Líklegt að árásirnar haldi áfram Bjarki Sigurðsson skrifar 16. maí 2023 19:01 Anton M. Egilsson er forstjóri Syndis. Aðsend Óvissustig Almannavarna var virkjað í dag vegna netárása Rússa í tengslum við fund Evrópuráðsins. Sérfræðingur í netöryggi segir Íslendinga mega eiga von á fleiri árásum og að almenningur þurfi einnig að hafa varan á. Í morgun tóku tölvuþrjótar niður vef Alþingis, dómsýslunnar og fleiri stofnana. Hakkarahópurinn NoName057 lýsti yfir ábyrgð á árásunum en hópurinn er hliðhollur rússneskum stjórnvöldum. Klukkan þrjú í dag lýstu síðan almannavarnir yfir óvissustigi vegna árásanna. Sagði hópurinn í yfirlýsingu að árásin hafi verið gerð vegna þess að Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu væri að flytja ræðu á leiðtogafundinum í dag. Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir árásirnar vera svokallaðar dreifðar álagsárásir. Þær séu gerðar til þess að valda usla og truflunum með því að senda gríðarlegt magn af fyrirspurnum á vefi til að setja þá tímabundið á hliðina. Þrátt fyrir að árásirnar séu alls ekki meinlausar hefur hann þó meiri áhyggjur af annarskonar árásum. „Það væri þá til þess að komast inn í kerfi og það hafa verið tilraunir til þess að nýta álagsárásir til þess að komast inn á meðan henni stendur þó við höfum ekki staðfestar heimildir fyrir því að það hafi tekist. Það sem við höfum séð núna er að það er töluvert af tilraunum að fá fólk til þess að samþykkja innritanir með rafrænum skilríkjum. Ég held að það sé það sem almenningur ætti að vera mjög á varðbergi gagnvart. Með einhverskonar rafrænar undirritanir sem ekki eru settar af stað af þeim sjálfum,“ segir Anton. Hann segir að flest fyrirtæki og stofnanir hafi nú þegar hugað að því sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir þessar árásir. Þá megi búast við því að árásirnar haldi áfram. „Ég held að við getum búist við því, miðað við það sem við höfum séð hingað til í löndum sem hafa tekið málstað Úkraínu eða tekið á móti Selenskí, þá hafa þau orðið fyrir barðinu á þessu ítrekað á meðan því stendur. Þannig ég held við getum alveg reiknað með því að þetta haldi áfram á meðan fundurinn stendur yfir,“ segir Anton. Netöryggi Netglæpir Tölvuárásir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Í morgun tóku tölvuþrjótar niður vef Alþingis, dómsýslunnar og fleiri stofnana. Hakkarahópurinn NoName057 lýsti yfir ábyrgð á árásunum en hópurinn er hliðhollur rússneskum stjórnvöldum. Klukkan þrjú í dag lýstu síðan almannavarnir yfir óvissustigi vegna árásanna. Sagði hópurinn í yfirlýsingu að árásin hafi verið gerð vegna þess að Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu væri að flytja ræðu á leiðtogafundinum í dag. Anton Már Egilsson, forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir árásirnar vera svokallaðar dreifðar álagsárásir. Þær séu gerðar til þess að valda usla og truflunum með því að senda gríðarlegt magn af fyrirspurnum á vefi til að setja þá tímabundið á hliðina. Þrátt fyrir að árásirnar séu alls ekki meinlausar hefur hann þó meiri áhyggjur af annarskonar árásum. „Það væri þá til þess að komast inn í kerfi og það hafa verið tilraunir til þess að nýta álagsárásir til þess að komast inn á meðan henni stendur þó við höfum ekki staðfestar heimildir fyrir því að það hafi tekist. Það sem við höfum séð núna er að það er töluvert af tilraunum að fá fólk til þess að samþykkja innritanir með rafrænum skilríkjum. Ég held að það sé það sem almenningur ætti að vera mjög á varðbergi gagnvart. Með einhverskonar rafrænar undirritanir sem ekki eru settar af stað af þeim sjálfum,“ segir Anton. Hann segir að flest fyrirtæki og stofnanir hafi nú þegar hugað að því sem hægt er að gera til að koma í veg fyrir þessar árásir. Þá megi búast við því að árásirnar haldi áfram. „Ég held að við getum búist við því, miðað við það sem við höfum séð hingað til í löndum sem hafa tekið málstað Úkraínu eða tekið á móti Selenskí, þá hafa þau orðið fyrir barðinu á þessu ítrekað á meðan því stendur. Þannig ég held við getum alveg reiknað með því að þetta haldi áfram á meðan fundurinn stendur yfir,“ segir Anton.
Netöryggi Netglæpir Tölvuárásir Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Rússland Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira