Sergio Busquets: Maðurinn sem breytti Makélélé-stöðunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. maí 2023 11:15 Busquets vann 32 titla með Barcelona, spilaði 143 A-landsleiki fyrir Spán og varð bæði heims- og Evrópumeistari. David S. Bustamante/Getty Images Hinn 34 ára gamli Sergio Busquets mun yfirgefa Spánarmeistara Barcelona eftir 15 ára í aðalliði félagsins. Busquets hefur verið gríðarlega sigursæll og segja má að hann hafi breytt stöðunni og hlutverki djúps miðjumanns með spilamennsku sinni. Áður en Busquets braust fram á sjónarsviðið var talað um „Makalele-stöðuna.“ Er um að ræða stöðu djúps miðjumanns. Hinn franski Claude Makélélé var talinn hafa umbylt stöðunni með spilamennsku sinni hjá bæði Real Madríd og síðar meir Chelsea. Eiður Smári Guðjohnsen og Makélélé vinna saman í því að ná boltanum af Victor Valdes.Vísir/AFP Slíkar voru frammistöður Makélélé að staðan var skírð í höfuðið á honum. Hann var að vissu leyti djúpur miðjumaður af „gamla skólanum.“ Vann boltann trekk í trekk og gaf hann fram á við þar sem liðsfélagar hans sáu um að refsa mótherjanum. Svo fræg er „Makélélé-staðan“ að vefsíða Chelsea birti grein henni, og leikmanninum, til heiðurs þegar hann varð 48 ára gamall. José Mourinho stýrði Chelsea þegar Makélélé lék sem best. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að Pep Guardiola hafi verið þjálfari Barcelona þegar Busquets kom fyrst fram á sjónarsviðið. Pep hafði þjálfað B-lið félagsins og sá þar gríðarlega hæfileikaríkan miðjumann sem hann tók með sér upp í aðalliðið þegar hann tók við þjálfun þess. I wrote about Sergio Busquets, a player so flawless he was almost transparent https://t.co/jtEGy8he5M— John Muller (@johnspacemuller) May 14, 2023 Busquets varð strax lykilmaður í ofurliði Börsunga og skömmu síðar lykilmaður í ósigrandi liði Spánar sem varð bæði heims- og Evrópumeistari. Aðeins 23 ára gamall hafði Busquets unnið allt sem hægt var að vinna. Geri aðrir betur. Þrátt fyrir það hefur hann mögulega aldrei fengið það hrós sem hann á skilið. Ef til vill er það því hann gat líka sinnt skítverkunum. Ef til vill er það því hann var svo sigursæll. Ef til vill er það því hann gefur ekki mikið af sér á samfélagsmiðlum eða í viðtölum. Það er hins vegar ljóst að Busquets er stór ástæða fyrir velgengni Barcelona undafarin 15 ár. Ásamt því að geta brotið niður sóknir og komið boltanum á fræga liðsfélaga sína framar á vellinum þá er Busquets með dúnmjúka fyrstu snertingu og leikskilning sem gerir honum kleift að koma sér úr klandri trekk í trekk. „Þú sérð ekki Busquets þegar þú horfir á leikinn en þegar þú horfir á Busquets sérðu allan leikinn.“ Talið var að Vicente Del Bosque, fyrrverandi landsliðsþjálfari Spánar, hefði sagt þessa frægu línu hér að ofan en svo er ekki. Eiginkona bloggara lét hana falla og hefur hún síðan gengið manna á milli, og það réttilega enda hárrétt. Elite press resistance, by Sergio Busquets #UCL pic.twitter.com/6UFOBkto4b— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 10, 2023 Það verður sjónarsviptir af Busquets og eflaust munu Börsungar sakna hans á næstu leiktíð. Hver veit nema þeir heiðri manninn með því að nefna stöðu djúps miðjumanns í höfuðið á honum. Hann á það allavega skilið. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Áður en Busquets braust fram á sjónarsviðið var talað um „Makalele-stöðuna.“ Er um að ræða stöðu djúps miðjumanns. Hinn franski Claude Makélélé var talinn hafa umbylt stöðunni með spilamennsku sinni hjá bæði Real Madríd og síðar meir Chelsea. Eiður Smári Guðjohnsen og Makélélé vinna saman í því að ná boltanum af Victor Valdes.Vísir/AFP Slíkar voru frammistöður Makélélé að staðan var skírð í höfuðið á honum. Hann var að vissu leyti djúpur miðjumaður af „gamla skólanum.“ Vann boltann trekk í trekk og gaf hann fram á við þar sem liðsfélagar hans sáu um að refsa mótherjanum. Svo fræg er „Makélélé-staðan“ að vefsíða Chelsea birti grein henni, og leikmanninum, til heiðurs þegar hann varð 48 ára gamall. José Mourinho stýrði Chelsea þegar Makélélé lék sem best. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að Pep Guardiola hafi verið þjálfari Barcelona þegar Busquets kom fyrst fram á sjónarsviðið. Pep hafði þjálfað B-lið félagsins og sá þar gríðarlega hæfileikaríkan miðjumann sem hann tók með sér upp í aðalliðið þegar hann tók við þjálfun þess. I wrote about Sergio Busquets, a player so flawless he was almost transparent https://t.co/jtEGy8he5M— John Muller (@johnspacemuller) May 14, 2023 Busquets varð strax lykilmaður í ofurliði Börsunga og skömmu síðar lykilmaður í ósigrandi liði Spánar sem varð bæði heims- og Evrópumeistari. Aðeins 23 ára gamall hafði Busquets unnið allt sem hægt var að vinna. Geri aðrir betur. Þrátt fyrir það hefur hann mögulega aldrei fengið það hrós sem hann á skilið. Ef til vill er það því hann gat líka sinnt skítverkunum. Ef til vill er það því hann var svo sigursæll. Ef til vill er það því hann gefur ekki mikið af sér á samfélagsmiðlum eða í viðtölum. Það er hins vegar ljóst að Busquets er stór ástæða fyrir velgengni Barcelona undafarin 15 ár. Ásamt því að geta brotið niður sóknir og komið boltanum á fræga liðsfélaga sína framar á vellinum þá er Busquets með dúnmjúka fyrstu snertingu og leikskilning sem gerir honum kleift að koma sér úr klandri trekk í trekk. „Þú sérð ekki Busquets þegar þú horfir á leikinn en þegar þú horfir á Busquets sérðu allan leikinn.“ Talið var að Vicente Del Bosque, fyrrverandi landsliðsþjálfari Spánar, hefði sagt þessa frægu línu hér að ofan en svo er ekki. Eiginkona bloggara lét hana falla og hefur hún síðan gengið manna á milli, og það réttilega enda hárrétt. Elite press resistance, by Sergio Busquets #UCL pic.twitter.com/6UFOBkto4b— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 10, 2023 Það verður sjónarsviptir af Busquets og eflaust munu Börsungar sakna hans á næstu leiktíð. Hver veit nema þeir heiðri manninn með því að nefna stöðu djúps miðjumanns í höfuðið á honum. Hann á það allavega skilið.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti