„Þetta er eitthvað sem við ættum að gera oftar“ Máni Snær Þorláksson og Heimir Már Pétursson skrifa 17. maí 2023 09:43 Þórdís Kolbrún segir fundinn hafa gengið gríðarlega vel í gær. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir leiðtogafundinn í Hörpu hafa gengið vel í gær. Hún segir gott að geta átt raunveruleg samtöl við leiðtogana í stað þess að skiptast á fyrirframskrifuðum ávörpum. Það sé eitthvað sem ætti að gera oftar. „Hann gekk gríðarlega vel, bæði bara andrúmsloftið og samtölin, hringborðin, en líka öll framkvæmd sem er auðvitað stórt mál. Þetta gekk allt svona nokkuð snuðrulaust fyrir sig og fólk almennt mjög ánægt með okkar hlut,“ segir Þórdís í morgun í samtali við fréttastofu. Fundurinn skiptist í fimm hópa í gær sem ræddu svo saman. Þórdís segist ekki vita hvernig fór í hinum hópunum. Hún hafi þó átt gott samtal í sínum hópi. „Ég hef ekki séð útkomuna annars staðar frá en ég tók sjálf sátt í hringborði sem var gríðarlega gott,“ segir hún. „Ég nefndi það nú sérstaklega þar að þetta er eitthvað sem við ættum að gera oftar, að hafa raunverulegt samtal á milli leiðtoga til þess að geta talað saman án þess að vera bara að lesa upp ávörp sem búið er að hugsa í gegn. Heldur eiga þennan svona díalóg og taka með því sem aðrir eru að segja. Þetta er auðvitað fólk með mismunandi reynslu, baklönd, kemur frá mismunandi svæðum. Það er mjög gagnlegt að eiga þetta samtal þannig ég held að heilt yfir hafi það gengið mjög vel.“ Skuldbinding til lengri tíma Fundinum lýkur síðar í dag og mun Ísland þá skila af sér formennsku í Evrópuráðinu til Lettlands. Mun Lettland gegna formennsku í um sex mánuða skeið. „Það auðvitað eru stórar útkomur á þessum fundi og gríðarlegt verk fyrir höndum. Þannig þetta er svona tækifæri til þess að gera stóra hluti. Þannig Lettar taka við heilmiklu verkefni sem við höfum auðvitað skuldbundið okkur til þess að standa með þeim í og aðstoða eins og við getum.“ Mikið verk sé því fyrir höndum, bæði hjá Lettlandi og næstu þjóðum sem eiga eftir að gegna formennsku í ráðinu. „Af því þetta verður ekki klárað á sex mánuðum, allt sem hérna kemur fram. Þetta er skuldbinding til lengri tíma.“ Sama markmið en önnur atriði Þórdís er þá spurð að því hvort þessi fundur sé gott veganesti inn í leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem fram fer í júlí næstkomandi. „Það eru ákveðnir hlutir sem skarast, það er að segja kannski sérstaklega það að ætla að standa með Úkraínu og gera það sem þarf til þess að þau komist í gegnum þetta og vinni stríðið. Auðvitað eru síðan allt önnur atriði sem verið er að ræða þar en þetta er alltaf með það sama að markmiði samt. Þannig ég myndi segja að einhverju leyti en alls ekki öllu nei.“ Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
„Hann gekk gríðarlega vel, bæði bara andrúmsloftið og samtölin, hringborðin, en líka öll framkvæmd sem er auðvitað stórt mál. Þetta gekk allt svona nokkuð snuðrulaust fyrir sig og fólk almennt mjög ánægt með okkar hlut,“ segir Þórdís í morgun í samtali við fréttastofu. Fundurinn skiptist í fimm hópa í gær sem ræddu svo saman. Þórdís segist ekki vita hvernig fór í hinum hópunum. Hún hafi þó átt gott samtal í sínum hópi. „Ég hef ekki séð útkomuna annars staðar frá en ég tók sjálf sátt í hringborði sem var gríðarlega gott,“ segir hún. „Ég nefndi það nú sérstaklega þar að þetta er eitthvað sem við ættum að gera oftar, að hafa raunverulegt samtal á milli leiðtoga til þess að geta talað saman án þess að vera bara að lesa upp ávörp sem búið er að hugsa í gegn. Heldur eiga þennan svona díalóg og taka með því sem aðrir eru að segja. Þetta er auðvitað fólk með mismunandi reynslu, baklönd, kemur frá mismunandi svæðum. Það er mjög gagnlegt að eiga þetta samtal þannig ég held að heilt yfir hafi það gengið mjög vel.“ Skuldbinding til lengri tíma Fundinum lýkur síðar í dag og mun Ísland þá skila af sér formennsku í Evrópuráðinu til Lettlands. Mun Lettland gegna formennsku í um sex mánuða skeið. „Það auðvitað eru stórar útkomur á þessum fundi og gríðarlegt verk fyrir höndum. Þannig þetta er svona tækifæri til þess að gera stóra hluti. Þannig Lettar taka við heilmiklu verkefni sem við höfum auðvitað skuldbundið okkur til þess að standa með þeim í og aðstoða eins og við getum.“ Mikið verk sé því fyrir höndum, bæði hjá Lettlandi og næstu þjóðum sem eiga eftir að gegna formennsku í ráðinu. „Af því þetta verður ekki klárað á sex mánuðum, allt sem hérna kemur fram. Þetta er skuldbinding til lengri tíma.“ Sama markmið en önnur atriði Þórdís er þá spurð að því hvort þessi fundur sé gott veganesti inn í leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem fram fer í júlí næstkomandi. „Það eru ákveðnir hlutir sem skarast, það er að segja kannski sérstaklega það að ætla að standa með Úkraínu og gera það sem þarf til þess að þau komist í gegnum þetta og vinni stríðið. Auðvitað eru síðan allt önnur atriði sem verið er að ræða þar en þetta er alltaf með það sama að markmiði samt. Þannig ég myndi segja að einhverju leyti en alls ekki öllu nei.“
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira