Kennarinn á Sjónarhóli Sólveig Einarsdóttir skrifar 19. maí 2023 08:00 Flestir vita eflaust að lykillinn að því að líða vel er sá að líkami og sál gangi í takt. Bæði fyrirbærin hlúa hvort að öðru og næra. Stundum koma upp aðstæður sem höggva í þessi fyrirbæri og skilja eftir sár og sorg. Þannig er því nákæmlega farið með skólann minn um þessar mundir, Kvennaskólann í Reykjavík. Vegið er að líkama hans og sál með hugmyndum mennta- og barnamálaráðuneytisins um sameiningu Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund þar sem báðir skólar yrðu þurrkaðir út í núverandi mynd. Fyrir mér sem kennari við Kvennaskólann til 30 ára er skólinn lifandi fyrirbæri með líkama sinn og sál. Líkaminn eru húsin okkar fallegu, Aðalbyggingin við Fríkirkjuveg, Miðbæjarskólinn við sama veg og gamli Verzló í Þingholtunum en þessar byggingar bera með sér svo mikla sögu og baráttu fólks, ekki síst kvenna. Rætur skólans liggja í þeirri vegferð til mennta sem konur hófu seint á 19. öld. Sál skólans er síðan sá einstaki skólabragur sem tekist hefur að skapa innan hans. Skólabragur sem einkennist af virðingu og ómældum kærleika. Sem kennari skólans ber ég endalausa væntumþykju í brjósti gagnvart honum og þeim nemendum sem sækja hann. Þar sem sál skólans, skólabragurinn, litast svo sterkt af umhyggju og hlýju gagnvart nemendum vegur það þungt í hjartað að heyra af þessum langsóttu og illa ígrunduðu hugmyndum sem koma úr smiðju ráðuneytisins. Skóla sem þennan tekur áratugi að móta og þróa og það er algerlega óumdeilt að Kvennaskólinn í Reykjavík er með eindæmum vinsæll, vel rekinn svo tekið er eftir, útskrifar nemendur með sóma og síðast en ekki síst skilur þannig við þá að þeir gleyma aldrei skólanum sínum kæra. Fyrir mér eru það þvílík forréttindi að kenna við Kvennaskólann í Reykjavík, drekka í mig hvern skóladag þennan einstaka anda skólans. Mér þykir undurvænt um þennan vinnustað og veit svo vel hvaða verðmæti hann hefur að geyma. Þessu má ekki henda í ruslið eins og troðfullum plastpoka. Ég tek svo sannarlega undir þau orð Ingibjargar S. Guðmundsdóttur, fyrrverandi skólameistara Kvennó, að besta, langbesta afmælisgjöfin á 150 ára afmælinu 2024 væri að friða skólann þannig að líkami hans og sál fengju áfram að dafna saman og stíga dansinn í takt. Höfundur er íslenskukennari við Kvennaskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Íslensk fræði Framhaldsskólar Reykjavík Tengdar fréttir Látið Kvennaskólann í friði Menntamálayfirvöld íhuga nú að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund. Enn og aftur er reynt að afmá konur og verk þeirra af spjöldum sögunnar. Á næsta ári verður Kvennaskólinn 150 ára gamall og sýnir hvorki ellimörk né veitir afslátt á námi. 16. maí 2023 08:31 Sorglegt að fórna eigi skólastarfinu í hagræðingarskyni Félag kennara í Menntaskólanum við Sund er algjörlega á móti því að skólinn verði lagður niður í núverandi mynd. Hugmyndir um að sameina skólann við Kvennaskólann í Reykjavík í húsnæði í Stakkahlíð hafa fallið í vægast sagt grýttan jarðveg. 5. maí 2023 13:12 Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Flestir vita eflaust að lykillinn að því að líða vel er sá að líkami og sál gangi í takt. Bæði fyrirbærin hlúa hvort að öðru og næra. Stundum koma upp aðstæður sem höggva í þessi fyrirbæri og skilja eftir sár og sorg. Þannig er því nákæmlega farið með skólann minn um þessar mundir, Kvennaskólann í Reykjavík. Vegið er að líkama hans og sál með hugmyndum mennta- og barnamálaráðuneytisins um sameiningu Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund þar sem báðir skólar yrðu þurrkaðir út í núverandi mynd. Fyrir mér sem kennari við Kvennaskólann til 30 ára er skólinn lifandi fyrirbæri með líkama sinn og sál. Líkaminn eru húsin okkar fallegu, Aðalbyggingin við Fríkirkjuveg, Miðbæjarskólinn við sama veg og gamli Verzló í Þingholtunum en þessar byggingar bera með sér svo mikla sögu og baráttu fólks, ekki síst kvenna. Rætur skólans liggja í þeirri vegferð til mennta sem konur hófu seint á 19. öld. Sál skólans er síðan sá einstaki skólabragur sem tekist hefur að skapa innan hans. Skólabragur sem einkennist af virðingu og ómældum kærleika. Sem kennari skólans ber ég endalausa væntumþykju í brjósti gagnvart honum og þeim nemendum sem sækja hann. Þar sem sál skólans, skólabragurinn, litast svo sterkt af umhyggju og hlýju gagnvart nemendum vegur það þungt í hjartað að heyra af þessum langsóttu og illa ígrunduðu hugmyndum sem koma úr smiðju ráðuneytisins. Skóla sem þennan tekur áratugi að móta og þróa og það er algerlega óumdeilt að Kvennaskólinn í Reykjavík er með eindæmum vinsæll, vel rekinn svo tekið er eftir, útskrifar nemendur með sóma og síðast en ekki síst skilur þannig við þá að þeir gleyma aldrei skólanum sínum kæra. Fyrir mér eru það þvílík forréttindi að kenna við Kvennaskólann í Reykjavík, drekka í mig hvern skóladag þennan einstaka anda skólans. Mér þykir undurvænt um þennan vinnustað og veit svo vel hvaða verðmæti hann hefur að geyma. Þessu má ekki henda í ruslið eins og troðfullum plastpoka. Ég tek svo sannarlega undir þau orð Ingibjargar S. Guðmundsdóttur, fyrrverandi skólameistara Kvennó, að besta, langbesta afmælisgjöfin á 150 ára afmælinu 2024 væri að friða skólann þannig að líkami hans og sál fengju áfram að dafna saman og stíga dansinn í takt. Höfundur er íslenskukennari við Kvennaskólann í Reykjavík.
Látið Kvennaskólann í friði Menntamálayfirvöld íhuga nú að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund. Enn og aftur er reynt að afmá konur og verk þeirra af spjöldum sögunnar. Á næsta ári verður Kvennaskólinn 150 ára gamall og sýnir hvorki ellimörk né veitir afslátt á námi. 16. maí 2023 08:31
Sorglegt að fórna eigi skólastarfinu í hagræðingarskyni Félag kennara í Menntaskólanum við Sund er algjörlega á móti því að skólinn verði lagður niður í núverandi mynd. Hugmyndir um að sameina skólann við Kvennaskólann í Reykjavík í húsnæði í Stakkahlíð hafa fallið í vægast sagt grýttan jarðveg. 5. maí 2023 13:12
Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun