„Held að íslenski fótboltinn sé ekki langt eftir á“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. maí 2023 07:01 Rosenborg hefur ekki byrjað tímabilið vel. Rosenborg „Lífið utan fótboltans er mjög gott, er að koma mér fyrir og líður mjög vel þarna,“ sagði Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður norska knattspyrnuliðsins Rosenborg en hann er staddur hér á landi og ræddi við Stöð 2 og Vísi um veruna í Noregi. Hinn 22 ára gamli Ísak Snær var hreint út sagt magnaður þegar Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Í kjölfarið var hann seldur til norska stórveldisins en félagið hefur ekki byrjað yfirstandandi leiktíð neitt sérstaklega vel. „Þetta er náttúrulega mjög leiðinlegt, maður fer í alla leiki til að vinna þá. Þessi klúbbur er ekki vanur þessu, þeir vilja bara sigur í öllum leikjum. Þetta er ekki okkar besta byrjun en vonandi náum við okkur upp.“ Gratulerer med 22-årsdagen, Isak pic.twitter.com/wZ0LNHZkbF— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) May 1, 2023 Rosenborg er einn stærsti klúbbur Skandinavíu ef horft er til titlafjölda og árangurs í Evrópukeppni á undanförnum áratugum. Liðið hefur orðið Noregsmeistari 26 sinnum og bikarmeistari 12 sinnum. Ísak Snær finnur fyrir pressunni sem því fylgir að spila fyrir svo stóran klúbb. „Fólk talar við mann út í bæ og maður fær stundum að heyra það, maður finnur pressuna. Það er alltaf einhver sem tekur í mann þegar maður er í göngutúr eða fer í búðina.“ Klippa: Ísak Snær: Held að íslenski fótboltinn sé ekki langt eftir á „[Umhverfið] er miklu meira professional. Aðstaðan í kringum þetta og hvernig þeir sjá um um vellina. Munurinn er eins og á Blikum og ÍA. Blikar eru miklu nær þessu heldur en Skaginn, myndi ég segja. Held að íslenski fótboltinn sé ekki langt eftir á.“ „Við erum með geggjað lið myndi ég segja. Þetta er svona „næstum því.“ Komumst að teignum en það er síðasta sendingin sem klikkar. Þetta er mjög gott lið og mjög góðir fótboltamenn,“ sagði Ísak Snær áður en umræðan snerist að samherja og samlanda hans. Kristall Máni Ingason var tekinn á teppið fyrir vandræðalega dýfu í leik nýverið. Ísak Snær segir hann einfaldlega tilbúinn að gera „allt til þess að vinna.“ Sjá má viðtalið í heild sinni hér að ofan en þar fer Ísak Snær yfir víðan völl. Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Albert skoraði á móti gömlu félögunum Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Sjá meira
Hinn 22 ára gamli Ísak Snær var hreint út sagt magnaður þegar Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Í kjölfarið var hann seldur til norska stórveldisins en félagið hefur ekki byrjað yfirstandandi leiktíð neitt sérstaklega vel. „Þetta er náttúrulega mjög leiðinlegt, maður fer í alla leiki til að vinna þá. Þessi klúbbur er ekki vanur þessu, þeir vilja bara sigur í öllum leikjum. Þetta er ekki okkar besta byrjun en vonandi náum við okkur upp.“ Gratulerer med 22-årsdagen, Isak pic.twitter.com/wZ0LNHZkbF— Rosenborg Ballklub (@RBKfotball) May 1, 2023 Rosenborg er einn stærsti klúbbur Skandinavíu ef horft er til titlafjölda og árangurs í Evrópukeppni á undanförnum áratugum. Liðið hefur orðið Noregsmeistari 26 sinnum og bikarmeistari 12 sinnum. Ísak Snær finnur fyrir pressunni sem því fylgir að spila fyrir svo stóran klúbb. „Fólk talar við mann út í bæ og maður fær stundum að heyra það, maður finnur pressuna. Það er alltaf einhver sem tekur í mann þegar maður er í göngutúr eða fer í búðina.“ Klippa: Ísak Snær: Held að íslenski fótboltinn sé ekki langt eftir á „[Umhverfið] er miklu meira professional. Aðstaðan í kringum þetta og hvernig þeir sjá um um vellina. Munurinn er eins og á Blikum og ÍA. Blikar eru miklu nær þessu heldur en Skaginn, myndi ég segja. Held að íslenski fótboltinn sé ekki langt eftir á.“ „Við erum með geggjað lið myndi ég segja. Þetta er svona „næstum því.“ Komumst að teignum en það er síðasta sendingin sem klikkar. Þetta er mjög gott lið og mjög góðir fótboltamenn,“ sagði Ísak Snær áður en umræðan snerist að samherja og samlanda hans. Kristall Máni Ingason var tekinn á teppið fyrir vandræðalega dýfu í leik nýverið. Ísak Snær segir hann einfaldlega tilbúinn að gera „allt til þess að vinna.“ Sjá má viðtalið í heild sinni hér að ofan en þar fer Ísak Snær yfir víðan völl.
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Lewandowski tryggði Barcelona sigur Albert skoraði á móti gömlu félögunum Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Sjá meira