Blasi við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur Máni Snær Þorláksson skrifar 19. maí 2023 17:21 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það blasa við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur. Vísir/Arnar Formaður VR segir það blasa við að Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur frekar en fólkið í landinu. Búist er við að Seðlabankinn hækki stýrivexti enn eina ferðina í næstu viku. Gerist það verður um að ræða þrettándu stýrivaxtahækkunina í röð. Í næstu viku mun peningastefnunefnd Seðlabankans koma saman og ákveða hvort stýrivextir verði hækkaðir. Hagfræðideild Landsbankans hefur spáð fyrir um að nefndin ákveði að hækka vexti um heila prósentu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, furðar sig á því að enn eina ferðina virðist Seðlabankinn ætla að hækka vexti. Hann segir stýrivaxtahækkanir hafa þveröfug áhrif, þau lendi á fólkinu í landinu sem þurfi að flýja í unnvörpum yfir í verðtryggðu lánin. „Fólk ræður ekki við þetta, bæði þau sem festa ekki vextina og þar sem vextirnir eru að losna,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Greiðslubyrðin sé orðin alltof há og það muni nú þegar um allt annað sem hefur hækkað í þjóðfélaginu. „Fólk bara ræður einfaldlega ekki við þetta og það flýr yfir í verðtryggðu lánin.“ „Náttúrulega bara galið“ Ragnar segir að fólk sem var með fasta vexti neyðist til að fara yfir í verðtryggð lán, annars hækki afborganirnar alltof mikið. „En þau eru mikið óhagstæðari,“ segir hann. Miðað við það hvernig staðan er í dag segir Ragnar að í rauninni sé um að ræða eignaupptöku í gegnum verðbæturnar. „Ef þú tekur tíu prósent verðbólgu plús vextina sem eru í boði þá ertu að borga þrettán, fjórtán prósent vexti af húsnæðisláni. Þetta er náttúrulega bara galið.“ Hann segir að ef markmiðið sé að slá á útlánaþenslu þá sé einungis að gera það gagnvart heimilunum. Ólíkt heimilunum geti fyrirtækin velt vaxtahækkunum beint út í verðlagið. „Fólkið í landinu getur það ekki. Ef að Seðlabankinn hefur ætlað sér að draga úr neyslu þá er það að gerast sem við vöruðum við, að stýrivaxtahækkunin sjálf hefur ekki áhrif á einkaneyslu þegar allir eru að flýja yfir í verðtryggðu lánin. Það hefur í rauninni bara öfug áhrif.“ Ragnar bendir þá á að með aukningu á verðtryggðum lánum minnki virkni stýrivaxtatækisins „Ef allir eru með fasta vexti og færa sig síðan yfir í verðtryggt þá hafa stýrivextirnir miklu minni áhrif.“ Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur Ragnar segir það vera ljóst að Seðlabankinn sé með þessu að verja fjármagnseigendur. „Það hlýtur að blasa við. Það skín alltaf í gegn,“ segir hann. „Það er alltaf verið að nota nýjar og nýjar rökleysur fyrir hverri hækkun. Seðlabankinn getur alveg takmarkað útlánaþenslu til fyrirtækjanna, hann getur gert það með sambærilegum hætti og hann hefur gert gagnvart heimilunum. Hann getur alveg notað önnur tæki og tól.“ Ragnar segir það vera mikið áhyggjuefni að Seðlabankinn skuli „fyrst og fremst vera að hugsa um fjármagnseigendur en ekki fólkið í landinu.“ Stýrivaxtahækkanir hafi þveröfug áhrif Ragnar leggur að lokum til að Seðlabankinn láti af þessari vegferð. „Þessum stjórnlausu stýrivaxtahækkunum. Vegna þess að þetta hefur ekki haft nein áhrif á verðbólguna hér, hún er annars eðlis. Verðbólgan hér hefur verið út af húsnæðismarkaði, hækkun opinberra gjalda og hún hefur verið út af innfluttri verðbólgu.“ Stýrivextir á Íslandi hafi enga stjórn á innfluttri verðbólgu sem stafar af stríðinu í Úkraínu og heimsfaraldrinum. Því séu stýrivaxtahækkanirnar ekki að slá á verðbólguna, þvert á móti. Á síðustu mánuðum hafi hækkun stýrivaxta reiknast inn í greidda húsaleigu sem ýti upp vísitölunni. „Þessar stýrivaxtahækkanir eru að hafa þveröfug áhrif og Seðlabankinn þarf að fara að haga sér eins og Seðlabankar gera annars staðar. Þeir hafa hækkað vexti en ekkert í líkingu við það sem hefur gerst hér.“ Stéttarfélög Verðlag Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Í næstu viku mun peningastefnunefnd Seðlabankans koma saman og ákveða hvort stýrivextir verði hækkaðir. Hagfræðideild Landsbankans hefur spáð fyrir um að nefndin ákveði að hækka vexti um heila prósentu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, furðar sig á því að enn eina ferðina virðist Seðlabankinn ætla að hækka vexti. Hann segir stýrivaxtahækkanir hafa þveröfug áhrif, þau lendi á fólkinu í landinu sem þurfi að flýja í unnvörpum yfir í verðtryggðu lánin. „Fólk ræður ekki við þetta, bæði þau sem festa ekki vextina og þar sem vextirnir eru að losna,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Greiðslubyrðin sé orðin alltof há og það muni nú þegar um allt annað sem hefur hækkað í þjóðfélaginu. „Fólk bara ræður einfaldlega ekki við þetta og það flýr yfir í verðtryggðu lánin.“ „Náttúrulega bara galið“ Ragnar segir að fólk sem var með fasta vexti neyðist til að fara yfir í verðtryggð lán, annars hækki afborganirnar alltof mikið. „En þau eru mikið óhagstæðari,“ segir hann. Miðað við það hvernig staðan er í dag segir Ragnar að í rauninni sé um að ræða eignaupptöku í gegnum verðbæturnar. „Ef þú tekur tíu prósent verðbólgu plús vextina sem eru í boði þá ertu að borga þrettán, fjórtán prósent vexti af húsnæðisláni. Þetta er náttúrulega bara galið.“ Hann segir að ef markmiðið sé að slá á útlánaþenslu þá sé einungis að gera það gagnvart heimilunum. Ólíkt heimilunum geti fyrirtækin velt vaxtahækkunum beint út í verðlagið. „Fólkið í landinu getur það ekki. Ef að Seðlabankinn hefur ætlað sér að draga úr neyslu þá er það að gerast sem við vöruðum við, að stýrivaxtahækkunin sjálf hefur ekki áhrif á einkaneyslu þegar allir eru að flýja yfir í verðtryggðu lánin. Það hefur í rauninni bara öfug áhrif.“ Ragnar bendir þá á að með aukningu á verðtryggðum lánum minnki virkni stýrivaxtatækisins „Ef allir eru með fasta vexti og færa sig síðan yfir í verðtryggt þá hafa stýrivextirnir miklu minni áhrif.“ Seðlabankinn sé að verja fjármagnseigendur Ragnar segir það vera ljóst að Seðlabankinn sé með þessu að verja fjármagnseigendur. „Það hlýtur að blasa við. Það skín alltaf í gegn,“ segir hann. „Það er alltaf verið að nota nýjar og nýjar rökleysur fyrir hverri hækkun. Seðlabankinn getur alveg takmarkað útlánaþenslu til fyrirtækjanna, hann getur gert það með sambærilegum hætti og hann hefur gert gagnvart heimilunum. Hann getur alveg notað önnur tæki og tól.“ Ragnar segir það vera mikið áhyggjuefni að Seðlabankinn skuli „fyrst og fremst vera að hugsa um fjármagnseigendur en ekki fólkið í landinu.“ Stýrivaxtahækkanir hafi þveröfug áhrif Ragnar leggur að lokum til að Seðlabankinn láti af þessari vegferð. „Þessum stjórnlausu stýrivaxtahækkunum. Vegna þess að þetta hefur ekki haft nein áhrif á verðbólguna hér, hún er annars eðlis. Verðbólgan hér hefur verið út af húsnæðismarkaði, hækkun opinberra gjalda og hún hefur verið út af innfluttri verðbólgu.“ Stýrivextir á Íslandi hafi enga stjórn á innfluttri verðbólgu sem stafar af stríðinu í Úkraínu og heimsfaraldrinum. Því séu stýrivaxtahækkanirnar ekki að slá á verðbólguna, þvert á móti. Á síðustu mánuðum hafi hækkun stýrivaxta reiknast inn í greidda húsaleigu sem ýti upp vísitölunni. „Þessar stýrivaxtahækkanir eru að hafa þveröfug áhrif og Seðlabankinn þarf að fara að haga sér eins og Seðlabankar gera annars staðar. Þeir hafa hækkað vexti en ekkert í líkingu við það sem hefur gerst hér.“
Stéttarfélög Verðlag Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira