Tíminn læknar ekki öll sár Arnar Sveinn Geirsson skrifar 18. maí 2023 12:31 Þetta sár hefur kennt mér svo margt og þroskað mig á svo marga vegu. Ég þurfti að læra að lifa með þessu sári, skilja það og samþykkja það. Átta mig á því að því meira sem ég barðist á móti, því verra varð það. Nokkrum dögum áður en mamma dó fékk ég að gista hjá Þorleifi, bróður mömmu, sem ég hef alla tíð litið mikið upp til. Við keyptum okkur kjúklingavængi og spiluðum Championship Manager fram á nótt – ansi spennandi fyrir ungan dreng. Um nóttina dreymdi mig draum, sem Þorleifur hvatti mig svo til þess að skrifa niður svo að ég myndi ekki gleyma honum. Ég endaði á því að skrifa hann niður á servíettu þar sem ég fann ekkert blað. Hér er smá bútur af því sem ég skrifaði: „Hún kemur til mín í draumnum og segir mér að allt sé í lagi og allt muni vera í lagi. Hún segir að hún muni passa mig, og vaka yfir mér. Þetta var samt ekki einn af þessum venjulegu draumum. Málið var, að hún sjálf var þarna. Þetta var hún að segja mér þetta, hún sjálf.“ Í dag er ég viss um að hún hefur passað mig öll þessi ár, með einum eða öðrum hætti. Passað mig með því að elska mig skilyrðislaust á meðan hún var á lífi. Með því að sýna mér hvað jákvætt hugarfar er mikilvægt og öflugt í hæðum og lægðum lífsins. Með því að gefa af sér og hjálpa öðrum fram á síðasta dag – ókunnugu fólki sem í gegnum tíðina hefur komið til mín og látið mig vita hvað hún gaf þeim mikið. Og svo trúi ég því að orkan hennar lifi, í kringum mig og í kringum alla aðra sem hún elskaði. Þetta sár þarf ekki að gróa. Það er allt of mikið af kærleika, ást, minningum og lærdómi í því svo að það megi eða þurfi að gróa. Í staðinn hef ég lært að lifa með því – og er enn að læra. Og það er svo margt fallegt sem hefur komið til mín í staðinn. Lífið í allri sinni mynd, með öllum þeim tilfinningum sem því fylgir. Með sömu lokaorðum og eru á servíettunni góðu, „Love you mamma, þinn Assa.“ Höfundur er mannauðsstjóri og fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta sár hefur kennt mér svo margt og þroskað mig á svo marga vegu. Ég þurfti að læra að lifa með þessu sári, skilja það og samþykkja það. Átta mig á því að því meira sem ég barðist á móti, því verra varð það. Nokkrum dögum áður en mamma dó fékk ég að gista hjá Þorleifi, bróður mömmu, sem ég hef alla tíð litið mikið upp til. Við keyptum okkur kjúklingavængi og spiluðum Championship Manager fram á nótt – ansi spennandi fyrir ungan dreng. Um nóttina dreymdi mig draum, sem Þorleifur hvatti mig svo til þess að skrifa niður svo að ég myndi ekki gleyma honum. Ég endaði á því að skrifa hann niður á servíettu þar sem ég fann ekkert blað. Hér er smá bútur af því sem ég skrifaði: „Hún kemur til mín í draumnum og segir mér að allt sé í lagi og allt muni vera í lagi. Hún segir að hún muni passa mig, og vaka yfir mér. Þetta var samt ekki einn af þessum venjulegu draumum. Málið var, að hún sjálf var þarna. Þetta var hún að segja mér þetta, hún sjálf.“ Í dag er ég viss um að hún hefur passað mig öll þessi ár, með einum eða öðrum hætti. Passað mig með því að elska mig skilyrðislaust á meðan hún var á lífi. Með því að sýna mér hvað jákvætt hugarfar er mikilvægt og öflugt í hæðum og lægðum lífsins. Með því að gefa af sér og hjálpa öðrum fram á síðasta dag – ókunnugu fólki sem í gegnum tíðina hefur komið til mín og látið mig vita hvað hún gaf þeim mikið. Og svo trúi ég því að orkan hennar lifi, í kringum mig og í kringum alla aðra sem hún elskaði. Þetta sár þarf ekki að gróa. Það er allt of mikið af kærleika, ást, minningum og lærdómi í því svo að það megi eða þurfi að gróa. Í staðinn hef ég lært að lifa með því – og er enn að læra. Og það er svo margt fallegt sem hefur komið til mín í staðinn. Lífið í allri sinni mynd, með öllum þeim tilfinningum sem því fylgir. Með sömu lokaorðum og eru á servíettunni góðu, „Love you mamma, þinn Assa.“ Höfundur er mannauðsstjóri og fyrirlesari.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar