Bjarni undrast hvað ríkissjóður á fáa vini á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 10. maí 2023 19:40 Bjarni Benediktsson undrast hvað ríkissjóður á fáa vini á Alþingi. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra undrast hvað ríkissjóður á fáa vini á Alþingi þegar kemur að skuldbindingum ríkisins vegna yfirvofandi gjaldþrots ÍL-sjóðsins sem fóstrar skuldbindingar Íbúðalánasjóðs gagnvart lífeyrissjóðunum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hóf sérstaka umræður á Alþingi í dag um fyrirætlan fjármálaráðherra að slíta sjóðnum með setningu laga. Með því væri verið að ganga á eignarrétt lífeyrissjóðanna og skilja lífeyrissjóðina eftir með um 150 milljarða tap. „Hugmynd fjármálaráðherra var að spara ríkissjóði þessa milljarða með því að standa ekki við skuldbindingar sínar heldur láta lífeyrissjóði taka á sig fjártjónið,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segir að Bjarni ætli að láta lífeyrissjóðina sitja uppi með tapið á Íbúðalánasjóði.Vísir/Vilhlem „Og nú á að breyta þessum skuldabréfum með lögum. En vandinn er bara sá að fjármálaráðherra er þar brotlegur við stjórnarskrá. Alþingi þarf auðvitað að ræða vandlega hvernig á að leysa stöðu ÍL-sjóðs. Viðreisn mun ekki veigra sér við slíkri umræðu en lausnirnar verða að vera byggðar á sanngirni og að lágmarki að vera löglegar,“ sagði þingmaður Viðreisnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að sjálfsögðu ekki standa til að ríkissjóður stæði ekki við skuldbindingar sínar. Hann vakti athygli á skýrslu um stöðu ÍL-sjóðs sem hann lagði fyrir Alþingi í október. Þar hefði einnig komið fram lögfræðiálit sem væru önnur en þau sem þingmaður Viðreisnar vísaði til. „Mér finnst dálítið dapurlegt að hér í þessum sal skuli ríkissjóður ekki eiga fleiri vini. Ég verð að segja alveg eins og er að það slær mig undarlega þegar þingmenn standa hér upp og tala um það að hugmyndir séu brot á stjórnarskrá. Bara hugmyndin um að gera eitthvað í málinu, það er brot á stjórnarskrá sagði háttvirtur þingmaður,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra segir að ríkissjóður muni standa við ábyrgð sína á höfuðstól skuldbindinga ÍL-sjóðs.Vísir/Vilhelm Það kæmi honum hins vegar ekki á óvart þegar menn ákvæðu að taka einungis upp málstað þeirra sem hefðu hagsmuni í málinu. „Kröfuhafanna sjálfra og flytja hér inn í þingsal. Að menn hafi komist að sömu niðurstöðu og þeir sem halda á hagsmununum,“ sagði Bjarni. Ríkissjóður vildi greiða að fullu að fullu þann höfuðstól sem ábyrgðin stæði á bakvið. Bjarni benti á að verið væri að ræða mál sem ekki væri komið fram á Alþingi. Hann fagnaði hverju tækifæri til að ræða þetta mál. „En ég kalla eftir því að menn haldi aðeins aftur af sér með stórkarlalegar yfirlýsingar um hrun á lánstrausti ríkissjóðs þegar ekkert á mörkuðunum sem eru lifandi á hverjum degi gefur vísbendingar um að lánstraust ríkissjóðs hafi breyst á nokurn hátt,“ sagði Bjarni Benediktsson. ÍL-sjóður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Tengdar fréttir Fjármálaráðherra stefni trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra stefna trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu með áformum um setningu laga til að slíta ÍL-sjóði í andstöðu við vilja lífeyrissjóða sem eiga kröfur á sjóðinn. Fjármálaráðherra segir sjóðinn í raun gjaldþrota og nauðsynlegt að verja framtíðarhagsmuni ríkissjóðs. 10. maí 2023 12:23 Kristrún og Bjarni saka hvort annað um fáfræði um efnahagsmál Fjármálaráðherra er með frumvarp í undirbúningi þannig að hægt verði að slíta ÍL sjóði á næsta ári en segist helst vilja semja við kröfuhafa þannig að ekki þurfi að leggja frumvarpið fram. Stjórnarandstöðuþingmenn saka ráðherra um að ætla að varpa skuld sjóðsins yfir á lífeyrissjóðina. 26. október 2022 19:20 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hóf sérstaka umræður á Alþingi í dag um fyrirætlan fjármálaráðherra að slíta sjóðnum með setningu laga. Með því væri verið að ganga á eignarrétt lífeyrissjóðanna og skilja lífeyrissjóðina eftir með um 150 milljarða tap. „Hugmynd fjármálaráðherra var að spara ríkissjóði þessa milljarða með því að standa ekki við skuldbindingar sínar heldur láta lífeyrissjóði taka á sig fjártjónið,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segir að Bjarni ætli að láta lífeyrissjóðina sitja uppi með tapið á Íbúðalánasjóði.Vísir/Vilhlem „Og nú á að breyta þessum skuldabréfum með lögum. En vandinn er bara sá að fjármálaráðherra er þar brotlegur við stjórnarskrá. Alþingi þarf auðvitað að ræða vandlega hvernig á að leysa stöðu ÍL-sjóðs. Viðreisn mun ekki veigra sér við slíkri umræðu en lausnirnar verða að vera byggðar á sanngirni og að lágmarki að vera löglegar,“ sagði þingmaður Viðreisnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að sjálfsögðu ekki standa til að ríkissjóður stæði ekki við skuldbindingar sínar. Hann vakti athygli á skýrslu um stöðu ÍL-sjóðs sem hann lagði fyrir Alþingi í október. Þar hefði einnig komið fram lögfræðiálit sem væru önnur en þau sem þingmaður Viðreisnar vísaði til. „Mér finnst dálítið dapurlegt að hér í þessum sal skuli ríkissjóður ekki eiga fleiri vini. Ég verð að segja alveg eins og er að það slær mig undarlega þegar þingmenn standa hér upp og tala um það að hugmyndir séu brot á stjórnarskrá. Bara hugmyndin um að gera eitthvað í málinu, það er brot á stjórnarskrá sagði háttvirtur þingmaður,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra segir að ríkissjóður muni standa við ábyrgð sína á höfuðstól skuldbindinga ÍL-sjóðs.Vísir/Vilhelm Það kæmi honum hins vegar ekki á óvart þegar menn ákvæðu að taka einungis upp málstað þeirra sem hefðu hagsmuni í málinu. „Kröfuhafanna sjálfra og flytja hér inn í þingsal. Að menn hafi komist að sömu niðurstöðu og þeir sem halda á hagsmununum,“ sagði Bjarni. Ríkissjóður vildi greiða að fullu að fullu þann höfuðstól sem ábyrgðin stæði á bakvið. Bjarni benti á að verið væri að ræða mál sem ekki væri komið fram á Alþingi. Hann fagnaði hverju tækifæri til að ræða þetta mál. „En ég kalla eftir því að menn haldi aðeins aftur af sér með stórkarlalegar yfirlýsingar um hrun á lánstrausti ríkissjóðs þegar ekkert á mörkuðunum sem eru lifandi á hverjum degi gefur vísbendingar um að lánstraust ríkissjóðs hafi breyst á nokurn hátt,“ sagði Bjarni Benediktsson.
ÍL-sjóður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Tengdar fréttir Fjármálaráðherra stefni trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra stefna trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu með áformum um setningu laga til að slíta ÍL-sjóði í andstöðu við vilja lífeyrissjóða sem eiga kröfur á sjóðinn. Fjármálaráðherra segir sjóðinn í raun gjaldþrota og nauðsynlegt að verja framtíðarhagsmuni ríkissjóðs. 10. maí 2023 12:23 Kristrún og Bjarni saka hvort annað um fáfræði um efnahagsmál Fjármálaráðherra er með frumvarp í undirbúningi þannig að hægt verði að slíta ÍL sjóði á næsta ári en segist helst vilja semja við kröfuhafa þannig að ekki þurfi að leggja frumvarpið fram. Stjórnarandstöðuþingmenn saka ráðherra um að ætla að varpa skuld sjóðsins yfir á lífeyrissjóðina. 26. október 2022 19:20 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Fjármálaráðherra stefni trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra stefna trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu með áformum um setningu laga til að slíta ÍL-sjóði í andstöðu við vilja lífeyrissjóða sem eiga kröfur á sjóðinn. Fjármálaráðherra segir sjóðinn í raun gjaldþrota og nauðsynlegt að verja framtíðarhagsmuni ríkissjóðs. 10. maí 2023 12:23
Kristrún og Bjarni saka hvort annað um fáfræði um efnahagsmál Fjármálaráðherra er með frumvarp í undirbúningi þannig að hægt verði að slíta ÍL sjóði á næsta ári en segist helst vilja semja við kröfuhafa þannig að ekki þurfi að leggja frumvarpið fram. Stjórnarandstöðuþingmenn saka ráðherra um að ætla að varpa skuld sjóðsins yfir á lífeyrissjóðina. 26. október 2022 19:20
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent