Sergio Busquets: Maðurinn sem breytti Makélélé-stöðunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. maí 2023 11:15 Busquets vann 32 titla með Barcelona, spilaði 143 A-landsleiki fyrir Spán og varð bæði heims- og Evrópumeistari. David S. Bustamante/Getty Images Hinn 34 ára gamli Sergio Busquets mun yfirgefa Spánarmeistara Barcelona eftir 15 ára í aðalliði félagsins. Busquets hefur verið gríðarlega sigursæll og segja má að hann hafi breytt stöðunni og hlutverki djúps miðjumanns með spilamennsku sinni. Áður en Busquets braust fram á sjónarsviðið var talað um „Makalele-stöðuna.“ Er um að ræða stöðu djúps miðjumanns. Hinn franski Claude Makélélé var talinn hafa umbylt stöðunni með spilamennsku sinni hjá bæði Real Madríd og síðar meir Chelsea. Eiður Smári Guðjohnsen og Makélélé vinna saman í því að ná boltanum af Victor Valdes.Vísir/AFP Slíkar voru frammistöður Makélélé að staðan var skírð í höfuðið á honum. Hann var að vissu leyti djúpur miðjumaður af „gamla skólanum.“ Vann boltann trekk í trekk og gaf hann fram á við þar sem liðsfélagar hans sáu um að refsa mótherjanum. Svo fræg er „Makélélé-staðan“ að vefsíða Chelsea birti grein henni, og leikmanninum, til heiðurs þegar hann varð 48 ára gamall. José Mourinho stýrði Chelsea þegar Makélélé lék sem best. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að Pep Guardiola hafi verið þjálfari Barcelona þegar Busquets kom fyrst fram á sjónarsviðið. Pep hafði þjálfað B-lið félagsins og sá þar gríðarlega hæfileikaríkan miðjumann sem hann tók með sér upp í aðalliðið þegar hann tók við þjálfun þess. I wrote about Sergio Busquets, a player so flawless he was almost transparent https://t.co/jtEGy8he5M— John Muller (@johnspacemuller) May 14, 2023 Busquets varð strax lykilmaður í ofurliði Börsunga og skömmu síðar lykilmaður í ósigrandi liði Spánar sem varð bæði heims- og Evrópumeistari. Aðeins 23 ára gamall hafði Busquets unnið allt sem hægt var að vinna. Geri aðrir betur. Þrátt fyrir það hefur hann mögulega aldrei fengið það hrós sem hann á skilið. Ef til vill er það því hann gat líka sinnt skítverkunum. Ef til vill er það því hann var svo sigursæll. Ef til vill er það því hann gefur ekki mikið af sér á samfélagsmiðlum eða í viðtölum. Það er hins vegar ljóst að Busquets er stór ástæða fyrir velgengni Barcelona undafarin 15 ár. Ásamt því að geta brotið niður sóknir og komið boltanum á fræga liðsfélaga sína framar á vellinum þá er Busquets með dúnmjúka fyrstu snertingu og leikskilning sem gerir honum kleift að koma sér úr klandri trekk í trekk. „Þú sérð ekki Busquets þegar þú horfir á leikinn en þegar þú horfir á Busquets sérðu allan leikinn.“ Talið var að Vicente Del Bosque, fyrrverandi landsliðsþjálfari Spánar, hefði sagt þessa frægu línu hér að ofan en svo er ekki. Eiginkona bloggara lét hana falla og hefur hún síðan gengið manna á milli, og það réttilega enda hárrétt. Elite press resistance, by Sergio Busquets #UCL pic.twitter.com/6UFOBkto4b— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 10, 2023 Það verður sjónarsviptir af Busquets og eflaust munu Börsungar sakna hans á næstu leiktíð. Hver veit nema þeir heiðri manninn með því að nefna stöðu djúps miðjumanns í höfuðið á honum. Hann á það allavega skilið. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira
Áður en Busquets braust fram á sjónarsviðið var talað um „Makalele-stöðuna.“ Er um að ræða stöðu djúps miðjumanns. Hinn franski Claude Makélélé var talinn hafa umbylt stöðunni með spilamennsku sinni hjá bæði Real Madríd og síðar meir Chelsea. Eiður Smári Guðjohnsen og Makélélé vinna saman í því að ná boltanum af Victor Valdes.Vísir/AFP Slíkar voru frammistöður Makélélé að staðan var skírð í höfuðið á honum. Hann var að vissu leyti djúpur miðjumaður af „gamla skólanum.“ Vann boltann trekk í trekk og gaf hann fram á við þar sem liðsfélagar hans sáu um að refsa mótherjanum. Svo fræg er „Makélélé-staðan“ að vefsíða Chelsea birti grein henni, og leikmanninum, til heiðurs þegar hann varð 48 ára gamall. José Mourinho stýrði Chelsea þegar Makélélé lék sem best. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að Pep Guardiola hafi verið þjálfari Barcelona þegar Busquets kom fyrst fram á sjónarsviðið. Pep hafði þjálfað B-lið félagsins og sá þar gríðarlega hæfileikaríkan miðjumann sem hann tók með sér upp í aðalliðið þegar hann tók við þjálfun þess. I wrote about Sergio Busquets, a player so flawless he was almost transparent https://t.co/jtEGy8he5M— John Muller (@johnspacemuller) May 14, 2023 Busquets varð strax lykilmaður í ofurliði Börsunga og skömmu síðar lykilmaður í ósigrandi liði Spánar sem varð bæði heims- og Evrópumeistari. Aðeins 23 ára gamall hafði Busquets unnið allt sem hægt var að vinna. Geri aðrir betur. Þrátt fyrir það hefur hann mögulega aldrei fengið það hrós sem hann á skilið. Ef til vill er það því hann gat líka sinnt skítverkunum. Ef til vill er það því hann var svo sigursæll. Ef til vill er það því hann gefur ekki mikið af sér á samfélagsmiðlum eða í viðtölum. Það er hins vegar ljóst að Busquets er stór ástæða fyrir velgengni Barcelona undafarin 15 ár. Ásamt því að geta brotið niður sóknir og komið boltanum á fræga liðsfélaga sína framar á vellinum þá er Busquets með dúnmjúka fyrstu snertingu og leikskilning sem gerir honum kleift að koma sér úr klandri trekk í trekk. „Þú sérð ekki Busquets þegar þú horfir á leikinn en þegar þú horfir á Busquets sérðu allan leikinn.“ Talið var að Vicente Del Bosque, fyrrverandi landsliðsþjálfari Spánar, hefði sagt þessa frægu línu hér að ofan en svo er ekki. Eiginkona bloggara lét hana falla og hefur hún síðan gengið manna á milli, og það réttilega enda hárrétt. Elite press resistance, by Sergio Busquets #UCL pic.twitter.com/6UFOBkto4b— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 10, 2023 Það verður sjónarsviptir af Busquets og eflaust munu Börsungar sakna hans á næstu leiktíð. Hver veit nema þeir heiðri manninn með því að nefna stöðu djúps miðjumanns í höfuðið á honum. Hann á það allavega skilið.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Sjá meira