Innlent

Boða til frekari verk­falla í 29 sveitar­fé­lögum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. BSRB

Fé­lags­menn í BSRB sam­þykktu í morgun frekari verk­falls­að­gerðir um land allt vegna kjara­deilu fé­lagsins við sveitar­fé­lög. Boðað hefur verið til að­gerða í 29 sveitar­fé­lögum.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá BSRB. Þar segir að verk­falls­boðun um frekari að­gerðir hafi verið sam­þykkt með yfir­gnæfandi meiri­hluta í sveitar­fé­lögunum 29. Áður hafði starfs­fólk leik­skóla og grunn­skóla í stærstu sveitar­fé­lögum landsins lagt niður störf síðast­liðinn mánu­dag. Næsta mánu­dag bætast við sex sveitar­fé­lög til við­bótar og svo koll af kolli.

Að þessu sinni verður um að ræða starfs­fólk leik­skóla, sund­lauga- og í­þrótta­mann­virkja, bæjar­skrif­stofa, hafna, þjónustu­mið­stöðva og á­halda­húsa svo eitt­hvað sé nefnt en mis­munandi er eftir sveitar­fé­lögum hvaða hópar leggja niður störf á hverjum tíma. Um er að ræða ó­tíma­bundið verk­fall hjá sund­laugum og í­þrótta­mann­virkjum um allt land.

„Niður­staðan endur­speglar þá ríku sam­stöðu fé­lags­fólks um að láta ekki bjóða sér þetta mis­rétti. Það er mikil ólga í hópnum sem skilur ekki sinnu­leysi bæjar- og sveitar­stjórnar­full­trúa sinna og upp­lifir það sem virðingar­leysi gagn­vart störfum þeirra. Það stefnir því í mjög um­fangs­miklar verk­falls­að­gerðir sem munu hafa víð­tæk á­hrif á starf­semi sveitar­fé­laga,“ er haft eftir Sonju Ýr Þor­bergs­dóttur, for­manni BSRB, um at­kvæða­greiðsluna.

Verk­falls­boðun um frekari að­gerðir var sam­þykkt með yfir­gnæfandi meiri­hluta í 29 sveitar­fé­lögum, og eru þau eftir­farandi:

Akra­nes

Akur­eyri

Ár­borg

Blá­skógar­byggð

Borgar­byggð

Dal­víkur­byggð

Fjalla­byggð

Grinda­vík

Gríms­nes- og Grafnings­hreppur

Grunda­fjarðar­bær

Hafnar­fjörður

Hvera­gerði

Ísa­fjarðar­bær

Kópa­vogur

Mos­fells­bær

Mýr­dals­hreppur

Norður­þing

Rang­ár­þing Eystra

Rang­ár­þing Ytra

Reykja­nes­bær

Sel­tjarnar­nes

Skaga­fjörður

Snæ­fells­bær

Stykkis­hólmur

Suður­nesja­bær

Vest­mann­eyjar

Vogar

Ölfus





Fleiri fréttir

Sjá meira


×