur ár og veiddust 148 langreyðar frá seinni hluta júní til lok september. Skýrslan er sú fyrsta sem gefin er út um velferð hvala við veiðar síðan árið 2015. Niðurstöður eftirlitsins sýna að 103 hvalir veiddust eftir fyrsta skot en 24 prósent hvala voru skotnir oftar en einu sinni við veiðar. Þar af voru 5 skotnir þrisvar og fjórir hvalir skotnir fjórum sinnum. Matvælaráðherra segir tölfræði skýrslunnar vera sláandi. Klippa: Segir tölfræðina vera sláandi „Það er auðvitað grundvallaratriði að ekkert dýr á að þurfa að þjást með þeim hætti sem kemur þarna fram. Við erum að sjá að miðgildið er yfir ellefu mínútur og þetta fer upp í tvo klukkutíma þannig þetta hlýtur að teljast óásættanlegt,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í samtali við fréttastofu. Nú mun fagráð um velferð dýra fara yfir skýrsluna og meta hvort veiðar á stórhvelum geti yfir höfuð uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Svandís segist ekki hafa upplýsingar um hvenær ráðið skilar sínu mati. „Ég hef áður sagt að nú þarf að liggja fyrir hvort þessi atvinnugrein fortíðar eða framtíðar. Við þurfum þá að hafa þrek til að ræða þessi mál, þau gildi og þessa meginsýn sem við viljum vera þekkt fyrir á alþjóðavettvangi,“ segir Svandís. Útgáfu skýrslunnar var frestað ítrekað vegna krafa Hvals hf. um frest til að gera athugasemdir. Þær athugasemdir bárust nýlega og enduðu á því að vera 72 talsins og á 23 blaðsíðum. Þar segir að félagið ætli að fara yfir veiðiaðferðir með áhöfnum hvalveiðiskipanna áður en komandi hvalvertíð hefst. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals, skrifaði undir athugasemdirnar en fréttastofu tókst ekki að ná tali af honum í dag.
Hvalir Hvalveiðar Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30 Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44 „Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. 8. maí 2023 15:07 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 8. maí 2023 11:30
Veiðileyfið ekki afturkallað fyrir árið en skýrslan gæti haft áhrif á framhaldið Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, segir nýja skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur vekja upp spurningar hvort endurskoða þurfi hvort atvinnugreinin tilheyri fortíðinni frekar en framtíð. Ekki sé þó hægt að afturkalla veiðileyfi fyrir þetta sumar. 8. maí 2023 16:44
„Ef þetta væri sláturhús væri því lokað tafarlaust“ Stjórnarmaður Dýraverndarsambands Íslands segir skýrt koma fram í nýrri skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar að óásættanlega hátt hlutfall veiddra hvala hafi þjáðst. Hann segir að ef þarna væri einhver önnur matvælaframleiðsla á ferð væri löngu búið að stöðva þetta. 8. maí 2023 15:07