Ræðir vopn og nánara samstarf við þýska leiðtoga Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2023 07:57 Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, fagnaði Selenskíj í Bellevue-hölllinni í Berlín í morgun. AP/Matthias Schrader Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, er nú í Þýskalandi í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í heimaland hans í fyrra. Hann segist ætla að ræða hernaðaraðstoð og aðild að Evrópusambandinu og NATO í heimsókninni. Ítalskir leiðtogar hétu honum áframhaldandi stuðningi í Róm í gær. Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, tók á móti Selenskíj í Berlín í morgun. Flugvél þýska flughersins flaug úkraínska forsetanum þangað frá Róm þar sem Selenskíj fundaði með Giorgiu Meloni forsætisráðherra og Frans páfa í gær. Rétt fyrir komu Selenskíj tilkynnti ríkisstjórn Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, að hún ætlaði að senda Úkraínumönnum nýjan hernaðaraðstoðarpakka að verðmæti meira en 2,7 milljarða evra, jafnvirði meira en 408 milljarða íslenskra króna, þar á meðal skriðdreka, loftvarnarkerfi og skotfæri, að sögn AP-fréttastofunnar. Boris Pistorious, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði að þýsk stjórnvöld ætluðu að hjálpa Úkraínu eins lengi og nauðsyn krefði þegar hann tilkynnti um nýja pakkann. „Þegar í Berlín. Vopn. Öflugur pakki. Loftvarnir. Endurreisn. ESB. NATO. Öryggi,“ títsti Selenskíj í morgun og vísaði til áherslumála sinna í heimsókninni. Þjóðverjar voru lengi vel hikandi við að veita Úkraínumönnum hernaðaraðstoð en eru nú einir mikilvægustu bakhjarlar stjórnvalda í Kænugarði hvað vopn varðar. Þeir hafa meðal annars sent Leopard-skriðdreka og IRIS-T SLM-loftvarnarkerfið sem þykir sérlega háþróað. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, hét Selenskíj áframhaldandi stuðningi í Róm í gær.AP/Alessandra Tarantino Framtíð Úkraínu „friður og frelsi“ Í Róm í gær fékk Selenskíj endurnýjaða stuðningsyfirlýsingu Meloni sem hefur hverki hvikað í stuðningi sínum við Úkraínu til þessa. Hét hún honum áframhaldandi hernaðaraðstoð og gaf honum afdráttarlausari yfirlýsingum um stuðning við mögulega Evrópusambandsaðild Úkraínu. „Skilaboðin eru skýr og einföld. Framtíð Úkraínu er framtíð friðar og frelsis. Það er og framtíð Evrópu, framtíð friðar og frelsis sem engin önnur lausn er til á,“ sagði Meloni eftir rúmlega klukkustundarlangan fund með Selenskíj. Frans páfi sagði Selenskíj að hann bæði fyrir lokum stríðsins í Úkraínu þegar þeir hittust í Páfagarði. Selenskíj sagði það mikinn heiður að hitta páfa. Eftir fundinn sagði hann að þeir hefðu rætt um tugi þúsunda úkraínskra barna sem Rússar hafa flutt til Rússlands. Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, bað páfa um aðstoð við að fá Rússa til að skila börnunum í síðustu viku. Páfagarður minntist ekkert á þá bón í sinni yfirlýsingu um fundinn með Selenskíj. Leiðtogarnir tveir hefðu rætt um mannúðar- og stjórnmálaástandið vegna stríðsins. Selenskíj fékk um fjörutíu mínútna áheyrn hjá Frans páfa í Páfagarði.AP/Vatican News Þýskaland Ítalía Páfagarður Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Selenskíj til fundar við páfa Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, kom til Rómarborgar í morgun en hann hygst funda með Frans páfa og ítölskum ráðamönnum. Páfi heldur því fram að Páfagarður vinni að því að koma á friði í Úkraínu á bak við tjöldin. 13. maí 2023 10:00 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, tók á móti Selenskíj í Berlín í morgun. Flugvél þýska flughersins flaug úkraínska forsetanum þangað frá Róm þar sem Selenskíj fundaði með Giorgiu Meloni forsætisráðherra og Frans páfa í gær. Rétt fyrir komu Selenskíj tilkynnti ríkisstjórn Olafs Scholz, kanslara Þýskalands, að hún ætlaði að senda Úkraínumönnum nýjan hernaðaraðstoðarpakka að verðmæti meira en 2,7 milljarða evra, jafnvirði meira en 408 milljarða íslenskra króna, þar á meðal skriðdreka, loftvarnarkerfi og skotfæri, að sögn AP-fréttastofunnar. Boris Pistorious, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði að þýsk stjórnvöld ætluðu að hjálpa Úkraínu eins lengi og nauðsyn krefði þegar hann tilkynnti um nýja pakkann. „Þegar í Berlín. Vopn. Öflugur pakki. Loftvarnir. Endurreisn. ESB. NATO. Öryggi,“ títsti Selenskíj í morgun og vísaði til áherslumála sinna í heimsókninni. Þjóðverjar voru lengi vel hikandi við að veita Úkraínumönnum hernaðaraðstoð en eru nú einir mikilvægustu bakhjarlar stjórnvalda í Kænugarði hvað vopn varðar. Þeir hafa meðal annars sent Leopard-skriðdreka og IRIS-T SLM-loftvarnarkerfið sem þykir sérlega háþróað. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, hét Selenskíj áframhaldandi stuðningi í Róm í gær.AP/Alessandra Tarantino Framtíð Úkraínu „friður og frelsi“ Í Róm í gær fékk Selenskíj endurnýjaða stuðningsyfirlýsingu Meloni sem hefur hverki hvikað í stuðningi sínum við Úkraínu til þessa. Hét hún honum áframhaldandi hernaðaraðstoð og gaf honum afdráttarlausari yfirlýsingum um stuðning við mögulega Evrópusambandsaðild Úkraínu. „Skilaboðin eru skýr og einföld. Framtíð Úkraínu er framtíð friðar og frelsis. Það er og framtíð Evrópu, framtíð friðar og frelsis sem engin önnur lausn er til á,“ sagði Meloni eftir rúmlega klukkustundarlangan fund með Selenskíj. Frans páfi sagði Selenskíj að hann bæði fyrir lokum stríðsins í Úkraínu þegar þeir hittust í Páfagarði. Selenskíj sagði það mikinn heiður að hitta páfa. Eftir fundinn sagði hann að þeir hefðu rætt um tugi þúsunda úkraínskra barna sem Rússar hafa flutt til Rússlands. Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, bað páfa um aðstoð við að fá Rússa til að skila börnunum í síðustu viku. Páfagarður minntist ekkert á þá bón í sinni yfirlýsingu um fundinn með Selenskíj. Leiðtogarnir tveir hefðu rætt um mannúðar- og stjórnmálaástandið vegna stríðsins. Selenskíj fékk um fjörutíu mínútna áheyrn hjá Frans páfa í Páfagarði.AP/Vatican News
Þýskaland Ítalía Páfagarður Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Selenskíj til fundar við páfa Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, kom til Rómarborgar í morgun en hann hygst funda með Frans páfa og ítölskum ráðamönnum. Páfi heldur því fram að Páfagarður vinni að því að koma á friði í Úkraínu á bak við tjöldin. 13. maí 2023 10:00 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Selenskíj til fundar við páfa Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, kom til Rómarborgar í morgun en hann hygst funda með Frans páfa og ítölskum ráðamönnum. Páfi heldur því fram að Páfagarður vinni að því að koma á friði í Úkraínu á bak við tjöldin. 13. maí 2023 10:00