Tveggja daga pásukvöð brot á reglum EES Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. maí 2023 15:27 Ísland brýtur á EES-reglum með því að skylda erlend rútufyrirtæki til að gera tveggja daga hlé á starfsemi sinni á tíu daga fresti. Vísir/Vilhelm Sú staðreynd að erlend rútufyrirtæki innan geta ekki boðið upp á lengri en tíu daga samfelldar rútuferðir er brot á EES-reglum. Reglurnar takmarki markaðsaðgengi erlendra rútufyrirtækja. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi í dag rökstutt álit til Íslands vegna brots á EES-reglum um tímabundna gestaflutninga. EES-reglur um farþegaflutninga kveða á um að flutningsaðila frá einu EES-ríki sé heimilt að stunda tilfallandi gestaflutninga á landi í öðru EES-ríki tímabundið. Núgildandi löggjöf á Íslandi kveður á um að flutningsaðilum frá öðrum ríkjum innan EES sé heimilt að stunda tímabundna gestaflutninga í allt að tíu samfellda daga í hverjum mánuði. Lögin kveða einnig á um skyldu þeirra sem stunda tímabundna gestaflutninga til að gera hlé á starfsemi í að minnsta kosti tvo virka daga áður en annað tíu daga tímabil hefst. „Þetta þýðir til dæmis að erlendir flutningsaðilar geta ekki boðið upp á 14 daga rútuferð um Ísland, jafnvel þótt slík þjónusta sé veitt tímabundið,“ segir í áliti ESA. Rökstudda álitið var sent til Íslands í kjölfar formlegs áminningarbréfs sem sent var í maí 2022. Í bréfi sínu komst ESA að þeirri niðurstöðu að með því að halda í gildi innlendri löggjöf, sem felur í sér of takmarkandi skilyrði fyrir því að flutningsaðilar frá öðrum EES-ríkjum geti stundað gestaflutninga á Íslandi, brjóti Ísland í bága við EES-reglur. Í rökstuddu áliti ESA kemur fram að tímabundið eðli gestaflutninga geti ekki eingöngu ákvarðast af tímalengd. Hin stranga og sjálfkrafa takmörkun sem núgildandi löggjöf kveður á um sé því ekki í samræmi við EES-reglur og hina almennu meginreglu um frelsi til að veita þjónustu. Rökstutt álit er skref númer tvö í samningsbrotamáli gegn EES-EFTA-ríki. Íslenska ríkið hefur nú tveggja mánaða frest til að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að hlíta álitinu, en að þeim fresti loknum getur ESA ákveðið að höfða mál fyrir EFTA-dómstólnum. Ferðamennska á Íslandi EFTA Vinnumarkaður Utanríkismál Evrópusambandið Tengdar fréttir ESA segir reglur um vernd dýra brotnar með blóðmerahaldi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) segir Íslendinga brjóta gegn reglum EES um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni með blóðmerahaldi. Stofnunin sendi formlegt áminningarbréf til Íslands í dag þar sem kallað er eftir því að reglunum verði fylgt. 10. maí 2023 10:48 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi í dag rökstutt álit til Íslands vegna brots á EES-reglum um tímabundna gestaflutninga. EES-reglur um farþegaflutninga kveða á um að flutningsaðila frá einu EES-ríki sé heimilt að stunda tilfallandi gestaflutninga á landi í öðru EES-ríki tímabundið. Núgildandi löggjöf á Íslandi kveður á um að flutningsaðilum frá öðrum ríkjum innan EES sé heimilt að stunda tímabundna gestaflutninga í allt að tíu samfellda daga í hverjum mánuði. Lögin kveða einnig á um skyldu þeirra sem stunda tímabundna gestaflutninga til að gera hlé á starfsemi í að minnsta kosti tvo virka daga áður en annað tíu daga tímabil hefst. „Þetta þýðir til dæmis að erlendir flutningsaðilar geta ekki boðið upp á 14 daga rútuferð um Ísland, jafnvel þótt slík þjónusta sé veitt tímabundið,“ segir í áliti ESA. Rökstudda álitið var sent til Íslands í kjölfar formlegs áminningarbréfs sem sent var í maí 2022. Í bréfi sínu komst ESA að þeirri niðurstöðu að með því að halda í gildi innlendri löggjöf, sem felur í sér of takmarkandi skilyrði fyrir því að flutningsaðilar frá öðrum EES-ríkjum geti stundað gestaflutninga á Íslandi, brjóti Ísland í bága við EES-reglur. Í rökstuddu áliti ESA kemur fram að tímabundið eðli gestaflutninga geti ekki eingöngu ákvarðast af tímalengd. Hin stranga og sjálfkrafa takmörkun sem núgildandi löggjöf kveður á um sé því ekki í samræmi við EES-reglur og hina almennu meginreglu um frelsi til að veita þjónustu. Rökstutt álit er skref númer tvö í samningsbrotamáli gegn EES-EFTA-ríki. Íslenska ríkið hefur nú tveggja mánaða frest til að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að hlíta álitinu, en að þeim fresti loknum getur ESA ákveðið að höfða mál fyrir EFTA-dómstólnum.
Ferðamennska á Íslandi EFTA Vinnumarkaður Utanríkismál Evrópusambandið Tengdar fréttir ESA segir reglur um vernd dýra brotnar með blóðmerahaldi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) segir Íslendinga brjóta gegn reglum EES um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni með blóðmerahaldi. Stofnunin sendi formlegt áminningarbréf til Íslands í dag þar sem kallað er eftir því að reglunum verði fylgt. 10. maí 2023 10:48 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
ESA segir reglur um vernd dýra brotnar með blóðmerahaldi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) segir Íslendinga brjóta gegn reglum EES um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni með blóðmerahaldi. Stofnunin sendi formlegt áminningarbréf til Íslands í dag þar sem kallað er eftir því að reglunum verði fylgt. 10. maí 2023 10:48