„Ekkert nálægt því að vera eins og píkur“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. maí 2023 22:11 Ummæli Arnars Gunnlaugssonar um lið sitt í fyrra hafa vakið mikla athygli. Vísir/Hulda Margrét Ummæli þjálfara Víkings í úrvalsdeild karla þar sem hann sagði sig og leikmenn sína hafa verið „algjörar píkur í fyrra“ hafa vakið mikla athygli. Keppast netverjar við að gagnrýna ummælin og segja líkingarmálið í ósamræmi við veruleikann. Ummælin lét Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings falla í samtali við Fótbolta.net eftir að Heimir Guðjónsson þjálfari FH gagnrýndi lið hans í samtali við Stöð 2 Sport fyrir að vera grófasta lið deildarinnar. Sagðist Arnar taka því sem hrósi. „Af því við vorum algjörar píkur í fyrra.“ Orðin hafa vakið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum. Er Arnar gagnrýndur fyrir líkinguna af ótal mörgum sem segja hana ekki eiga sérlega vel við. Hefði átt að velja meira lýsandi orð „Enn leiðinlegt fyrir þá að vera ekki eins og vel þjálfaðar píkur, það er ekki neinn líkamspartur sem er magnaðri,“ segir borgarfulltrúinn Heiða Björg Hilmisdóttir um ummæli Arnars. Björk Eiðsdóttir fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, deilir frétt Fótbolta.net einnig á Facebook og vitnar í ódauðleg orð bandarísku leikkonunnar Betty White um píkur. White furðaði sig á því að það að vera með pung væri notað sem samheiti yfir það að vera sterkur. „Hann hefði mögulega átt að velja meira lýsandi orð, kannski viðkvæman líkamspart sem þolir illa álag,“ skrifar Björk. Viðhaldi staðalmyndum Körfuboltaþjálfarinn og Grindvíkingurinn Bryndís Gunnlaugsdóttir tjáir sig einnig um ummæli Arnars og segir óþolandi hvað það sé viðloðandi íþróttir að ef lið spili illa eða séu aumingjar á vellinum að þá sé því líkt við kvenfólk eða líkamsparta kvenna. „Í hugum sumra er þetta kannski bara „smámál“ en þetta viðheldur þeirri staðal ímynd að konur eru annars flokks hvort sem það er í íþróttum, atvinnulífinu eða á öðru sviði,“ segir Bryndís. Hún segir píkuna vera magnað fyrirbæri og að í raun ætti það að vera hrós að „spila“ eins og píka því píkur geti tekist á við fæðingu, blæðingar og fullnægingar. „Hvernig væri frekar að segja „við spiluðum eins og aumingjar“ eða „við vorum algjörir kettlingar“ eða „Við spiluðum eins og laflaust tippi.“ Fleiri leggja orð í belg á samfélagsmiðlum, eins og má sjá hér að neðan. Úbbs . þarna hefði blaðamaðurinn átt að segja þú meinar pungar enda varla til viðkvæmara líffæri https://t.co/PCi6Wt8aqL— Helga Vala Helgadóttir (@Helgavalan) May 15, 2023 "Við vorum algjörar píkur"Gaur, nei þið voruð ekkert nálægt því að vera eins og píkur. Líffæri gerast nú ekki mikið sterkari og flottari. Hlustið á dásamlega lofræðu Trevor Noah um píkuna. https://t.co/DNbssVxzx5— Einar Karl Friðriksson (@EinarKF) May 15, 2023 Kæri Arnar. Píkur (og leghálsar) eru magnað fyrirbæri og algjör hörkutól þannig að ef þér finnst liðið ekki hafa verið nógu hart af sér í fyrra þá ættirðu kannski að finna aðra samlíkingu. Bestu kveðjur frá stuðningskonu Víkings og píkuhafa. pic.twitter.com/4Hx76RfVIH— María SB (@Maria_Asdis) May 15, 2023 Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Ummælin lét Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings falla í samtali við Fótbolta.net eftir að Heimir Guðjónsson þjálfari FH gagnrýndi lið hans í samtali við Stöð 2 Sport fyrir að vera grófasta lið deildarinnar. Sagðist Arnar taka því sem hrósi. „Af því við vorum algjörar píkur í fyrra.“ Orðin hafa vakið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum. Er Arnar gagnrýndur fyrir líkinguna af ótal mörgum sem segja hana ekki eiga sérlega vel við. Hefði átt að velja meira lýsandi orð „Enn leiðinlegt fyrir þá að vera ekki eins og vel þjálfaðar píkur, það er ekki neinn líkamspartur sem er magnaðri,“ segir borgarfulltrúinn Heiða Björg Hilmisdóttir um ummæli Arnars. Björk Eiðsdóttir fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, deilir frétt Fótbolta.net einnig á Facebook og vitnar í ódauðleg orð bandarísku leikkonunnar Betty White um píkur. White furðaði sig á því að það að vera með pung væri notað sem samheiti yfir það að vera sterkur. „Hann hefði mögulega átt að velja meira lýsandi orð, kannski viðkvæman líkamspart sem þolir illa álag,“ skrifar Björk. Viðhaldi staðalmyndum Körfuboltaþjálfarinn og Grindvíkingurinn Bryndís Gunnlaugsdóttir tjáir sig einnig um ummæli Arnars og segir óþolandi hvað það sé viðloðandi íþróttir að ef lið spili illa eða séu aumingjar á vellinum að þá sé því líkt við kvenfólk eða líkamsparta kvenna. „Í hugum sumra er þetta kannski bara „smámál“ en þetta viðheldur þeirri staðal ímynd að konur eru annars flokks hvort sem það er í íþróttum, atvinnulífinu eða á öðru sviði,“ segir Bryndís. Hún segir píkuna vera magnað fyrirbæri og að í raun ætti það að vera hrós að „spila“ eins og píka því píkur geti tekist á við fæðingu, blæðingar og fullnægingar. „Hvernig væri frekar að segja „við spiluðum eins og aumingjar“ eða „við vorum algjörir kettlingar“ eða „Við spiluðum eins og laflaust tippi.“ Fleiri leggja orð í belg á samfélagsmiðlum, eins og má sjá hér að neðan. Úbbs . þarna hefði blaðamaðurinn átt að segja þú meinar pungar enda varla til viðkvæmara líffæri https://t.co/PCi6Wt8aqL— Helga Vala Helgadóttir (@Helgavalan) May 15, 2023 "Við vorum algjörar píkur"Gaur, nei þið voruð ekkert nálægt því að vera eins og píkur. Líffæri gerast nú ekki mikið sterkari og flottari. Hlustið á dásamlega lofræðu Trevor Noah um píkuna. https://t.co/DNbssVxzx5— Einar Karl Friðriksson (@EinarKF) May 15, 2023 Kæri Arnar. Píkur (og leghálsar) eru magnað fyrirbæri og algjör hörkutól þannig að ef þér finnst liðið ekki hafa verið nógu hart af sér í fyrra þá ættirðu kannski að finna aðra samlíkingu. Bestu kveðjur frá stuðningskonu Víkings og píkuhafa. pic.twitter.com/4Hx76RfVIH— María SB (@Maria_Asdis) May 15, 2023
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira