Bætum líðan, bætum árangur og eflum áhugahvöt barna Hermundur Sigmundsson, Einar Gunnarsson og Svava Þ. Hjaltalín skrifa 19. maí 2023 08:30 Kveikjum neistann er rannsóknar og þróunarverkefni, sem Grunnskóli Vestmannaeyja tekur þátt í hefur verið í gangi með nemendum í næstum tvö ár. Verkefnið hefur farið afar vel af stað og árangur nemenda lofar góðu. Það er einmitt árangur nemenda sem er skýrt leiðarljós þeirra sem að verkefninu koma og mjög ánægjulegt að sjá mælanlegan góðan árangur í færni jafnt sem líðan undanfarin tvö ár. Niðurstöður í lestri sýna að væntanlega ná 94 af 96 nemendum að brjóta lestrarkóðann eða 98% nemenda í þessum tveimur fyrstu árgöngum verkefnisins (1. og 2. bekkur). Á fyrstu tveimur skólaárunum er höfuðáherslan á lestur og markvisst unnið að því að allir nemendur nái að brjóta lestrarkóðann og þar með leggja grunninn að fjölbreyttu og öflugu námi í lestri, lesskilningi og skapandi skrifum á næstu árum. Kennarar sem koma að nemendum í Kveikjum neistann, skólastjórnendur við Grunnskóla Vestmannaeyja og bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum eru hæstánægð með fyrstu tvö ár verkefnisins og binda vonir við að nemendur sem fara í gegnum hugmyndafræðina öðlist góða grunnfærni í lestri, stærðfræði og náttúruvísindum auk þess sem hreyfing, hugarfar og sköpun verður í hávegum höfð í allri nálgun við nemendur, foreldra og samfélagið. Eins og áður segir þá hefur mikið púður farið í lesturinn núna á fyrstu tveimur árum verkefnisins og verður fróðlegt að bæta inn fleiri áherslupunktum á komandi misserum og árum. Þess má þó geta að þróað hefur verið stöðumat í stærðfræði, Vörður, fyrir 1. og 2. bekk af þeim er að verkefninu koma. Niðurstöður eru nýttar til að skipuleggja kennsluna, en að gefa nemendum áskorun miðað við færni er einn af lyklum verkefnisins. Að þekkja stöðuna er lykill að framförum hvers einstaklings. Við viljum vekja athygli á að Kveikjum neistann er heildstæð nálgun á nám grunnskólabarna allt frá 1. bekk til 10. bekkjar, þar sem lesturinn skipar stóran sess ásamt öðrum mikilvægum þáttum. Nálgunin er byggð á mjög sterkum vísindalegum grunni og hvetjum við áhugasama um að kynna sér þær kenningar sem verkefnið byggir á. Eitt af markmiðum Kveikjum neistann er að 80-90% barnanna teljist LÆS við lok 2 bekkjar. Þar sem ekki finnst próf sem metur það, höfum við sem að verkefninu komum þróað einfalda stöðumatið LÆS sem byggir á því að börnin lesa aldurssvarandi texta (ca. 1/2 A4 síða) og svara tveimur spurningum út frá innihaldi. Lesi barnið textann fumlaust án teljandi villna og svarar báðum spurningum rétt telst það samkvæmt matinu LÆST. Grunnskólakennurum um allt land er velkomið að taka þátt í að keyra prófið í fyrsta skiptið og því velkomið að hafa samband við undirritaða óski þeir eftir því. Stefnt er á að ná prófun á allt að 200 nemendum til að fullvissa okkur um að prófið sé gott. Þegar líðan (það að þrífast) er skoðuð og skynjuð hæfni greinist marktækur munur milli þeirra barna sem tóku þátt í Kveikjum neistann í 1. bekk 2021-2022 og þeim sem voru í 1. bekk árinu áður en verkefnið fór á stað (2020-2021) (sjá mynd 1).Stöðumatið Líðan og skynjuð hæfni var notað fyrir alla nemendur skólans, vorið 2021 og vorið 2022. Vísindagrein með gögnum frá vorinu 2021 er þegar birt í alþjóðlegu vísindatímariti. Kennarar upplifa að með verkefninu náist betri líðan barnanna, betri árangur og þeir merkja einnig að aðferðarfræðin eflir áhugahvöt hjá þeim öllum. Það er einkar ánægjulegt að samkvæmt þeim njóta innflytjendur einnig góðs af því. Lyklar verkefnisins miða allir að því að bæta stöðu hér á landi sem hefur ekki verið sem skyldi. Það dugir ekki að tala um vandann, aðgerða er þörf. Staða: Staða of margra barnanna okkar er ekki ásættanleg. Innflytjendur: Í skólum Reykjavíkur eru 92.5% barna og unglinga á rauðu og gulu ljósi hvað íslenskukunnáttu þeirra varðar. Þau þurfa mikla og tafarlausa hjálp við að læra málið. Staðan er algjörlega óásættanleg og mjög brýnt að gera stórátak þar á. Það felst mikill mannauður í hverju þessara barna sem við megum ekki og viljum ekki missa. 15 ára unglingar: Lesskilningur: 26% barna ná ekki stigi tvö í PISA í lesskilning, sem sagt lesa sér ekki til gagns. Okkar drengir skora 454 stig meðan norskir og danskir innflytjendur skora 457 stig. Í fjórum landshlutum skora unglingar verr en norskir og danskir innflytjendur, á Suðurnesjum, á Vesturlandi, á Norðurlandi eystra og á Vestfjörðum. Stærðfræði: 21% barna ná ekki stigi tvö í stærðfræði. Náttúrufræði: 25% þeirra ná ekki stigi tvö í náttúrufræði. Menn hafa leyft sér að gera lítið úr þessum niðurstöðum sem er okkur aðeins til vansa en ekki til framdráttar. Börnin okkar hafa alla burði til að standa sig vel, það er ekkert sem segir að þau þurfi að vera eftirbátar annarra þjóða. Það er þess vegna sem þörf er á að greina hver ástæðan kann að vera. Það er þörf á að fara ofan í saumana á íslensku menntakerfi, fagmenntun kennara og samfélaginu, en undanfarið hefur verið bent á þær slæmu afleiðingar sem of mikil skjánotkun og ýmis samskiptaforrit geta haft á börn. Það er alveg ljóst að verði grunnurinn ekki lagður, svo traustur sé, er illmögulegt að byggja ofan á hann svo vel sé. Leikskólastigið er gríðarlega mikilvægt í því sambandi. Við þurfum að tryggja jöfnuð milli barnanna. Vísindi: Það má segja að hugsmíðahyggjan hafi ráðið hér ríkjum. Áherslan á taugavísindi og nám hefur ekki skipað stóran sess, hvorki í námi né endurmenntun. Úr því verður að bæta ætlum við sem land og þjóð að ná árangri og til dæmis að sporna við óásættanlegu falli í PISA síðustu 20 ár. Færustu sérfræðingar heims hvað nám og færni varðar benda á mikilvægi þess að hafa í handraðanum einfalt stöðumat, svo möguleiki gefist á að veita hverju barni áskoranir miðað við færni (Csikszentmihalyi); markvissa þjálfun og eftirfylgni (Ericsson). Ætlum við á botninn eða ætlum við að spyrna okkur frá honum? Yfirvöld, Menntavísindasvið HÍ og Kennaradeild HA bera ábyrgð. Kennarasambandi Íslands ætti að koma sterkar inn. Sú stefna sem hér hefur ríkt í yfir 20 ár hefur ekki náð því besta og því getur ekki verið úr vegi að rétta hana. Það verður að bjóða nýju fólki nýjar áherslur/hugmyndafræði velkomið að borðinu. Það hefur staðið á því í fræðasamfélaginu. Að óttast eða tala niður breytingar sem byggðar eru á sterkum vísindum er ekki leiðin að bættum árangri. Möguleikar: Í Kveikjum neistann er skipulagi skóladagsins breytt og einfaldað til muna og hafa reyndir kennarar bent á gagnsemi þess. Unnið er með eftirfarandi: Fyrir hádegi: -Grunnfærni: Fyrsta skólaárið er höfuðáhersla á lestur og markmiðið að nemendur brjóti lestrarkóðann (nái að tengja saman hljóð í orð). LESTU ( e. READ) aðferðafræðin er þróuð af okkur og á vel heima í 1. og 2. bekk í öllum skólum landsins. Bókstafa og hljóðapróf sem bæði mælir þá kunnáttu og einnig hvort barn getur lesið orð, setningar og eða texta er staðlað. Í því eru sjö breytur sem við fylgjumst með í september, janúar og maí í 1. bekk. Stöðumatið er birt í fjórum alþjóðlegum viðurkenndum vísindatímaritum. LÆS stöðumatið sem þróað hefur verið til notkunar við lok 2. bekkjar er einnig staðlað. Áhersla er einnig lögð á grunn i stærðfræði og náttúrufræði. Vörður hafa verið þróaðar fyrir 1. og 2. bekk í stærðfræði og 1. 2. og 3. bekk i náttúrufræði. Vörðurnar leiða kennslu í hverjum bekk. Hreyfing: Kveikum neistann hugmyndafræðin leggur áherslu á að auka hreyfingu barnanna og er hún dagleg. Rannsóknir í Noregi hafa sýnt að hreyfing í einum af fyrstu tímum skóladagsins er áhrifamikil fyrir ró og einbeitingu í þeim tímum sem á eftir koma. Það er ekki hvað síst nauðsynlegt fyrir drengina. Börnin fá 2 íþróttatíma, 1 sundtíma og tvo hreyfitíma þar sem markmið er alhliða hreyfing og hreyfigleði (n. bevegelseglede). Hreyfing er afar mikilvæg fyrir grunnleggjandi heilastarfsemi, hreyfifærni, hreysti, félagsfærni, sálræna þætti og ró og einbeitingu. Til að meta færni er notað stöðumat frá hreyfifærni og hreystiprófum sem notuð eru um allan heim. Mat á hreyfifærni og hreysti fer fram í maí. Eftir hádegi: Þjálfunartími sem er einn af lykilstoðum verkefnisins: Í þjálfunartíma er algjört lykilatriði að gefa hverjum og einu barni áskoranir miðað við færni í fögum sem tengjast grunnfærni, lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Það er gífurlega mikilvægt að vinna í því að efla áhugahvöt barna svo að þau öðlist leikni (e. mastery) og upplifi tilfinninguna ‘Ég get’ samkvæmt kenningum Csikszentmihalyi. Það gefur einstaklingi mikið og styrkir sjálfstraustið. Ástríðutími. Í ástríðutíma er lykillinn sá að börnin fái að velja eftir áhugasviði hvaða fagi/verkefni þau sinna. Fyrstu tvö árin hefur valið að mestu verið tengt fögunum: myndmennt, tónmennt, smíði, handmennt og heimilisfræði, forritun hefur líka komið við sögu. Ástríðutíminn hefur verið rúsínan í pylsuendanum og er mjög vinsæll meðal barnanna en eru að sama skapi stór áskorun fyrir þá kennara sem þeim sinna og þá nýtist að hafa gróskuhugarfar. Þessir tímar er í stöðugri þróun í nánu sambandi við skólastjórnendur og kennara Grunnskóla Vestmannaeyja. Nú eru unnið að því að auka valmöguleika og tengja þá til dæmis, íþróttum, dans, skák og iðngreinum. Við sem að verkefninu komum erum afar stolt af fyrstu tveimur árum þess. Það er virkilega ánægjulegt að sjá hvernig tekist hefur að lyfta öllum nemendum og sjá hvernig kennurum hefur tekist með elju sinni og þekkingu á þeim vísindum sem liggja að baki að vinna markvisst að því að hafa áskorun miðað við færni. En þeir sem það þekkja að kenna stórum hópi barna vita að þarna er um gríðarlega stóra áskorun að ræða. Það skipulag að hafa daglegan þjálfunartíma er með eindæmum gott fyrirkomulag. Í 40 mínútur á dag getur kennari verið viss um að sérhvert barn fái þá áskorun sem það þarf, hvorki eru verkefnin of þung né of létt. Að einfalda skóladaginn hefur sennilega aldrei verið mikilvægara, áreitin úr öllum áttum hafa sjaldnast verið meiri. Í grunnskóla skal grunnurinn lagður og það er okkar sem þar störfum að gera hann svo sterkan að unnt sé að byggja ofan á hann. Við þekkjum hvað til þarf. Það felst styrkur í barnvænu skólakerfi. Það felst styrkur í barnvænu sveitarfélagi og hvernig samfélagið í Vestmannaeyjum hefur tekið verkefninu er með eindæmum og má þar nefna þátttöku bæjarbókasafnsins. Þar er leiðarljós verkefnisins Kveikjum neistann að barnið er ávallt í forgrunni og markvisst unnið að því að efla mannauð. Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði við NTNU og HÍEinar Gunnarsson, aðstoðarskólastjóri við Grunnskóla VestmannaeyjaSvava Þ. Hjaltalín, grunnskólakennari, læsisfræðingur og sérkennari og ráðgjafi í Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Hermundur Sigmundsson Svava Þ. Hjaltalín Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Kveikjum neistann er rannsóknar og þróunarverkefni, sem Grunnskóli Vestmannaeyja tekur þátt í hefur verið í gangi með nemendum í næstum tvö ár. Verkefnið hefur farið afar vel af stað og árangur nemenda lofar góðu. Það er einmitt árangur nemenda sem er skýrt leiðarljós þeirra sem að verkefninu koma og mjög ánægjulegt að sjá mælanlegan góðan árangur í færni jafnt sem líðan undanfarin tvö ár. Niðurstöður í lestri sýna að væntanlega ná 94 af 96 nemendum að brjóta lestrarkóðann eða 98% nemenda í þessum tveimur fyrstu árgöngum verkefnisins (1. og 2. bekkur). Á fyrstu tveimur skólaárunum er höfuðáherslan á lestur og markvisst unnið að því að allir nemendur nái að brjóta lestrarkóðann og þar með leggja grunninn að fjölbreyttu og öflugu námi í lestri, lesskilningi og skapandi skrifum á næstu árum. Kennarar sem koma að nemendum í Kveikjum neistann, skólastjórnendur við Grunnskóla Vestmannaeyja og bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum eru hæstánægð með fyrstu tvö ár verkefnisins og binda vonir við að nemendur sem fara í gegnum hugmyndafræðina öðlist góða grunnfærni í lestri, stærðfræði og náttúruvísindum auk þess sem hreyfing, hugarfar og sköpun verður í hávegum höfð í allri nálgun við nemendur, foreldra og samfélagið. Eins og áður segir þá hefur mikið púður farið í lesturinn núna á fyrstu tveimur árum verkefnisins og verður fróðlegt að bæta inn fleiri áherslupunktum á komandi misserum og árum. Þess má þó geta að þróað hefur verið stöðumat í stærðfræði, Vörður, fyrir 1. og 2. bekk af þeim er að verkefninu koma. Niðurstöður eru nýttar til að skipuleggja kennsluna, en að gefa nemendum áskorun miðað við færni er einn af lyklum verkefnisins. Að þekkja stöðuna er lykill að framförum hvers einstaklings. Við viljum vekja athygli á að Kveikjum neistann er heildstæð nálgun á nám grunnskólabarna allt frá 1. bekk til 10. bekkjar, þar sem lesturinn skipar stóran sess ásamt öðrum mikilvægum þáttum. Nálgunin er byggð á mjög sterkum vísindalegum grunni og hvetjum við áhugasama um að kynna sér þær kenningar sem verkefnið byggir á. Eitt af markmiðum Kveikjum neistann er að 80-90% barnanna teljist LÆS við lok 2 bekkjar. Þar sem ekki finnst próf sem metur það, höfum við sem að verkefninu komum þróað einfalda stöðumatið LÆS sem byggir á því að börnin lesa aldurssvarandi texta (ca. 1/2 A4 síða) og svara tveimur spurningum út frá innihaldi. Lesi barnið textann fumlaust án teljandi villna og svarar báðum spurningum rétt telst það samkvæmt matinu LÆST. Grunnskólakennurum um allt land er velkomið að taka þátt í að keyra prófið í fyrsta skiptið og því velkomið að hafa samband við undirritaða óski þeir eftir því. Stefnt er á að ná prófun á allt að 200 nemendum til að fullvissa okkur um að prófið sé gott. Þegar líðan (það að þrífast) er skoðuð og skynjuð hæfni greinist marktækur munur milli þeirra barna sem tóku þátt í Kveikjum neistann í 1. bekk 2021-2022 og þeim sem voru í 1. bekk árinu áður en verkefnið fór á stað (2020-2021) (sjá mynd 1).Stöðumatið Líðan og skynjuð hæfni var notað fyrir alla nemendur skólans, vorið 2021 og vorið 2022. Vísindagrein með gögnum frá vorinu 2021 er þegar birt í alþjóðlegu vísindatímariti. Kennarar upplifa að með verkefninu náist betri líðan barnanna, betri árangur og þeir merkja einnig að aðferðarfræðin eflir áhugahvöt hjá þeim öllum. Það er einkar ánægjulegt að samkvæmt þeim njóta innflytjendur einnig góðs af því. Lyklar verkefnisins miða allir að því að bæta stöðu hér á landi sem hefur ekki verið sem skyldi. Það dugir ekki að tala um vandann, aðgerða er þörf. Staða: Staða of margra barnanna okkar er ekki ásættanleg. Innflytjendur: Í skólum Reykjavíkur eru 92.5% barna og unglinga á rauðu og gulu ljósi hvað íslenskukunnáttu þeirra varðar. Þau þurfa mikla og tafarlausa hjálp við að læra málið. Staðan er algjörlega óásættanleg og mjög brýnt að gera stórátak þar á. Það felst mikill mannauður í hverju þessara barna sem við megum ekki og viljum ekki missa. 15 ára unglingar: Lesskilningur: 26% barna ná ekki stigi tvö í PISA í lesskilning, sem sagt lesa sér ekki til gagns. Okkar drengir skora 454 stig meðan norskir og danskir innflytjendur skora 457 stig. Í fjórum landshlutum skora unglingar verr en norskir og danskir innflytjendur, á Suðurnesjum, á Vesturlandi, á Norðurlandi eystra og á Vestfjörðum. Stærðfræði: 21% barna ná ekki stigi tvö í stærðfræði. Náttúrufræði: 25% þeirra ná ekki stigi tvö í náttúrufræði. Menn hafa leyft sér að gera lítið úr þessum niðurstöðum sem er okkur aðeins til vansa en ekki til framdráttar. Börnin okkar hafa alla burði til að standa sig vel, það er ekkert sem segir að þau þurfi að vera eftirbátar annarra þjóða. Það er þess vegna sem þörf er á að greina hver ástæðan kann að vera. Það er þörf á að fara ofan í saumana á íslensku menntakerfi, fagmenntun kennara og samfélaginu, en undanfarið hefur verið bent á þær slæmu afleiðingar sem of mikil skjánotkun og ýmis samskiptaforrit geta haft á börn. Það er alveg ljóst að verði grunnurinn ekki lagður, svo traustur sé, er illmögulegt að byggja ofan á hann svo vel sé. Leikskólastigið er gríðarlega mikilvægt í því sambandi. Við þurfum að tryggja jöfnuð milli barnanna. Vísindi: Það má segja að hugsmíðahyggjan hafi ráðið hér ríkjum. Áherslan á taugavísindi og nám hefur ekki skipað stóran sess, hvorki í námi né endurmenntun. Úr því verður að bæta ætlum við sem land og þjóð að ná árangri og til dæmis að sporna við óásættanlegu falli í PISA síðustu 20 ár. Færustu sérfræðingar heims hvað nám og færni varðar benda á mikilvægi þess að hafa í handraðanum einfalt stöðumat, svo möguleiki gefist á að veita hverju barni áskoranir miðað við færni (Csikszentmihalyi); markvissa þjálfun og eftirfylgni (Ericsson). Ætlum við á botninn eða ætlum við að spyrna okkur frá honum? Yfirvöld, Menntavísindasvið HÍ og Kennaradeild HA bera ábyrgð. Kennarasambandi Íslands ætti að koma sterkar inn. Sú stefna sem hér hefur ríkt í yfir 20 ár hefur ekki náð því besta og því getur ekki verið úr vegi að rétta hana. Það verður að bjóða nýju fólki nýjar áherslur/hugmyndafræði velkomið að borðinu. Það hefur staðið á því í fræðasamfélaginu. Að óttast eða tala niður breytingar sem byggðar eru á sterkum vísindum er ekki leiðin að bættum árangri. Möguleikar: Í Kveikjum neistann er skipulagi skóladagsins breytt og einfaldað til muna og hafa reyndir kennarar bent á gagnsemi þess. Unnið er með eftirfarandi: Fyrir hádegi: -Grunnfærni: Fyrsta skólaárið er höfuðáhersla á lestur og markmiðið að nemendur brjóti lestrarkóðann (nái að tengja saman hljóð í orð). LESTU ( e. READ) aðferðafræðin er þróuð af okkur og á vel heima í 1. og 2. bekk í öllum skólum landsins. Bókstafa og hljóðapróf sem bæði mælir þá kunnáttu og einnig hvort barn getur lesið orð, setningar og eða texta er staðlað. Í því eru sjö breytur sem við fylgjumst með í september, janúar og maí í 1. bekk. Stöðumatið er birt í fjórum alþjóðlegum viðurkenndum vísindatímaritum. LÆS stöðumatið sem þróað hefur verið til notkunar við lok 2. bekkjar er einnig staðlað. Áhersla er einnig lögð á grunn i stærðfræði og náttúrufræði. Vörður hafa verið þróaðar fyrir 1. og 2. bekk í stærðfræði og 1. 2. og 3. bekk i náttúrufræði. Vörðurnar leiða kennslu í hverjum bekk. Hreyfing: Kveikum neistann hugmyndafræðin leggur áherslu á að auka hreyfingu barnanna og er hún dagleg. Rannsóknir í Noregi hafa sýnt að hreyfing í einum af fyrstu tímum skóladagsins er áhrifamikil fyrir ró og einbeitingu í þeim tímum sem á eftir koma. Það er ekki hvað síst nauðsynlegt fyrir drengina. Börnin fá 2 íþróttatíma, 1 sundtíma og tvo hreyfitíma þar sem markmið er alhliða hreyfing og hreyfigleði (n. bevegelseglede). Hreyfing er afar mikilvæg fyrir grunnleggjandi heilastarfsemi, hreyfifærni, hreysti, félagsfærni, sálræna þætti og ró og einbeitingu. Til að meta færni er notað stöðumat frá hreyfifærni og hreystiprófum sem notuð eru um allan heim. Mat á hreyfifærni og hreysti fer fram í maí. Eftir hádegi: Þjálfunartími sem er einn af lykilstoðum verkefnisins: Í þjálfunartíma er algjört lykilatriði að gefa hverjum og einu barni áskoranir miðað við færni í fögum sem tengjast grunnfærni, lestri, stærðfræði og náttúrufræði. Það er gífurlega mikilvægt að vinna í því að efla áhugahvöt barna svo að þau öðlist leikni (e. mastery) og upplifi tilfinninguna ‘Ég get’ samkvæmt kenningum Csikszentmihalyi. Það gefur einstaklingi mikið og styrkir sjálfstraustið. Ástríðutími. Í ástríðutíma er lykillinn sá að börnin fái að velja eftir áhugasviði hvaða fagi/verkefni þau sinna. Fyrstu tvö árin hefur valið að mestu verið tengt fögunum: myndmennt, tónmennt, smíði, handmennt og heimilisfræði, forritun hefur líka komið við sögu. Ástríðutíminn hefur verið rúsínan í pylsuendanum og er mjög vinsæll meðal barnanna en eru að sama skapi stór áskorun fyrir þá kennara sem þeim sinna og þá nýtist að hafa gróskuhugarfar. Þessir tímar er í stöðugri þróun í nánu sambandi við skólastjórnendur og kennara Grunnskóla Vestmannaeyja. Nú eru unnið að því að auka valmöguleika og tengja þá til dæmis, íþróttum, dans, skák og iðngreinum. Við sem að verkefninu komum erum afar stolt af fyrstu tveimur árum þess. Það er virkilega ánægjulegt að sjá hvernig tekist hefur að lyfta öllum nemendum og sjá hvernig kennurum hefur tekist með elju sinni og þekkingu á þeim vísindum sem liggja að baki að vinna markvisst að því að hafa áskorun miðað við færni. En þeir sem það þekkja að kenna stórum hópi barna vita að þarna er um gríðarlega stóra áskorun að ræða. Það skipulag að hafa daglegan þjálfunartíma er með eindæmum gott fyrirkomulag. Í 40 mínútur á dag getur kennari verið viss um að sérhvert barn fái þá áskorun sem það þarf, hvorki eru verkefnin of þung né of létt. Að einfalda skóladaginn hefur sennilega aldrei verið mikilvægara, áreitin úr öllum áttum hafa sjaldnast verið meiri. Í grunnskóla skal grunnurinn lagður og það er okkar sem þar störfum að gera hann svo sterkan að unnt sé að byggja ofan á hann. Við þekkjum hvað til þarf. Það felst styrkur í barnvænu skólakerfi. Það felst styrkur í barnvænu sveitarfélagi og hvernig samfélagið í Vestmannaeyjum hefur tekið verkefninu er með eindæmum og má þar nefna þátttöku bæjarbókasafnsins. Þar er leiðarljós verkefnisins Kveikjum neistann að barnið er ávallt í forgrunni og markvisst unnið að því að efla mannauð. Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlisfræðilegri sálfræði við NTNU og HÍEinar Gunnarsson, aðstoðarskólastjóri við Grunnskóla VestmannaeyjaSvava Þ. Hjaltalín, grunnskólakennari, læsisfræðingur og sérkennari og ráðgjafi í Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun