Google kynnti langlokusíma, gervigreind og fleira Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2023 16:02 Pixel Fold is er fyrsti langlokusími Google. AP/Jeff Chiu Forsvarsmenn Google kynntu í gær fyrsta langlokusíma fyrirtækisins, nýjan Pixel síma og sömuleiðis nýja spjaldtölvu. Þá var kynnt nýtt Android stýrikerfi sem notað er í fjölmörgum snjallsímum og spjaldtölvum í heiminum. Kynning fyrirtækisins í gær snerist þar að auki að miklu leyti um gervigreind og spjallþjarka eins og Bard. Hér að neðan er stiklað á stóru yfir hvað kynnt var í gær. Áhugasamir geta fundið frekari upplýsingar á vef Google. Pixel Fold er nýr sími frá Google sem er samanbrjótanlegur, svokallaður langlokusími. Ytri skjár símans er 5,8 tommur en ef hann er opnaður er þar 7,6 tommu skjár. Þetta er fyrsti langlokusími Google en samkvæmt netverslun fyrirtækisins kostar hann 1.799 dali. Það samsvarar um 250 þúsund krónum. Google kynnti einnig Pixel 7A sem er ódýrari útgáfa af Pixel 7. Hann kostar 499 dali, sem samsvarar um sjötíu þúsund krónum. Pixel Tablet byggir á nýrri hönnun og er sérstaklega þróuð til að stýra snjallvæddum heimilum. Skjár spjaldtölvunnar er ellefu tommur og rafhlaða hennar dugir í allt að tólf klukkustundir. Hún kostar 499 dali en það samsvarar um sjötíu þúsund krónum. Auk nýrra tækja fengu áhorfendur á kynningunni að sjá nýjar vendingar í þróun gervigreindar og svokallaðra mállíkana. Google er í mikilli samkeppni við Microsoft um þróun gervigreinda og hvernig innleiða megi þær í leitarvélar fyrirtækjanna. Sjá einnig: Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Þá var kynnt hvernig starfsmenn Google hafa unnið að því að tengja gervigreind við myndvinnslu fyrirtækisins, sem á meðal annars að gera notendum kleift að breyta myndum með lítilli fyrirhöfn. Hér að neðan má svo sjá samantekt Google yfir það helsta sem kynnt var á kynningunni í gær. Google Tækni Gervigreind Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Hér að neðan er stiklað á stóru yfir hvað kynnt var í gær. Áhugasamir geta fundið frekari upplýsingar á vef Google. Pixel Fold er nýr sími frá Google sem er samanbrjótanlegur, svokallaður langlokusími. Ytri skjár símans er 5,8 tommur en ef hann er opnaður er þar 7,6 tommu skjár. Þetta er fyrsti langlokusími Google en samkvæmt netverslun fyrirtækisins kostar hann 1.799 dali. Það samsvarar um 250 þúsund krónum. Google kynnti einnig Pixel 7A sem er ódýrari útgáfa af Pixel 7. Hann kostar 499 dali, sem samsvarar um sjötíu þúsund krónum. Pixel Tablet byggir á nýrri hönnun og er sérstaklega þróuð til að stýra snjallvæddum heimilum. Skjár spjaldtölvunnar er ellefu tommur og rafhlaða hennar dugir í allt að tólf klukkustundir. Hún kostar 499 dali en það samsvarar um sjötíu þúsund krónum. Auk nýrra tækja fengu áhorfendur á kynningunni að sjá nýjar vendingar í þróun gervigreindar og svokallaðra mállíkana. Google er í mikilli samkeppni við Microsoft um þróun gervigreinda og hvernig innleiða megi þær í leitarvélar fyrirtækjanna. Sjá einnig: Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Þá var kynnt hvernig starfsmenn Google hafa unnið að því að tengja gervigreind við myndvinnslu fyrirtækisins, sem á meðal annars að gera notendum kleift að breyta myndum með lítilli fyrirhöfn. Hér að neðan má svo sjá samantekt Google yfir það helsta sem kynnt var á kynningunni í gær.
Google Tækni Gervigreind Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira