Viðskipti erlent

Stefna vegna á­hrifa upp­færslu á drægni Tesla-bif­reiða

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögmenn stefnendanna segja einstakt hve Tesla-eigendur séu upp á náð og miskunn framleiðandans komnir þar sem hann sendi út uppfærslur sem virkjast sjálfkrafa þegar bíll er tengdur þráðlausu neti.
Lögmenn stefnendanna segja einstakt hve Tesla-eigendur séu upp á náð og miskunn framleiðandans komnir þar sem hann sendi út uppfærslur sem virkjast sjálfkrafa þegar bíll er tengdur þráðlausu neti. Vísir/EPA

Hópur eigenda tveggja tegunda Tesla-rafbireiða hyggjast stefna framleiðandanum vegna sjálfvirkrar hugbúnaðaruppfærslu sem þeir segja að hafi dregið úr drægni bifreiðanna eða jafnvel skemmt rafhlöðu þeirra.

Í stefnunni sem lögð var fram í Kaliforníu í Bandaríkjunum er Tesla sakað um að brjóta bæði ríkis- og alríkislög vegna þess að hugbúnaðaruppfærslur sem eru sendar út sjálfkrafa þegar bílar eru tengdir þráðlausu neti geta dregið úr drægni þeirra um fimmtung. Í sumum tilfellum hafa eigendur Model S og Model X bifreiða þurft að skipta út rafhlöðu fyrir allt að tvær milljónir króna, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.

Lögmenn hópsins segja að Telsa neiti að greiða bíleigendum bætur sem lenda í að drægni bifreiða þeirra minnki við uppfærslur.

Reuters segir að Tesla hafi áður gert sátt í máli sem snerist um hugbúnaðaruppfærslu sem dróg tímabundið úr rafspennu í Model S-bifreiðum. Eigendur þeirra fengu jafnvirði tæpra 87 þúsund íslenskra króna hver.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×