Slær met sem baðfatamódel á níræðisaldri Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. maí 2023 17:47 Martha Stewart er ansi glæsileg í baðfataútgáfu Sports Illustrated. Hér má sjá hana sitja fyrir á sjálfri forsíðunni og síðan stinga sér til sunds í silfurlituðum sundbol. Skjáskot/Instagram Sjónvarpskonan Martha Stewart prýðir forsíðu baðfataútgáfu tímaritsins Sports Illustrated fyrir árið 2023. Það gerir hana að elstu forsíðustúlku tímaritsins frá upphafi en hún verður 82 ára í ágúst. Sports Illustrated tilkynnti á mánudag hvaða fyrirsætur yrðu á forsíðu baðfataútgáfunnar þetta árið en þær verða fjórar. Ásamt Mörthu Stewart á forsíðunni verða leikkonan Megan Fox, fyrirsætan Brooks Nader og söngkonan Kim Petras sem er aðeins önnur trans manneskjan til að vera á forsíðunni. Hollywood-leikkonan Megan Fox, súpermódelið Brooks Nader og þýska söngkonan Kim Petras eru líka á forsíðu baðfataútgáfunnar í ár.Samsett mynd Á forsíðunni sjálfri situr hin 81 árs gamla Martha Stewart fyrir í hvítum sundbol vafin í gulllituð klæði. Inni í tímaritinu má síðan sjá myndir af Stewart í silfurlituðum sundbol að koma upp úr Karabíska hafinu og í rauðum hálsbandskjól í Dóminíkanska lýðveldinu. Stewart tók sig vel út í rauðum kjól á myndum tímaritsins.Skjáskot/Instagram Söguleg forsíða Aðspurð út í ákvörðunina að slá til og vera á forsíðunni sagði Stewart að sér fyndist tilhugsunin um að vera elsta fyrirsæta á forsíðu tímaritsins ansi góð. Almennt sagðist hún ekki hugsa mikið um aldur en sér fyndist þessi forsíða söguleg að því leyti. Þá sagðist hún einnig hafa setið fyrir á forsíðunni til að sanna að maður gæti litið vel út og liðið vel á hvaða aldri sem er. Hér má sjá brot af viðtali við Stewart á Youtube-síðu Sports Illustrated. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-W6zMFDCrqo">watch on YouTube</a> „Aldur er ekki úrslitaþáttur hvað varðar vinskap eða velgengni, heldur það sem fólk gerir, hvernig fólk hugsar, hvernig fólk hagar sér. Það er það sem er mikilvægt og ekki aldur manns,“ sagði Stewart í viðtalinu. Þetta er þó alls ekki fyrsta fyrirsætugigg Stewart. Þegar hún var ung að árum á sjöunda áratugnum sat hún fyrir hjá fjölda tískufyrirtækja, þar á meðal hjá Chanel. Martha Stewart starfaði sem fyrirsæta á sjöunda áratugnum.Samsett mynd Hollywood Bandaríkin Eldri borgarar Tengdar fréttir Stjörnurnar sem hafa setið inni Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir byrjuðu með hlaðvarðsþáttinn Teboðið á dögunum. 30. september 2020 11:30 Marta Stewart og Snoop Dogg gera allt vitlaust í nýjum matreiðsluþætti Föstudaginn 3. mars hefur göngu sína nýr matreiðsluþáttur, Martha & Snoop's Potluck Dinner Party, á Stöð 2 þar sem Marthu Stewart og rapparinn Snoop Dogg fara með aðalhlutverkin. 20. febrúar 2017 13:30 Hagnaður Mörthu Stewart sexfaldast Fyrirtæki bandarísku sjónvarps- og lífsstílskonunnar Mörthu Stewart skilaði 16,2 milljóna dala hagnaði á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Þetta jafngildir tæplega 1,1 milljarði íslenskra króna sem er tæplega sex sinnum meira en fyrirtækið skilaði á sama fjórðungi árið 2005. 1. mars 2007 10:58 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Sports Illustrated tilkynnti á mánudag hvaða fyrirsætur yrðu á forsíðu baðfataútgáfunnar þetta árið en þær verða fjórar. Ásamt Mörthu Stewart á forsíðunni verða leikkonan Megan Fox, fyrirsætan Brooks Nader og söngkonan Kim Petras sem er aðeins önnur trans manneskjan til að vera á forsíðunni. Hollywood-leikkonan Megan Fox, súpermódelið Brooks Nader og þýska söngkonan Kim Petras eru líka á forsíðu baðfataútgáfunnar í ár.Samsett mynd Á forsíðunni sjálfri situr hin 81 árs gamla Martha Stewart fyrir í hvítum sundbol vafin í gulllituð klæði. Inni í tímaritinu má síðan sjá myndir af Stewart í silfurlituðum sundbol að koma upp úr Karabíska hafinu og í rauðum hálsbandskjól í Dóminíkanska lýðveldinu. Stewart tók sig vel út í rauðum kjól á myndum tímaritsins.Skjáskot/Instagram Söguleg forsíða Aðspurð út í ákvörðunina að slá til og vera á forsíðunni sagði Stewart að sér fyndist tilhugsunin um að vera elsta fyrirsæta á forsíðu tímaritsins ansi góð. Almennt sagðist hún ekki hugsa mikið um aldur en sér fyndist þessi forsíða söguleg að því leyti. Þá sagðist hún einnig hafa setið fyrir á forsíðunni til að sanna að maður gæti litið vel út og liðið vel á hvaða aldri sem er. Hér má sjá brot af viðtali við Stewart á Youtube-síðu Sports Illustrated. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-W6zMFDCrqo">watch on YouTube</a> „Aldur er ekki úrslitaþáttur hvað varðar vinskap eða velgengni, heldur það sem fólk gerir, hvernig fólk hugsar, hvernig fólk hagar sér. Það er það sem er mikilvægt og ekki aldur manns,“ sagði Stewart í viðtalinu. Þetta er þó alls ekki fyrsta fyrirsætugigg Stewart. Þegar hún var ung að árum á sjöunda áratugnum sat hún fyrir hjá fjölda tískufyrirtækja, þar á meðal hjá Chanel. Martha Stewart starfaði sem fyrirsæta á sjöunda áratugnum.Samsett mynd
Hollywood Bandaríkin Eldri borgarar Tengdar fréttir Stjörnurnar sem hafa setið inni Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir byrjuðu með hlaðvarðsþáttinn Teboðið á dögunum. 30. september 2020 11:30 Marta Stewart og Snoop Dogg gera allt vitlaust í nýjum matreiðsluþætti Föstudaginn 3. mars hefur göngu sína nýr matreiðsluþáttur, Martha & Snoop's Potluck Dinner Party, á Stöð 2 þar sem Marthu Stewart og rapparinn Snoop Dogg fara með aðalhlutverkin. 20. febrúar 2017 13:30 Hagnaður Mörthu Stewart sexfaldast Fyrirtæki bandarísku sjónvarps- og lífsstílskonunnar Mörthu Stewart skilaði 16,2 milljóna dala hagnaði á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Þetta jafngildir tæplega 1,1 milljarði íslenskra króna sem er tæplega sex sinnum meira en fyrirtækið skilaði á sama fjórðungi árið 2005. 1. mars 2007 10:58 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Stjörnurnar sem hafa setið inni Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir byrjuðu með hlaðvarðsþáttinn Teboðið á dögunum. 30. september 2020 11:30
Marta Stewart og Snoop Dogg gera allt vitlaust í nýjum matreiðsluþætti Föstudaginn 3. mars hefur göngu sína nýr matreiðsluþáttur, Martha & Snoop's Potluck Dinner Party, á Stöð 2 þar sem Marthu Stewart og rapparinn Snoop Dogg fara með aðalhlutverkin. 20. febrúar 2017 13:30
Hagnaður Mörthu Stewart sexfaldast Fyrirtæki bandarísku sjónvarps- og lífsstílskonunnar Mörthu Stewart skilaði 16,2 milljóna dala hagnaði á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Þetta jafngildir tæplega 1,1 milljarði íslenskra króna sem er tæplega sex sinnum meira en fyrirtækið skilaði á sama fjórðungi árið 2005. 1. mars 2007 10:58