Gervigreind greinir stærð og tegund fiska sem koma í troll Kristján Már Unnarsson skrifar 14. maí 2023 05:25 Sigmar Guðbjörnsson er framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda. Arnar Halldórsson Hátæknifyrirtækið Stjörnu-Oddi hefur í samstarfi við Hafrannsóknastofnun þróað tæki sem nýtir gervigreind til að sjá hvaða fisktegundir koma í troll fiskiskipa sem og stærð fiskanna. Tæknin er sögð stórt stökk í hafrannsóknum en einnig geta aukið hagkvæmni veiða og bætt umgengni skipstjórnarmanna við fiskistofna. Í fréttum Stöðvar 2 var fyrirtækið Stjörnu-Oddi heimsótt en það er til húsa í Garðabæ. Hjá því starfa núna 25 manns en hjónin Jóhanna Ástvaldsdóttir og Sigmar Guðbjörnsson stofnuðu fyrirtækið fyrir þrjátíu árum til að þróa margskyns mælitæki, einkum til rannsókna á hafi og lífríki sjávar. Nýjasta afurðin er tæki sem nefnist fiskgreinir en það nýtir myndavélatækni og gervigreind. Fiskgreinirinn er með sterku ljósi til að lýsa inn í trollið. Tækið er á stærð við örbylgjuofn.Arnar Halldórsson Sigmar segir marga óttast gervigreind en hérna sé verið að nýta hana í jákvæðum tilgangi. „Að þjónusta umhverfi og fara vel með hlutina,“ segir Sigmar, sem er framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda. Togari Brims, Viðey, fór í lok marsmánaðar í leiðangur til að reyna tækið á gullkarfamiðum undan vestan- og suðvestanverðu landinu. Það er fest við fiskitroll. Þróun tækninnar er samstarfsverkefni Stjörnu-Odda, Hafrannsóknastofnunar og Hampiðjunnar með stuðningi Tækniþróunarsjóðs. Um borð í togaranum Viðey. Fiskgreinir festur við trollið.Stjörnu-Oddi „Við erum að horfa á það að nota búnað til þess að þekkja fisk í rauntíma og greina hann, bæði stærð og tegundir,“ segir Haraldur Arnar Einarsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun. Tvö mismunandi tæki hafa verið þróuð, annað til hafrannsókna en hitt til fiskveiða. „Um borð í togurum er gríðarlegur hraði, má engan tíma missa og allir að reyna að veiða sem mest. En um borð í rannsóknaskipi er svona öðruvísi hraði. Þar verða menn að gera hlutina nákvæmt,“ segir Sigmar, sem er lærður rafmagnsverkfræðingur. Myndin sem sést á skjánum þegar fiskarnir fara framhjá fiskgreininum á leið inn í trollið.Stjörnu-Oddi Fiskifræðingurinn segir að með þessari tækni sjái skipstjórar um leið hvort undirmálsafli eða óæskilegar fisktegundir séu að koma í trollið. „Þeir geta tekið ákvörðun í rauntíma hvort þeir ætli að halda áfram eða hætta og fara á annan stað. Með þessu móti erum við að gefa þeim möguleika til þess að veiða betur, velja betur og spara olíu. Og ekki veitir af í dag,“ segir Haraldur. Haraldur Arnar Einarsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun.Arnar Halldórsson En hvað þýðir þetta fyrir hafrannsóknir? „Þetta er stórt stökk, að mínu viti,“ svarar hann. Þannig þurfi ekki að endilega að veiða fiskinn til að rannsaka hann. „Við vorum hreinlega bara með pokann galopinn og hífðum upp og það kom ekki einn sporður upp í skip. En hins vegar vorum við með þennan búnað á trollinu og mynduðum allan tímann og vissum nákvæmlega hvað við vorum að fá í gegnum trollið.“ Um borð í togaranum Viðey. Trollið í skutrennunni.Stjörnu-Oddi Fiskifræðingurinn fær um leið mikilsverð gögn, eins og nákvæmlega hvar og hvænær fiskurinn kemur inn í trollið, á hvaða dýpi og hvernig botngerðin sé. „Þetta er hagræði og þarna er líka tækifæri til þess að setja önnur mælitæki á samtímis. Þú getur verið að horfa á hvaða fiskur er að koma inn á ákveðnu dýpi, á ákveðnu hitastigi, ákveðinni seltu og annað slíkt. Þú getur verið að taka miklu meira með samtímis. Þannig að þarna er hægt að fá miklu meiri upplýsingar á stuttum tíma,“ segir Haraldur. Úr brúnni í Viðey í tilraunaleiðangrinum. Fylgst með gögnum birtast á skjám.Stjörnu-Oddi Og það er stefnt á alþjóðamarkað með fiskgreininn. „Já, ekki spurning. En við viljum gjarnan byrja fyrst á Íslandi. Og ef eitthvað kemur upp á, þá erum við innanhandar. Stundum þarf kannski að gera einstaka leiðréttingar. Best að þær séu hér heldur en í Alaska kannski,“ segir Sigmar. En má spyrja hvað svona tæki kostar? „Nei, þú mátt ekki spyrja að því,“ svarar hann og hlær en er samt tilbúinn að gefa okkur hugmynd um þróunarkostnaðinn. „Það er þriggja stafa tala í milljónum,“ segir Sigmar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Vísindi Nýsköpun Gervigreind Umhverfismál Tækni Garðabær Tengdar fréttir Mældu óvart ferðir þorsks og skarfs með sömu merkingunni Rafeindamælitæki frá íslenska hátæknifyrirtækinu Stjörnu-Odda, sem komið var fyrir í þorski í Eystrasalti til að mæla hegðun hans, mældi nýlega óvart einnig hegðun skarfs. Var því hegðun tveggja dýrategunda mæld með sama mælinum. 23. desember 2021 13:03 Stjörnu-Oddi gegn svínaflensu „Menn eru alltaf að vinna að því að slökkva elda. Þegar flensutilvik koma upp á borð við svínaflensuna fara teymi af stað sem reyna að búa til lyf gegn vírusnum áður en hann dreifir úr sér. Vika til eða frá skiptir miklu máli,“ segir Sigmar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda. 6. maí 2009 00:01 Stjörnu-Oddi hlýtur Nýsköpunarverðlaunin í ár Nýsköpunarverðlaun Rannís og Útflutningsráðs fyrir árið 2006 voru afhent við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í morgun. Að þessu sinni hlaut fyrirtækið Stjörnu-Oddi verðlaunin en það vinnur að þróun og framleiðslu á mælitækjum sem eru það lítil að og handhæg að hægt er að setja þau á fiska. 9. mars 2006 11:16 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fyrirtækið Stjörnu-Oddi heimsótt en það er til húsa í Garðabæ. Hjá því starfa núna 25 manns en hjónin Jóhanna Ástvaldsdóttir og Sigmar Guðbjörnsson stofnuðu fyrirtækið fyrir þrjátíu árum til að þróa margskyns mælitæki, einkum til rannsókna á hafi og lífríki sjávar. Nýjasta afurðin er tæki sem nefnist fiskgreinir en það nýtir myndavélatækni og gervigreind. Fiskgreinirinn er með sterku ljósi til að lýsa inn í trollið. Tækið er á stærð við örbylgjuofn.Arnar Halldórsson Sigmar segir marga óttast gervigreind en hérna sé verið að nýta hana í jákvæðum tilgangi. „Að þjónusta umhverfi og fara vel með hlutina,“ segir Sigmar, sem er framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda. Togari Brims, Viðey, fór í lok marsmánaðar í leiðangur til að reyna tækið á gullkarfamiðum undan vestan- og suðvestanverðu landinu. Það er fest við fiskitroll. Þróun tækninnar er samstarfsverkefni Stjörnu-Odda, Hafrannsóknastofnunar og Hampiðjunnar með stuðningi Tækniþróunarsjóðs. Um borð í togaranum Viðey. Fiskgreinir festur við trollið.Stjörnu-Oddi „Við erum að horfa á það að nota búnað til þess að þekkja fisk í rauntíma og greina hann, bæði stærð og tegundir,“ segir Haraldur Arnar Einarsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun. Tvö mismunandi tæki hafa verið þróuð, annað til hafrannsókna en hitt til fiskveiða. „Um borð í togurum er gríðarlegur hraði, má engan tíma missa og allir að reyna að veiða sem mest. En um borð í rannsóknaskipi er svona öðruvísi hraði. Þar verða menn að gera hlutina nákvæmt,“ segir Sigmar, sem er lærður rafmagnsverkfræðingur. Myndin sem sést á skjánum þegar fiskarnir fara framhjá fiskgreininum á leið inn í trollið.Stjörnu-Oddi Fiskifræðingurinn segir að með þessari tækni sjái skipstjórar um leið hvort undirmálsafli eða óæskilegar fisktegundir séu að koma í trollið. „Þeir geta tekið ákvörðun í rauntíma hvort þeir ætli að halda áfram eða hætta og fara á annan stað. Með þessu móti erum við að gefa þeim möguleika til þess að veiða betur, velja betur og spara olíu. Og ekki veitir af í dag,“ segir Haraldur. Haraldur Arnar Einarsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun.Arnar Halldórsson En hvað þýðir þetta fyrir hafrannsóknir? „Þetta er stórt stökk, að mínu viti,“ svarar hann. Þannig þurfi ekki að endilega að veiða fiskinn til að rannsaka hann. „Við vorum hreinlega bara með pokann galopinn og hífðum upp og það kom ekki einn sporður upp í skip. En hins vegar vorum við með þennan búnað á trollinu og mynduðum allan tímann og vissum nákvæmlega hvað við vorum að fá í gegnum trollið.“ Um borð í togaranum Viðey. Trollið í skutrennunni.Stjörnu-Oddi Fiskifræðingurinn fær um leið mikilsverð gögn, eins og nákvæmlega hvar og hvænær fiskurinn kemur inn í trollið, á hvaða dýpi og hvernig botngerðin sé. „Þetta er hagræði og þarna er líka tækifæri til þess að setja önnur mælitæki á samtímis. Þú getur verið að horfa á hvaða fiskur er að koma inn á ákveðnu dýpi, á ákveðnu hitastigi, ákveðinni seltu og annað slíkt. Þú getur verið að taka miklu meira með samtímis. Þannig að þarna er hægt að fá miklu meiri upplýsingar á stuttum tíma,“ segir Haraldur. Úr brúnni í Viðey í tilraunaleiðangrinum. Fylgst með gögnum birtast á skjám.Stjörnu-Oddi Og það er stefnt á alþjóðamarkað með fiskgreininn. „Já, ekki spurning. En við viljum gjarnan byrja fyrst á Íslandi. Og ef eitthvað kemur upp á, þá erum við innanhandar. Stundum þarf kannski að gera einstaka leiðréttingar. Best að þær séu hér heldur en í Alaska kannski,“ segir Sigmar. En má spyrja hvað svona tæki kostar? „Nei, þú mátt ekki spyrja að því,“ svarar hann og hlær en er samt tilbúinn að gefa okkur hugmynd um þróunarkostnaðinn. „Það er þriggja stafa tala í milljónum,“ segir Sigmar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Vísindi Nýsköpun Gervigreind Umhverfismál Tækni Garðabær Tengdar fréttir Mældu óvart ferðir þorsks og skarfs með sömu merkingunni Rafeindamælitæki frá íslenska hátæknifyrirtækinu Stjörnu-Odda, sem komið var fyrir í þorski í Eystrasalti til að mæla hegðun hans, mældi nýlega óvart einnig hegðun skarfs. Var því hegðun tveggja dýrategunda mæld með sama mælinum. 23. desember 2021 13:03 Stjörnu-Oddi gegn svínaflensu „Menn eru alltaf að vinna að því að slökkva elda. Þegar flensutilvik koma upp á borð við svínaflensuna fara teymi af stað sem reyna að búa til lyf gegn vírusnum áður en hann dreifir úr sér. Vika til eða frá skiptir miklu máli,“ segir Sigmar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda. 6. maí 2009 00:01 Stjörnu-Oddi hlýtur Nýsköpunarverðlaunin í ár Nýsköpunarverðlaun Rannís og Útflutningsráðs fyrir árið 2006 voru afhent við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í morgun. Að þessu sinni hlaut fyrirtækið Stjörnu-Oddi verðlaunin en það vinnur að þróun og framleiðslu á mælitækjum sem eru það lítil að og handhæg að hægt er að setja þau á fiska. 9. mars 2006 11:16 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Mældu óvart ferðir þorsks og skarfs með sömu merkingunni Rafeindamælitæki frá íslenska hátæknifyrirtækinu Stjörnu-Odda, sem komið var fyrir í þorski í Eystrasalti til að mæla hegðun hans, mældi nýlega óvart einnig hegðun skarfs. Var því hegðun tveggja dýrategunda mæld með sama mælinum. 23. desember 2021 13:03
Stjörnu-Oddi gegn svínaflensu „Menn eru alltaf að vinna að því að slökkva elda. Þegar flensutilvik koma upp á borð við svínaflensuna fara teymi af stað sem reyna að búa til lyf gegn vírusnum áður en hann dreifir úr sér. Vika til eða frá skiptir miklu máli,“ segir Sigmar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda. 6. maí 2009 00:01
Stjörnu-Oddi hlýtur Nýsköpunarverðlaunin í ár Nýsköpunarverðlaun Rannís og Útflutningsráðs fyrir árið 2006 voru afhent við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í morgun. Að þessu sinni hlaut fyrirtækið Stjörnu-Oddi verðlaunin en það vinnur að þróun og framleiðslu á mælitækjum sem eru það lítil að og handhæg að hægt er að setja þau á fiska. 9. mars 2006 11:16