Gekk fram á „sæskrímsli“ í fjörunni við Geldinganes Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. maí 2023 14:35 Hvorki Björn né hundurinn hans voru sérstaklega spenntir þegar þeir löbbuðu fram á 30 sentímetra langan orminn. Vísir Leiðsögumaðurinn Björn Júlíus Grímsson gekk fram á það sem líkist risastórri syndandi margfætlu í fjörunni við Geldinganes í gær. Hann grínast með að um „sæskrímsli“ hafi verið að ræða. Líffræðingur segir að þarna sé á ferðinni sérlega glæsilegt eintak af burstaormi. „Ég var á göngu með hundinn þegar ég tók eftir einhverju synda í sjónum. Ég hélt fyrst að þetta væri áll og ég er nú alinn upp á Akranesi, vanur að veiða alla daga og hélt þess vegna að ég hefði séð allt en þetta hef ég aldrei séð áður.“ Hann segist hafa rifið upp símann og tekið mynd og haldið hundinum frá dýrinu, sem hafi synt upp í fjöru um skamma stund. „Þetta var líklega um þrjátíu sentímetrar að stærð. Ég hugsaði bara hvað þetta væri ógeðslegt og tók upp símann, kannski vegna þess að vinkona mín er með fóbíu fyrir þúsundfætlum og ég ætlaði að stríða henni. Svo áttaði ég mig á því að ég vissi ekkert hvað þetta var.“ Mest hissa segist Björn hafa verið á því hve mikið hafi verið af dýrategundinni í fjörunni í gær. „Þetta var örstutt labb sem ég tók þarna og ætli ég hafi ekki, án þess að ýkja, séð svona fimm eða sex.“ Ráðgátan leyst Færsla Bjarnar á samfélagsmiðlum þar sem hann grínast með að um sæskrímsli sé að ræða hefur vakið mikla athygli. Björn segist hafa spurst fyrir í kringum sig um dýrið, meðal annars hjá sér reyndari mönnum. „Það er fólk sem hefur búið alla sína tíð í grenndinni við sjóinn, meðal annars úti í Eyjum, en það hafði aldrei séð þetta áður eða heyrt um þetta.“ Á endanum hafi hollensk vinkona hans sem jafnframt er skriðdýrasérfræðingur leyst ráðgátuna. „Hún sendi mér hlekk að grein þar sem kemur fram að þetta sé það sem við köllum ofvaxinn burstaormur á íslensku og bætti því við í þokkabót að þeir gætu bitið!“ segir Björn og viðbjóðurinn leynir sér ekki í röddinni. „Fólk ætti kannski að sleppa sjósundinu eftir vinnu,“ bætir Björn við í gríni en sjósund er vinsælt á svæðinu. Sjósund er nokkuð vinsælt í grennd við svæðið þar sem Björn gekk fram á ormana.Vísir/Vilhelm Glæsilegt eintak Vísir bar myndbandið undir líffræðinginn Jón Már Halldórsson sem staðfesti að þarna væri burstaormur á ferðinni. Hann kveðst að vísu nokkuð ryðgaður í burstaormafræðunum, enda eru 23 ár síðan hann skrifaði grein um tegundina á Vísindavefinn. „En ég er nokkuð viss um að þetta sé glæsilegt eintak af einum slíkum,“ segir Jón Már sem bætir því spurður að hann hafi ekki heyrt að tegundin bíti fólk. „Ég hef aldrei heyrt að þeir geti skaðað fólk eða blóðgað með biti en náttúran leynir á sér. Ég hef heyrt að stórar krossköngulær hafi bitið börn til blóðs. Mér sýnist munnlimir þeirra ekki vera þess eðlis.“ Í grein sinni á Vísindavefnum segir Jón Már að burstaormar séu gríðarlega fjölskrúðugur hópur dýra og verðugir athygli þeirra sem áhuga hafa á að kynna sér lífríkið í fjörum hérlendis. „Meðal annars er þar að finna burstaorm sem nefnist risaskeri og getur orðið fáeinir tugir sentimetra á lengd.“ Algengt sé að burstaormar lifi í einhvers konar göngum sem þeir grafi sér í mjúkum sjávarbotninum. „Hér við land er ein burstaormategund öðrum kunnari fyrir þá iðju en það er sandmaðkurinn (Arenicola marina) sem lifir í leirum hér við land og þekkist á saurhrúgum sem hann skilur eftir sig við holur sínar.“ Burstaormar eru gríðarlega fjölskrúðugur hópur dýra að sögn Jóns. Vísir/Getty Reykjavík Dýr Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Ég var á göngu með hundinn þegar ég tók eftir einhverju synda í sjónum. Ég hélt fyrst að þetta væri áll og ég er nú alinn upp á Akranesi, vanur að veiða alla daga og hélt þess vegna að ég hefði séð allt en þetta hef ég aldrei séð áður.“ Hann segist hafa rifið upp símann og tekið mynd og haldið hundinum frá dýrinu, sem hafi synt upp í fjöru um skamma stund. „Þetta var líklega um þrjátíu sentímetrar að stærð. Ég hugsaði bara hvað þetta væri ógeðslegt og tók upp símann, kannski vegna þess að vinkona mín er með fóbíu fyrir þúsundfætlum og ég ætlaði að stríða henni. Svo áttaði ég mig á því að ég vissi ekkert hvað þetta var.“ Mest hissa segist Björn hafa verið á því hve mikið hafi verið af dýrategundinni í fjörunni í gær. „Þetta var örstutt labb sem ég tók þarna og ætli ég hafi ekki, án þess að ýkja, séð svona fimm eða sex.“ Ráðgátan leyst Færsla Bjarnar á samfélagsmiðlum þar sem hann grínast með að um sæskrímsli sé að ræða hefur vakið mikla athygli. Björn segist hafa spurst fyrir í kringum sig um dýrið, meðal annars hjá sér reyndari mönnum. „Það er fólk sem hefur búið alla sína tíð í grenndinni við sjóinn, meðal annars úti í Eyjum, en það hafði aldrei séð þetta áður eða heyrt um þetta.“ Á endanum hafi hollensk vinkona hans sem jafnframt er skriðdýrasérfræðingur leyst ráðgátuna. „Hún sendi mér hlekk að grein þar sem kemur fram að þetta sé það sem við köllum ofvaxinn burstaormur á íslensku og bætti því við í þokkabót að þeir gætu bitið!“ segir Björn og viðbjóðurinn leynir sér ekki í röddinni. „Fólk ætti kannski að sleppa sjósundinu eftir vinnu,“ bætir Björn við í gríni en sjósund er vinsælt á svæðinu. Sjósund er nokkuð vinsælt í grennd við svæðið þar sem Björn gekk fram á ormana.Vísir/Vilhelm Glæsilegt eintak Vísir bar myndbandið undir líffræðinginn Jón Már Halldórsson sem staðfesti að þarna væri burstaormur á ferðinni. Hann kveðst að vísu nokkuð ryðgaður í burstaormafræðunum, enda eru 23 ár síðan hann skrifaði grein um tegundina á Vísindavefinn. „En ég er nokkuð viss um að þetta sé glæsilegt eintak af einum slíkum,“ segir Jón Már sem bætir því spurður að hann hafi ekki heyrt að tegundin bíti fólk. „Ég hef aldrei heyrt að þeir geti skaðað fólk eða blóðgað með biti en náttúran leynir á sér. Ég hef heyrt að stórar krossköngulær hafi bitið börn til blóðs. Mér sýnist munnlimir þeirra ekki vera þess eðlis.“ Í grein sinni á Vísindavefnum segir Jón Már að burstaormar séu gríðarlega fjölskrúðugur hópur dýra og verðugir athygli þeirra sem áhuga hafa á að kynna sér lífríkið í fjörum hérlendis. „Meðal annars er þar að finna burstaorm sem nefnist risaskeri og getur orðið fáeinir tugir sentimetra á lengd.“ Algengt sé að burstaormar lifi í einhvers konar göngum sem þeir grafi sér í mjúkum sjávarbotninum. „Hér við land er ein burstaormategund öðrum kunnari fyrir þá iðju en það er sandmaðkurinn (Arenicola marina) sem lifir í leirum hér við land og þekkist á saurhrúgum sem hann skilur eftir sig við holur sínar.“ Burstaormar eru gríðarlega fjölskrúðugur hópur dýra að sögn Jóns. Vísir/Getty
Reykjavík Dýr Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent