Ræðir vopn og nánara samstarf við þýska leiðtoga Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2023 07:57 Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, fagnaði Selenskíj í Bellevue-hölllinni í Berlín í morgun. AP/Matthias Schrader Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, er nú í Þýskalandi í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í heimaland hans í fyrra. Hann segist ætla að ræða hernaðaraðstoð og aðild að Evrópusambandinu og NATO í heimsókninni. Ítalskir leiðtogar hétu honum áframhaldandi stuðningi í Róm í gær. Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, tók á móti Selenskíj í Berlín í morgun. Flugvél þýska flughersins flaug úkraínska forsetanum þangað frá Róm þar sem Selenskíj fundaði með Giorgiu Meloni forsætisráðherra og Frans páfa í gær. Rétt fyrir komu Selenskíj tilkynnti ríkisstjórn Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, að hún ætlaði að senda Úkraínumönnum nýjan hernaðaraðstoðarpakka að verðmæti meira en 2,7 milljarða evra, jafnvirði meira en 408 milljarða íslenskra króna, þar á meðal skriðdreka, loftvarnarkerfi og skotfæri, að sögn AP-fréttastofunnar. Boris Pistorious, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði að þýsk stjórnvöld ætluðu að hjálpa Úkraínu eins lengi og nauðsyn krefði þegar hann tilkynnti um nýja pakkann. „Þegar í Berlín. Vopn. Öflugur pakki. Loftvarnir. Endurreisn. ESB. NATO. Öryggi,“ títsti Selenskíj í morgun og vísaði til áherslumála sinna í heimsókninni. Þjóðverjar voru lengi vel hikandi við að veita Úkraínumönnum hernaðaraðstoð en eru nú einir mikilvægustu bakhjarlar stjórnvalda í Kænugarði hvað vopn varðar. Þeir hafa meðal annars sent Leopard-skriðdreka og IRIS-T SLM-loftvarnarkerfið sem þykir sérlega háþróað. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, hét Selenskíj áframhaldandi stuðningi í Róm í gær.AP/Alessandra Tarantino Framtíð Úkraínu „friður og frelsi“ Í Róm í gær fékk Selenskíj endurnýjaða stuðningsyfirlýsingu Meloni sem hefur hverki hvikað í stuðningi sínum við Úkraínu til þessa. Hét hún honum áframhaldandi hernaðaraðstoð og gaf honum afdráttarlausari yfirlýsingum um stuðning við mögulega Evrópusambandsaðild Úkraínu. „Skilaboðin eru skýr og einföld. Framtíð Úkraínu er framtíð friðar og frelsis. Það er og framtíð Evrópu, framtíð friðar og frelsis sem engin önnur lausn er til á,“ sagði Meloni eftir rúmlega klukkustundarlangan fund með Selenskíj. Frans páfi sagði Selenskíj að hann bæði fyrir lokum stríðsins í Úkraínu þegar þeir hittust í Páfagarði. Selenskíj sagði það mikinn heiður að hitta páfa. Eftir fundinn sagði hann að þeir hefðu rætt um tugi þúsunda úkraínskra barna sem Rússar hafa flutt til Rússlands. Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, bað páfa um aðstoð við að fá Rússa til að skila börnunum í síðustu viku. Páfagarður minntist ekkert á þá bón í sinni yfirlýsingu um fundinn með Selenskíj. Leiðtogarnir tveir hefðu rætt um mannúðar- og stjórnmálaástandið vegna stríðsins. Selenskíj fékk um fjörutíu mínútna áheyrn hjá Frans páfa í Páfagarði.AP/Vatican News Þýskaland Ítalía Páfagarður Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Selenskíj til fundar við páfa Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, kom til Rómarborgar í morgun en hann hygst funda með Frans páfa og ítölskum ráðamönnum. Páfi heldur því fram að Páfagarður vinni að því að koma á friði í Úkraínu á bak við tjöldin. 13. maí 2023 10:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira
Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, tók á móti Selenskíj í Berlín í morgun. Flugvél þýska flughersins flaug úkraínska forsetanum þangað frá Róm þar sem Selenskíj fundaði með Giorgiu Meloni forsætisráðherra og Frans páfa í gær. Rétt fyrir komu Selenskíj tilkynnti ríkisstjórn Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, að hún ætlaði að senda Úkraínumönnum nýjan hernaðaraðstoðarpakka að verðmæti meira en 2,7 milljarða evra, jafnvirði meira en 408 milljarða íslenskra króna, þar á meðal skriðdreka, loftvarnarkerfi og skotfæri, að sögn AP-fréttastofunnar. Boris Pistorious, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði að þýsk stjórnvöld ætluðu að hjálpa Úkraínu eins lengi og nauðsyn krefði þegar hann tilkynnti um nýja pakkann. „Þegar í Berlín. Vopn. Öflugur pakki. Loftvarnir. Endurreisn. ESB. NATO. Öryggi,“ títsti Selenskíj í morgun og vísaði til áherslumála sinna í heimsókninni. Þjóðverjar voru lengi vel hikandi við að veita Úkraínumönnum hernaðaraðstoð en eru nú einir mikilvægustu bakhjarlar stjórnvalda í Kænugarði hvað vopn varðar. Þeir hafa meðal annars sent Leopard-skriðdreka og IRIS-T SLM-loftvarnarkerfið sem þykir sérlega háþróað. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, hét Selenskíj áframhaldandi stuðningi í Róm í gær.AP/Alessandra Tarantino Framtíð Úkraínu „friður og frelsi“ Í Róm í gær fékk Selenskíj endurnýjaða stuðningsyfirlýsingu Meloni sem hefur hverki hvikað í stuðningi sínum við Úkraínu til þessa. Hét hún honum áframhaldandi hernaðaraðstoð og gaf honum afdráttarlausari yfirlýsingum um stuðning við mögulega Evrópusambandsaðild Úkraínu. „Skilaboðin eru skýr og einföld. Framtíð Úkraínu er framtíð friðar og frelsis. Það er og framtíð Evrópu, framtíð friðar og frelsis sem engin önnur lausn er til á,“ sagði Meloni eftir rúmlega klukkustundarlangan fund með Selenskíj. Frans páfi sagði Selenskíj að hann bæði fyrir lokum stríðsins í Úkraínu þegar þeir hittust í Páfagarði. Selenskíj sagði það mikinn heiður að hitta páfa. Eftir fundinn sagði hann að þeir hefðu rætt um tugi þúsunda úkraínskra barna sem Rússar hafa flutt til Rússlands. Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, bað páfa um aðstoð við að fá Rússa til að skila börnunum í síðustu viku. Páfagarður minntist ekkert á þá bón í sinni yfirlýsingu um fundinn með Selenskíj. Leiðtogarnir tveir hefðu rætt um mannúðar- og stjórnmálaástandið vegna stríðsins. Selenskíj fékk um fjörutíu mínútna áheyrn hjá Frans páfa í Páfagarði.AP/Vatican News
Þýskaland Ítalía Páfagarður Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Selenskíj til fundar við páfa Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, kom til Rómarborgar í morgun en hann hygst funda með Frans páfa og ítölskum ráðamönnum. Páfi heldur því fram að Páfagarður vinni að því að koma á friði í Úkraínu á bak við tjöldin. 13. maí 2023 10:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira
Selenskíj til fundar við páfa Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, kom til Rómarborgar í morgun en hann hygst funda með Frans páfa og ítölskum ráðamönnum. Páfi heldur því fram að Páfagarður vinni að því að koma á friði í Úkraínu á bak við tjöldin. 13. maí 2023 10:00