Reykt í bíl með börnin aftur í og hvalkjöt í skottinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 11. maí 2023 15:02 Skýrsla Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur rennir stoðum undir það sem við flest þegar vissum að hvaladráp á ekki rétt á sér í nútímanum. Raunar eru hvalveiðar ámóta framsýnar og að ætla sér að reisa kolanámu til orkuvinnslu árið 2023. Aðferðirnar sem notaðar eru til að veiða dýrin eru frumstæðar og ósiðaðar. Dýrin heyja dauðastríð í margar mínútur eftir sprengiskutla og fjórði hver hvalur er skotinn oftar en einu sinni. Enginn greinarmunur er gerður á kálfafullum dýrum og öðrum. Matvælastofnun hefur nú endanlega staðfest með eftirliti um borð í hvalveiðiskipum síðastliðið sumar og með skýrslu sinni nú að veiðarnar uppfylla einfaldlega ekki markmið laga um dýravelferð. Drögum línu í sandinn En fleira kemur til, sem ýtir undir þá tilfinningu meginþorra Íslendinga að kominn sé tími til að draga línu í sandinn og láta af veiðunum. Þær eru ekki bara skaðlegar dýrunum sjálfum, heldur einnig hagsmunum okkar Íslendinga af öðrum viðskiptum auk þess sem umhverfisáhrif hvaldrápsins eru mun meiri en áður var talið. Þegar hafa innlendir og erlendir fjölmiðlar hafið umfjöllun sína um væntanlegar veiðar í sumar. Þrýstingurinn er áþreifanlegur og sennilega rétt að byrja. Engann skal undra. Stór hluti heimsbyggðarinnar lítur á hvalveiðar sem dýraníð. En þrýstingurinn kemur ekki bara að utan því skoðanakönnun frá í fyrra gefur til kynna að um 65 prósent Íslendinga telji hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor landsins. Hvalveiðibröltið svartur blettur á viðskiptalífinu Samtök ferðaþjónustunnar segja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á ferðamannaiðnaðinn og séu svartur blettur í markaðssetningu Íslands sem náttúruáfangastaðar. Við þekkjum svo eldri dæmi um neikvæð áhrif hvalveiða á íslenskt viðskiptalíf líkt og þegar verslunarrisinn Whole Foods hótaði að sniðganga íslenskar vörur sem viðbragð við brölti Hvals hf. og hætti að auglýsa íslenskt lambakjöt í verslunum sínum með tilheyrandi áhrifum á sölu þess. Eða ákvörðun kanadíska matvælarisans High Liner Foods um að hætta viðskiptum við HB Granda vegna tengsla fyrirtækisins við eiganda Hvals, sem þá var hluthafi í fyrirtækinu. Þekkt er svo að lítil eftirspurn er eftir hvalkjöti á heimsvísu og hún fer minnkandi. Hvalur bindur kolefni á við lítinn skóg En ef þetta er ekki nóg til að láta af ómenningunni, hafa nýlegar rannsóknir einnig sýnt fram á einstakan eiginleika hvala sem fanga hver um sig um það bil 33 tonn af kolefni á líftíma sínum. Þegar hvalurinn svo deyr sínum náttúrulega dauðdaga sekkur hann niður á hafsbotn og kolefnið með - og er bundið áfram öldum saman. Einn hvalur bindur þannig á við lítinn skóg á líftíma sínum - stóran skóg á íslenskan mælikvarða. Kolefnabinding hvalsins er ekkert nema fjárfesting líkt og þegar keypt eru verðbréf enda Ísland skuldbundið af alþjóðlegum samningum um loftslagsmál. Sífellt fleiri jákvæð áhrif hvala á umhverfi sitt og vistkerfi koma í ljós eftir því sem dýrin eru rannsökuð frekar. Þegar allt þetta er saman tekið og nýjustu upplýsingar skoðaðar liggur í augum uppi að þessar veiðar ættu að heyra sögunni til. Þá gildir einu hvaða stöðu þær kunna að hafa haft í fortíðinni og hvaða skoðun fólk kann að hafa haft á þeim áður. Einu sinni þótti eðlilegt að reykja í bíl með börnin aftur í. Hvern er verið að friðþægja? Ráðherra málaflokksins segist ekki hafa heimild til þess að afturkalla leyfi til hvalveiða þrátt fyrir niðurstöður eftirlitsins, þrátt fyrir þá óumflýjanlegu staðreynd að hvalveiðibröltið svertir orðspor okkar gagnvart umheiminum og þrátt fyrir það að hvalir séu nauðsynlegir í baráttunni gegn loftslagsvánni. Sú skoðun ráðherrans um að leyfið standi er hins vegar þvert á það sem aðrir lögfróðir hafa bent á. Hvers vegna fá dýrin ekki að njóta vafans? Hvern er eiginlega verið að friðþægja með því að leyfa þessari tímaskekkju að viðgangast? Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Alþingi Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Skýrsla Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur rennir stoðum undir það sem við flest þegar vissum að hvaladráp á ekki rétt á sér í nútímanum. Raunar eru hvalveiðar ámóta framsýnar og að ætla sér að reisa kolanámu til orkuvinnslu árið 2023. Aðferðirnar sem notaðar eru til að veiða dýrin eru frumstæðar og ósiðaðar. Dýrin heyja dauðastríð í margar mínútur eftir sprengiskutla og fjórði hver hvalur er skotinn oftar en einu sinni. Enginn greinarmunur er gerður á kálfafullum dýrum og öðrum. Matvælastofnun hefur nú endanlega staðfest með eftirliti um borð í hvalveiðiskipum síðastliðið sumar og með skýrslu sinni nú að veiðarnar uppfylla einfaldlega ekki markmið laga um dýravelferð. Drögum línu í sandinn En fleira kemur til, sem ýtir undir þá tilfinningu meginþorra Íslendinga að kominn sé tími til að draga línu í sandinn og láta af veiðunum. Þær eru ekki bara skaðlegar dýrunum sjálfum, heldur einnig hagsmunum okkar Íslendinga af öðrum viðskiptum auk þess sem umhverfisáhrif hvaldrápsins eru mun meiri en áður var talið. Þegar hafa innlendir og erlendir fjölmiðlar hafið umfjöllun sína um væntanlegar veiðar í sumar. Þrýstingurinn er áþreifanlegur og sennilega rétt að byrja. Engann skal undra. Stór hluti heimsbyggðarinnar lítur á hvalveiðar sem dýraníð. En þrýstingurinn kemur ekki bara að utan því skoðanakönnun frá í fyrra gefur til kynna að um 65 prósent Íslendinga telji hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor landsins. Hvalveiðibröltið svartur blettur á viðskiptalífinu Samtök ferðaþjónustunnar segja hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á ferðamannaiðnaðinn og séu svartur blettur í markaðssetningu Íslands sem náttúruáfangastaðar. Við þekkjum svo eldri dæmi um neikvæð áhrif hvalveiða á íslenskt viðskiptalíf líkt og þegar verslunarrisinn Whole Foods hótaði að sniðganga íslenskar vörur sem viðbragð við brölti Hvals hf. og hætti að auglýsa íslenskt lambakjöt í verslunum sínum með tilheyrandi áhrifum á sölu þess. Eða ákvörðun kanadíska matvælarisans High Liner Foods um að hætta viðskiptum við HB Granda vegna tengsla fyrirtækisins við eiganda Hvals, sem þá var hluthafi í fyrirtækinu. Þekkt er svo að lítil eftirspurn er eftir hvalkjöti á heimsvísu og hún fer minnkandi. Hvalur bindur kolefni á við lítinn skóg En ef þetta er ekki nóg til að láta af ómenningunni, hafa nýlegar rannsóknir einnig sýnt fram á einstakan eiginleika hvala sem fanga hver um sig um það bil 33 tonn af kolefni á líftíma sínum. Þegar hvalurinn svo deyr sínum náttúrulega dauðdaga sekkur hann niður á hafsbotn og kolefnið með - og er bundið áfram öldum saman. Einn hvalur bindur þannig á við lítinn skóg á líftíma sínum - stóran skóg á íslenskan mælikvarða. Kolefnabinding hvalsins er ekkert nema fjárfesting líkt og þegar keypt eru verðbréf enda Ísland skuldbundið af alþjóðlegum samningum um loftslagsmál. Sífellt fleiri jákvæð áhrif hvala á umhverfi sitt og vistkerfi koma í ljós eftir því sem dýrin eru rannsökuð frekar. Þegar allt þetta er saman tekið og nýjustu upplýsingar skoðaðar liggur í augum uppi að þessar veiðar ættu að heyra sögunni til. Þá gildir einu hvaða stöðu þær kunna að hafa haft í fortíðinni og hvaða skoðun fólk kann að hafa haft á þeim áður. Einu sinni þótti eðlilegt að reykja í bíl með börnin aftur í. Hvern er verið að friðþægja? Ráðherra málaflokksins segist ekki hafa heimild til þess að afturkalla leyfi til hvalveiða þrátt fyrir niðurstöður eftirlitsins, þrátt fyrir þá óumflýjanlegu staðreynd að hvalveiðibröltið svertir orðspor okkar gagnvart umheiminum og þrátt fyrir það að hvalir séu nauðsynlegir í baráttunni gegn loftslagsvánni. Sú skoðun ráðherrans um að leyfið standi er hins vegar þvert á það sem aðrir lögfróðir hafa bent á. Hvers vegna fá dýrin ekki að njóta vafans? Hvern er eiginlega verið að friðþægja með því að leyfa þessari tímaskekkju að viðgangast? Höfundur er formaður Viðreisnar.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun