Handbolti

Viktor í æsi­spennandi topp­bar­áttu í Frakk­landi

Aron Guðmundsson skrifar
Viktor Gísli í leik kvöldsins.
Viktor Gísli í leik kvöldsins. Twitter@HBCNantes

Ís­lenski lands­liðs­mark­vörðurinn í hand­bolta, Viktor Gísli Hall­gríms­son, stóð í marki Nan­tes í frönsku deildinni í dag þegar liðið vann fimm marka sigur á Creteil.

Topp­bar­áttan í frönsku deildinni er á milli þriggja liða, þar á meðal Nan­tes, þegar að­eins nokkrir leikir eru eftir af yfir­standandi tíma­bili.

Sigur dagsins var því afar mikil­vægur fyrir Viktor Gísla og liðs­fé­laga hans því með honum nær liðið að halda pressunni á efsta liði deildarinnar, Montpelli­er, og franska stór­veldinu Paris Saint-Germain.

Sem stendur er Montpelli­er með eins stigs for­ystu á toppi frönsku deildarinnar. Nan­tes situr í öðru sæti en á leik til góða á Montpelli­er.

Paris Saint-Germain er hins vegar í þriðja sæti deildarinnar en á leik til góða á Nan­tes og tvo leiki til góða á Montpelli­er.

Því mætti segja að Parísar­liðið sé í öku­manns­sætinu því takist liðinu að vinna alla leiki sína sem eftir eru á tíma­bilinu, verður það franskur meistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×