Slær met sem baðfatamódel á níræðisaldri Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. maí 2023 17:47 Martha Stewart er ansi glæsileg í baðfataútgáfu Sports Illustrated. Hér má sjá hana sitja fyrir á sjálfri forsíðunni og síðan stinga sér til sunds í silfurlituðum sundbol. Skjáskot/Instagram Sjónvarpskonan Martha Stewart prýðir forsíðu baðfataútgáfu tímaritsins Sports Illustrated fyrir árið 2023. Það gerir hana að elstu forsíðustúlku tímaritsins frá upphafi en hún verður 82 ára í ágúst. Sports Illustrated tilkynnti á mánudag hvaða fyrirsætur yrðu á forsíðu baðfataútgáfunnar þetta árið en þær verða fjórar. Ásamt Mörthu Stewart á forsíðunni verða leikkonan Megan Fox, fyrirsætan Brooks Nader og söngkonan Kim Petras sem er aðeins önnur trans manneskjan til að vera á forsíðunni. Hollywood-leikkonan Megan Fox, súpermódelið Brooks Nader og þýska söngkonan Kim Petras eru líka á forsíðu baðfataútgáfunnar í ár.Samsett mynd Á forsíðunni sjálfri situr hin 81 árs gamla Martha Stewart fyrir í hvítum sundbol vafin í gulllituð klæði. Inni í tímaritinu má síðan sjá myndir af Stewart í silfurlituðum sundbol að koma upp úr Karabíska hafinu og í rauðum hálsbandskjól í Dóminíkanska lýðveldinu. Stewart tók sig vel út í rauðum kjól á myndum tímaritsins.Skjáskot/Instagram Söguleg forsíða Aðspurð út í ákvörðunina að slá til og vera á forsíðunni sagði Stewart að sér fyndist tilhugsunin um að vera elsta fyrirsæta á forsíðu tímaritsins ansi góð. Almennt sagðist hún ekki hugsa mikið um aldur en sér fyndist þessi forsíða söguleg að því leyti. Þá sagðist hún einnig hafa setið fyrir á forsíðunni til að sanna að maður gæti litið vel út og liðið vel á hvaða aldri sem er. Hér má sjá brot af viðtali við Stewart á Youtube-síðu Sports Illustrated. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-W6zMFDCrqo">watch on YouTube</a> „Aldur er ekki úrslitaþáttur hvað varðar vinskap eða velgengni, heldur það sem fólk gerir, hvernig fólk hugsar, hvernig fólk hagar sér. Það er það sem er mikilvægt og ekki aldur manns,“ sagði Stewart í viðtalinu. Þetta er þó alls ekki fyrsta fyrirsætugigg Stewart. Þegar hún var ung að árum á sjöunda áratugnum sat hún fyrir hjá fjölda tískufyrirtækja, þar á meðal hjá Chanel. Martha Stewart starfaði sem fyrirsæta á sjöunda áratugnum.Samsett mynd Hollywood Bandaríkin Eldri borgarar Tengdar fréttir Stjörnurnar sem hafa setið inni Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir byrjuðu með hlaðvarðsþáttinn Teboðið á dögunum. 30. september 2020 11:30 Marta Stewart og Snoop Dogg gera allt vitlaust í nýjum matreiðsluþætti Föstudaginn 3. mars hefur göngu sína nýr matreiðsluþáttur, Martha & Snoop's Potluck Dinner Party, á Stöð 2 þar sem Marthu Stewart og rapparinn Snoop Dogg fara með aðalhlutverkin. 20. febrúar 2017 13:30 Hagnaður Mörthu Stewart sexfaldast Fyrirtæki bandarísku sjónvarps- og lífsstílskonunnar Mörthu Stewart skilaði 16,2 milljóna dala hagnaði á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Þetta jafngildir tæplega 1,1 milljarði íslenskra króna sem er tæplega sex sinnum meira en fyrirtækið skilaði á sama fjórðungi árið 2005. 1. mars 2007 10:58 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira
Sports Illustrated tilkynnti á mánudag hvaða fyrirsætur yrðu á forsíðu baðfataútgáfunnar þetta árið en þær verða fjórar. Ásamt Mörthu Stewart á forsíðunni verða leikkonan Megan Fox, fyrirsætan Brooks Nader og söngkonan Kim Petras sem er aðeins önnur trans manneskjan til að vera á forsíðunni. Hollywood-leikkonan Megan Fox, súpermódelið Brooks Nader og þýska söngkonan Kim Petras eru líka á forsíðu baðfataútgáfunnar í ár.Samsett mynd Á forsíðunni sjálfri situr hin 81 árs gamla Martha Stewart fyrir í hvítum sundbol vafin í gulllituð klæði. Inni í tímaritinu má síðan sjá myndir af Stewart í silfurlituðum sundbol að koma upp úr Karabíska hafinu og í rauðum hálsbandskjól í Dóminíkanska lýðveldinu. Stewart tók sig vel út í rauðum kjól á myndum tímaritsins.Skjáskot/Instagram Söguleg forsíða Aðspurð út í ákvörðunina að slá til og vera á forsíðunni sagði Stewart að sér fyndist tilhugsunin um að vera elsta fyrirsæta á forsíðu tímaritsins ansi góð. Almennt sagðist hún ekki hugsa mikið um aldur en sér fyndist þessi forsíða söguleg að því leyti. Þá sagðist hún einnig hafa setið fyrir á forsíðunni til að sanna að maður gæti litið vel út og liðið vel á hvaða aldri sem er. Hér má sjá brot af viðtali við Stewart á Youtube-síðu Sports Illustrated. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-W6zMFDCrqo">watch on YouTube</a> „Aldur er ekki úrslitaþáttur hvað varðar vinskap eða velgengni, heldur það sem fólk gerir, hvernig fólk hugsar, hvernig fólk hagar sér. Það er það sem er mikilvægt og ekki aldur manns,“ sagði Stewart í viðtalinu. Þetta er þó alls ekki fyrsta fyrirsætugigg Stewart. Þegar hún var ung að árum á sjöunda áratugnum sat hún fyrir hjá fjölda tískufyrirtækja, þar á meðal hjá Chanel. Martha Stewart starfaði sem fyrirsæta á sjöunda áratugnum.Samsett mynd
Hollywood Bandaríkin Eldri borgarar Tengdar fréttir Stjörnurnar sem hafa setið inni Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir byrjuðu með hlaðvarðsþáttinn Teboðið á dögunum. 30. september 2020 11:30 Marta Stewart og Snoop Dogg gera allt vitlaust í nýjum matreiðsluþætti Föstudaginn 3. mars hefur göngu sína nýr matreiðsluþáttur, Martha & Snoop's Potluck Dinner Party, á Stöð 2 þar sem Marthu Stewart og rapparinn Snoop Dogg fara með aðalhlutverkin. 20. febrúar 2017 13:30 Hagnaður Mörthu Stewart sexfaldast Fyrirtæki bandarísku sjónvarps- og lífsstílskonunnar Mörthu Stewart skilaði 16,2 milljóna dala hagnaði á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Þetta jafngildir tæplega 1,1 milljarði íslenskra króna sem er tæplega sex sinnum meira en fyrirtækið skilaði á sama fjórðungi árið 2005. 1. mars 2007 10:58 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Sjá meira
Stjörnurnar sem hafa setið inni Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir byrjuðu með hlaðvarðsþáttinn Teboðið á dögunum. 30. september 2020 11:30
Marta Stewart og Snoop Dogg gera allt vitlaust í nýjum matreiðsluþætti Föstudaginn 3. mars hefur göngu sína nýr matreiðsluþáttur, Martha & Snoop's Potluck Dinner Party, á Stöð 2 þar sem Marthu Stewart og rapparinn Snoop Dogg fara með aðalhlutverkin. 20. febrúar 2017 13:30
Hagnaður Mörthu Stewart sexfaldast Fyrirtæki bandarísku sjónvarps- og lífsstílskonunnar Mörthu Stewart skilaði 16,2 milljóna dala hagnaði á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Þetta jafngildir tæplega 1,1 milljarði íslenskra króna sem er tæplega sex sinnum meira en fyrirtækið skilaði á sama fjórðungi árið 2005. 1. mars 2007 10:58