Horfur fyrir lánshæfi Íslands batna Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2023 09:00 S&P gerir ráð fyrir 3,3 prósent hagvexti á árinu. Vísir/Vilhelm Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs eru staðfestar og horfur lánshæfis hans eru taldar hafa batnað í nýju mati alþjóðlegs matsfyrirtækis. Matið byggir á því að horfur í opinberum fjármálum og geta Íslands til að mæta áföllum haldi áfram að batna, mögulega umfram væntingar. Alþjóðlega matsfyrirtækið S&P Global Ratings breytti horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar og staðfesti A/A-1 lánshæfiseinkunnir hans, að því er kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Sterkur yfirstandandi efnahagsbati í kjölfar heimsfaraldursins og áframhaldandi afkomubati hins opinbera á næstu árum er talinn styrkja stöðu opinberra fjármála á Íslandi umfram fyrri væntingar fyrirtækisins. S&P telur að sterk innlend eftirspurn og áframhaldandi bati í ferðaþjónustu leiði til 3,3 prósent hagvaxtar á yfirstandandi ári og að meðaltali 2,4 prósent hagvaxtar 2024-2026. Ísland hafi tekist á við þrýsting á ytri áskoranir þjóðarbúsins með skilvirkum hætti og sjálfstæði landsins í orkumálum hafi veitt vörn gegn áhrifum innrásar Rússa í Úkraínu. S&P hefur því endurskoðað horfur fyrir lánshæfiseinkunnirnar úr stöðugum í jákvæðar. S&P gæti hækkað lánshæfiseinkunnina ef bati opinberra fjármála verður umfram væntingar, ýmist vegna minni halla og lægri hreinna skulda eða vegna minni ríkisábyrgða, að því er segir í tilkynningunni. Einkunnirnar gætu einnig verið hækkaðar ef S&P teldi að geta landsins til þess að standa af sér ytri áföll hefði batnað. Það gæti gerst vegna meiri útflutningsvaxtar og aukinni fjölbreytni útflutnings og þar með lægri hreinni erlendra skulda og minni sveiflna í viðskiptakjörum. Horfunum gæti verið breytt í stöðugar á ný ef ytri staða þjóðarbúsins myndi versna markvert í samanburði við væntingar. Samhliða því yrði hagvöxtur líklega minni en búist er við. Þetta gæti gerst meðal annars vegna minni efnahagsumsvifa í helstu viðskiptalöndum Íslands í Evrópu eða breytinga í alþjóðlegum ferðavenjum sem myndu hamla yfirstandandi bata í ferðaþjónustu. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálamarkaðir Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira
Alþjóðlega matsfyrirtækið S&P Global Ratings breytti horfum um lánshæfi ríkissjóðs úr stöðugum í jákvæðar og staðfesti A/A-1 lánshæfiseinkunnir hans, að því er kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Sterkur yfirstandandi efnahagsbati í kjölfar heimsfaraldursins og áframhaldandi afkomubati hins opinbera á næstu árum er talinn styrkja stöðu opinberra fjármála á Íslandi umfram fyrri væntingar fyrirtækisins. S&P telur að sterk innlend eftirspurn og áframhaldandi bati í ferðaþjónustu leiði til 3,3 prósent hagvaxtar á yfirstandandi ári og að meðaltali 2,4 prósent hagvaxtar 2024-2026. Ísland hafi tekist á við þrýsting á ytri áskoranir þjóðarbúsins með skilvirkum hætti og sjálfstæði landsins í orkumálum hafi veitt vörn gegn áhrifum innrásar Rússa í Úkraínu. S&P hefur því endurskoðað horfur fyrir lánshæfiseinkunnirnar úr stöðugum í jákvæðar. S&P gæti hækkað lánshæfiseinkunnina ef bati opinberra fjármála verður umfram væntingar, ýmist vegna minni halla og lægri hreinna skulda eða vegna minni ríkisábyrgða, að því er segir í tilkynningunni. Einkunnirnar gætu einnig verið hækkaðar ef S&P teldi að geta landsins til þess að standa af sér ytri áföll hefði batnað. Það gæti gerst vegna meiri útflutningsvaxtar og aukinni fjölbreytni útflutnings og þar með lægri hreinni erlendra skulda og minni sveiflna í viðskiptakjörum. Horfunum gæti verið breytt í stöðugar á ný ef ytri staða þjóðarbúsins myndi versna markvert í samanburði við væntingar. Samhliða því yrði hagvöxtur líklega minni en búist er við. Þetta gæti gerst meðal annars vegna minni efnahagsumsvifa í helstu viðskiptalöndum Íslands í Evrópu eða breytinga í alþjóðlegum ferðavenjum sem myndu hamla yfirstandandi bata í ferðaþjónustu.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjármálamarkaðir Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira