Blasi við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur Máni Snær Þorláksson skrifar 19. maí 2023 17:21 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það blasa við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur. Vísir/Arnar Formaður VR segir það blasa við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur frekar en fólkið í landinu. Búist er við að Seðlabankinn hækki stýrivexti enn eina ferðina í næstu viku. Gerist það verður um að ræða þrettándu stýrivaxtahækkunina í röð. Í næstu viku mun peningastefnunefnd Seðlabankans koma saman og ákveða hvort stýrivextir verði hækkaðir. Hagfræðideild Landsbankans hefur spáð fyrir um að nefndin ákveði að hækka vexti um heila prósentu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, furðar sig á því að enn eina ferðina virðist Seðlabankinn ætla að hækka vexti. Hann segir stýrivaxtahækkanir hafa þveröfug áhrif, þau lendi á fólkinu í landinu sem þurfi að flýja í unnvörpum yfir í verðtryggðu lánin. „Fólk ræður ekki við þetta, bæði þau sem festa ekki vextina og þar sem vextirnir eru að losna,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Greiðslubyrðin sé orðin alltof há og það muni nú þegar um allt annað sem hefur hækkað í þjóðfélaginu. „Fólk bara ræður einfaldlega ekki við þetta og það flýr yfir í verðtryggðu lánin.“ „Náttúrulega bara galið“ Ragnar segir að fólk sem var með fasta vexti neyðist til að fara yfir í verðtryggð lán, annars hækki afborganirnar alltof mikið. „En þau eru mikið óhagstæðari,“ segir hann. Miðað við það hvernig staðan er í dag segir Ragnar að í rauninni sé um að ræða eignaupptöku í gegnum verðbæturnar. „Ef þú tekur tíu prósent verðbólgu plús vextina sem eru í boði þá ertu að borga þrettán, fjórtán prósent vexti af húsnæðisláni. Þetta er náttúrulega bara galið.“ Hann segir að ef markmiðið sé að slá á útlánaþenslu þá sé einungis að gera það gagnvart heimilunum. Ólíkt heimilunum geti fyrirtækin velt vaxtahækkunum beint út í verðlagið. „Fólkið í landinu getur það ekki. Ef að Seðlabankinn hefur ætlað sér að draga úr neyslu þá er það að gerast sem við vöruðum við, að stýrivaxtahækkunin sjálf hefur ekki áhrif á einkaneyslu þegar allir eru að flýja yfir í verðtryggðu lánin. Það hefur í rauninni bara öfug áhrif.“ Ragnar bendir þá á að með aukningu á verðtryggðum lánum minnki virkni stýrivaxtatækisins „Ef allir eru með fasta vexti og færa sig síðan yfir í verðtryggt þá hafa stýrivextirnir miklu minni áhrif.“ Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur Ragnar segir það vera ljóst að Seðlabankinn sé með þessu að verja fjármagnseigendur. „Það hlýtur að blasa við. Það skín alltaf í gegn,“ segir hann. „Það er alltaf verið að nota nýjar og nýjar rökleysur fyrir hverri hækkun. Seðlabankinn getur alveg takmarkað útlánaþenslu til fyrirtækjanna, hann getur gert það með sambærilegum hætti og hann hefur gert gagnvart heimilunum. Hann getur alveg notað önnur tæki og tól.“ Ragnar segir það vera mikið áhyggjuefni að Seðlabankinn skuli „fyrst og fremst vera að hugsa um fjármagnseigendur en ekki fólkið í landinu.“ Stýrivaxtahækkanir hafi þveröfug áhrif Ragnar leggur að lokum til að Seðlabankinn láti af þessari vegferð. „Þessum stjórnlausu stýrivaxtahækkunum. Vegna þess að þetta hefur ekki haft nein áhrif á verðbólguna hér, hún er annars eðlis. Verðbólgan hér hefur verið út af húsnæðismarkaði, hækkun opinberra gjalda og hún hefur verið út af innfluttri verðbólgu.“ Stýrivextir á Íslandi hafi enga stjórn á innfluttri verðbólgu sem stafar af stríðinu í Úkraínu og heimsfaraldrinum. Því séu stýrivaxtahækkanirnar ekki að slá á verðbólguna, þvert á móti. Á síðustu mánuðum hafi hækkun stýrivaxta reiknast inn í greidda húsaleigu sem ýti upp vísitölunni. „Þessar stýrivaxtahækkanir eru að hafa þveröfug áhrif og Seðlabankinn þarf að fara að haga sér eins og Seðlabankar gera annars staðar. Þeir hafa hækkað vexti en ekkert í líkingu við það sem hefur gerst hér.“ Stéttarfélög Verðlag Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Í næstu viku mun peningastefnunefnd Seðlabankans koma saman og ákveða hvort stýrivextir verði hækkaðir. Hagfræðideild Landsbankans hefur spáð fyrir um að nefndin ákveði að hækka vexti um heila prósentu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, furðar sig á því að enn eina ferðina virðist Seðlabankinn ætla að hækka vexti. Hann segir stýrivaxtahækkanir hafa þveröfug áhrif, þau lendi á fólkinu í landinu sem þurfi að flýja í unnvörpum yfir í verðtryggðu lánin. „Fólk ræður ekki við þetta, bæði þau sem festa ekki vextina og þar sem vextirnir eru að losna,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Greiðslubyrðin sé orðin alltof há og það muni nú þegar um allt annað sem hefur hækkað í þjóðfélaginu. „Fólk bara ræður einfaldlega ekki við þetta og það flýr yfir í verðtryggðu lánin.“ „Náttúrulega bara galið“ Ragnar segir að fólk sem var með fasta vexti neyðist til að fara yfir í verðtryggð lán, annars hækki afborganirnar alltof mikið. „En þau eru mikið óhagstæðari,“ segir hann. Miðað við það hvernig staðan er í dag segir Ragnar að í rauninni sé um að ræða eignaupptöku í gegnum verðbæturnar. „Ef þú tekur tíu prósent verðbólgu plús vextina sem eru í boði þá ertu að borga þrettán, fjórtán prósent vexti af húsnæðisláni. Þetta er náttúrulega bara galið.“ Hann segir að ef markmiðið sé að slá á útlánaþenslu þá sé einungis að gera það gagnvart heimilunum. Ólíkt heimilunum geti fyrirtækin velt vaxtahækkunum beint út í verðlagið. „Fólkið í landinu getur það ekki. Ef að Seðlabankinn hefur ætlað sér að draga úr neyslu þá er það að gerast sem við vöruðum við, að stýrivaxtahækkunin sjálf hefur ekki áhrif á einkaneyslu þegar allir eru að flýja yfir í verðtryggðu lánin. Það hefur í rauninni bara öfug áhrif.“ Ragnar bendir þá á að með aukningu á verðtryggðum lánum minnki virkni stýrivaxtatækisins „Ef allir eru með fasta vexti og færa sig síðan yfir í verðtryggt þá hafa stýrivextirnir miklu minni áhrif.“ Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur Ragnar segir það vera ljóst að Seðlabankinn sé með þessu að verja fjármagnseigendur. „Það hlýtur að blasa við. Það skín alltaf í gegn,“ segir hann. „Það er alltaf verið að nota nýjar og nýjar rökleysur fyrir hverri hækkun. Seðlabankinn getur alveg takmarkað útlánaþenslu til fyrirtækjanna, hann getur gert það með sambærilegum hætti og hann hefur gert gagnvart heimilunum. Hann getur alveg notað önnur tæki og tól.“ Ragnar segir það vera mikið áhyggjuefni að Seðlabankinn skuli „fyrst og fremst vera að hugsa um fjármagnseigendur en ekki fólkið í landinu.“ Stýrivaxtahækkanir hafi þveröfug áhrif Ragnar leggur að lokum til að Seðlabankinn láti af þessari vegferð. „Þessum stjórnlausu stýrivaxtahækkunum. Vegna þess að þetta hefur ekki haft nein áhrif á verðbólguna hér, hún er annars eðlis. Verðbólgan hér hefur verið út af húsnæðismarkaði, hækkun opinberra gjalda og hún hefur verið út af innfluttri verðbólgu.“ Stýrivextir á Íslandi hafi enga stjórn á innfluttri verðbólgu sem stafar af stríðinu í Úkraínu og heimsfaraldrinum. Því séu stýrivaxtahækkanirnar ekki að slá á verðbólguna, þvert á móti. Á síðustu mánuðum hafi hækkun stýrivaxta reiknast inn í greidda húsaleigu sem ýti upp vísitölunni. „Þessar stýrivaxtahækkanir eru að hafa þveröfug áhrif og Seðlabankinn þarf að fara að haga sér eins og Seðlabankar gera annars staðar. Þeir hafa hækkað vexti en ekkert í líkingu við það sem hefur gerst hér.“
Stéttarfélög Verðlag Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira