Flugáhöfnum bannað að nota ADHD-lyf Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2023 22:24 Áhafnarmeðlimir Icelandair mega ekki neyta ADHD-lyfja samkvæmt evrópskri reglugerð sem var nýlega innleidd. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty/samsett Icelandair tilkynnti áhöfnum sínum að notkun á ADHD-lyfjum sé alfarið bönnuð í dag. Þeir starfsmenn sem eru á slíkum lyfjum þurfa að fá flughæfi sitt metið hjá lækni. Tímafrekt getur verið að vera metinn hæfur aftur eftir notkun lyfjanna. Í tilkynningu sem starfsfólki Icelandair var send kemur fram að komið hafi upp mál sem tengjast ADHD-lyfjum eftir að ný Evrópureglugerð um skimanir fyrir vímuefnum meðal flugáhafna var innleidd. Eftir samráð við yfirvöld sé niðurstaðan að ADHD-lyfjanotkun sé alfarið bönnuð samkvæmt reglugerðinni. Engin hugbreytandi efni séu leyfð. Þeir starfsmenn sem eru á ADHD-lyfjum þurfi að fá flughæfi sitt metið. Sérstaklega er tekið fram í tilkynningunni að talsverður tími geti liðið frá því að lyfjanotkuninni sé hætt þar til flughæfi fæst að nýju. Auk ADHD-lyfjanna eru öll hugvíkkandi vímuefni sem hafa verið til umræðu í tengslum við geðlyfjameðferðir bönnuð. Allir áhafnarmeðlimir geti þurft að fara í skimun bæði erlendis og hérlendis. ADHD-lyf eru örvandi og virka efnið í sumum þeirra er skylt amfetamíni. Skimað fyrir ADHD-lyfjum Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Icelandair að tilkynningin hafi verið send starfsfólki til upplýsingar um túlkun á reglugerð Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) sem tók gildi hér á landi árið 2021. „Samkvæmt reglugerðinni geta áhafnarmeðlimir þurft að undirgangast lyfjapróf á flugvöllum bæði hérlendis og erlendis og eru ADHD-lyf á meðal þeirra lyfja sem skimað er eftir,“ segir í svarinu. Reglugerðin sem vísað er til var gefin út árið 2018. Í henni er fjallað um skimun fyrir geðlyfjanotkun flugáhafna. Geðlyf eru þar meðal skilgreind sem áfengi, ópíóíðar, kannabisefni, slæfandi lyf og svefnlyf, kókaín, önnur örvandi efni, ofskynjunarefni og leysiefni. Styðja félaga ef mál koma upp Berglind Kristófersdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir við Vísi að félaginu sé kunnugt um nýju reglurnar en það eigi eftir að meta stöðuna. Það muni styðja félagsmenn þegar og ef einhver mál sem tengjast reglunum koma upp. Fréttir af flugi Hugvíkkandi efni Lyf Icelandair Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Í tilkynningu sem starfsfólki Icelandair var send kemur fram að komið hafi upp mál sem tengjast ADHD-lyfjum eftir að ný Evrópureglugerð um skimanir fyrir vímuefnum meðal flugáhafna var innleidd. Eftir samráð við yfirvöld sé niðurstaðan að ADHD-lyfjanotkun sé alfarið bönnuð samkvæmt reglugerðinni. Engin hugbreytandi efni séu leyfð. Þeir starfsmenn sem eru á ADHD-lyfjum þurfi að fá flughæfi sitt metið. Sérstaklega er tekið fram í tilkynningunni að talsverður tími geti liðið frá því að lyfjanotkuninni sé hætt þar til flughæfi fæst að nýju. Auk ADHD-lyfjanna eru öll hugvíkkandi vímuefni sem hafa verið til umræðu í tengslum við geðlyfjameðferðir bönnuð. Allir áhafnarmeðlimir geti þurft að fara í skimun bæði erlendis og hérlendis. ADHD-lyf eru örvandi og virka efnið í sumum þeirra er skylt amfetamíni. Skimað fyrir ADHD-lyfjum Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Icelandair að tilkynningin hafi verið send starfsfólki til upplýsingar um túlkun á reglugerð Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) sem tók gildi hér á landi árið 2021. „Samkvæmt reglugerðinni geta áhafnarmeðlimir þurft að undirgangast lyfjapróf á flugvöllum bæði hérlendis og erlendis og eru ADHD-lyf á meðal þeirra lyfja sem skimað er eftir,“ segir í svarinu. Reglugerðin sem vísað er til var gefin út árið 2018. Í henni er fjallað um skimun fyrir geðlyfjanotkun flugáhafna. Geðlyf eru þar meðal skilgreind sem áfengi, ópíóíðar, kannabisefni, slæfandi lyf og svefnlyf, kókaín, önnur örvandi efni, ofskynjunarefni og leysiefni. Styðja félaga ef mál koma upp Berglind Kristófersdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir við Vísi að félaginu sé kunnugt um nýju reglurnar en það eigi eftir að meta stöðuna. Það muni styðja félagsmenn þegar og ef einhver mál sem tengjast reglunum koma upp.
Fréttir af flugi Hugvíkkandi efni Lyf Icelandair Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira