Skammaðist sín fyrir að vera Íslendingur Vésteinn Örn Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 20. maí 2023 23:21 Hundrað og sjötíu farþegar sátu fastir á flugvellinum í Glasgow í hátt í fjörutíu tíma, á meðan þeir biðu þess að komast um borð í vél til Íslands. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli upp úr klukkan tvö í nótt. Ástæða seinkunarinnar var bilun í vélinni. Þegar varahlutur barst reyndist hann síðan ónothæfur. Einn farþega segist hafa skammast sín fyrir að vera Íslendingur. Upplýsingafulltrúi Icelandair tjáði fréttastofu í gærkvöldi að ákveðið hefði verið að senda aðra flugvél en þá sem var biluð til þess að sækja farþegana. Mannleg mistök hafi orðið þess valdandi að ekki var hægt að fara á loft fyrr en raun bar vitni og að félagið harmaði seinkunina. Einn farþega vélarinnar, Jóna Ástríður Jóhannsdóttir, hefur tjáð fréttastofu að biðin hafi tekið mikið á farþega og hún hafi skammast sín fyrir að vera Íslendingur. Á þrjátíu og átta tímum hafi hver farþegi fengið 70 pund til að kaupa sér mat, og samskipti við flugfélagið hafi ekki verið góð. Hún hafi við komuna til Íslands ekið erlendum hjónum, sem voru í miklu uppnámi eftir að hafa misst tvo daga af fríi sínu og ekki séð fram á að komast á Selfoss um nóttina, á hótel þeirra fyrir austan fjall. Formaður Neytendasamtakanna segir rétt farþega ríkan í aðstæðum sem þessum. Þar sé meðal annars réttur til hótelgistingar, þegar töfin er þetta löng. Fólk átti sig ekki á réttarstöðunni „Mér virðist, í þessu dæmi sem verið er að ræða, að vandamálið hafi verið samskiptaleysi og það að það hafi ekki verið allar upplýsingar til staðar,“ segir Breki Karlsson formaður samtakanna. Ef farþegum hefði verið tjáð hvernig í pottinn væri búið hefðu þeir getað gert viðeigandi ráðstafanir og nýtt rétt sinn. „Að öðru leyti þá á fólk líka rétt á að fá staðlaðar skaðabætur, sem eru fyrir þessa lengd 250 evrur. Fyrir lengri flug getur það verið allt að 600 evrur,“ segir Breki og bætir við að reynsla Neytendasamtakanna sé sú að Icelandair greiði fólki almennt þær bætur sem því ber. Hann telur að fólk átti sig ekki á réttarstöðu sinni í öllum tilvikum og hafa samtökin sett upp sérstaka vefsíðu, ns.is/flug, þar sem fólk getur reiknað út mögulegar skaðabætur, með hliðsjón af atvikum máls. Icelandair harmar atvikið Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir í nýju svari til fréttastofu að reynt hafi verið að koma til móts við farþega. „Við höfum sent farþegum upplýsingar um hvernig þau sækja bætur. Við reyndum eftir fremsta megni að upplýsa farþega um stöðuna með okkar bestu upplýsingum á hverjum tíma og sendum í heildina tíu upplýsingapósta/-skilaboð. Okkur þykir mjög leitt hvernig fór og viljum biðja farþega afsökunar á þeirri töf sem varð á ferð þeirra.“ Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Ferðamennska á Íslandi Skotland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Skelfileg upplifun“ farþega eftir 38 klukkutíma seinkun Farþegar sem setið hafa fastir á flugvelli í Glasgow í Skotlandi vegna tafa hjá Icelandair segja ástandið óþolandi. 170 manns áttu að fljúga með vélinni, sem bilaði, og loks þegar varahlutur barst reyndist hann ónothæfur. 19. maí 2023 22:32 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Icelandair tjáði fréttastofu í gærkvöldi að ákveðið hefði verið að senda aðra flugvél en þá sem var biluð til þess að sækja farþegana. Mannleg mistök hafi orðið þess valdandi að ekki var hægt að fara á loft fyrr en raun bar vitni og að félagið harmaði seinkunina. Einn farþega vélarinnar, Jóna Ástríður Jóhannsdóttir, hefur tjáð fréttastofu að biðin hafi tekið mikið á farþega og hún hafi skammast sín fyrir að vera Íslendingur. Á þrjátíu og átta tímum hafi hver farþegi fengið 70 pund til að kaupa sér mat, og samskipti við flugfélagið hafi ekki verið góð. Hún hafi við komuna til Íslands ekið erlendum hjónum, sem voru í miklu uppnámi eftir að hafa misst tvo daga af fríi sínu og ekki séð fram á að komast á Selfoss um nóttina, á hótel þeirra fyrir austan fjall. Formaður Neytendasamtakanna segir rétt farþega ríkan í aðstæðum sem þessum. Þar sé meðal annars réttur til hótelgistingar, þegar töfin er þetta löng. Fólk átti sig ekki á réttarstöðunni „Mér virðist, í þessu dæmi sem verið er að ræða, að vandamálið hafi verið samskiptaleysi og það að það hafi ekki verið allar upplýsingar til staðar,“ segir Breki Karlsson formaður samtakanna. Ef farþegum hefði verið tjáð hvernig í pottinn væri búið hefðu þeir getað gert viðeigandi ráðstafanir og nýtt rétt sinn. „Að öðru leyti þá á fólk líka rétt á að fá staðlaðar skaðabætur, sem eru fyrir þessa lengd 250 evrur. Fyrir lengri flug getur það verið allt að 600 evrur,“ segir Breki og bætir við að reynsla Neytendasamtakanna sé sú að Icelandair greiði fólki almennt þær bætur sem því ber. Hann telur að fólk átti sig ekki á réttarstöðu sinni í öllum tilvikum og hafa samtökin sett upp sérstaka vefsíðu, ns.is/flug, þar sem fólk getur reiknað út mögulegar skaðabætur, með hliðsjón af atvikum máls. Icelandair harmar atvikið Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir í nýju svari til fréttastofu að reynt hafi verið að koma til móts við farþega. „Við höfum sent farþegum upplýsingar um hvernig þau sækja bætur. Við reyndum eftir fremsta megni að upplýsa farþega um stöðuna með okkar bestu upplýsingum á hverjum tíma og sendum í heildina tíu upplýsingapósta/-skilaboð. Okkur þykir mjög leitt hvernig fór og viljum biðja farþega afsökunar á þeirri töf sem varð á ferð þeirra.“
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Ferðamennska á Íslandi Skotland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Skelfileg upplifun“ farþega eftir 38 klukkutíma seinkun Farþegar sem setið hafa fastir á flugvelli í Glasgow í Skotlandi vegna tafa hjá Icelandair segja ástandið óþolandi. 170 manns áttu að fljúga með vélinni, sem bilaði, og loks þegar varahlutur barst reyndist hann ónothæfur. 19. maí 2023 22:32 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
„Skelfileg upplifun“ farþega eftir 38 klukkutíma seinkun Farþegar sem setið hafa fastir á flugvelli í Glasgow í Skotlandi vegna tafa hjá Icelandair segja ástandið óþolandi. 170 manns áttu að fljúga með vélinni, sem bilaði, og loks þegar varahlutur barst reyndist hann ónothæfur. 19. maí 2023 22:32