Velferðarmálin efst á forgangslista raunsærrar Samfylkingar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. maí 2023 12:47 Jóhann Páll segir Samfylkingarfólk ekki kippa sér upp við gagnrýni frá Viðreisn eða Sjálfstæðisflokknum. „Samfylkingin hefur gjörbreytt sinni forgangsröðun eftir að Kristrún Frostadóttir varð formaður flokksins og við erum bara mjög raunsæ á Evrópumálin,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar um gagnrýni Sigmars Guðmundssonar á afstöðu flokksins. Sigmar, þingmaður Viðreisnar, reit aðsenda grein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann sakaði Kristrúnu um að endurtaka kunnulegt stef úr Valhöll um að Evrópumálin væru ekki á dagskrá. Jóhann Páll segist fagna því að Sigmar og Viðreisn vilji halda Evrópumálunum á lofti en önnur mál séu ofarlegar á lista núna hjá Samfylkingunni. „Aðalmálið núna er að Samfylkingin vill sameina þjóðina um velferðarmálin,“ segir Jóhann Páll. „Það sem Viðreisn og Valhöll skilja ekki er að Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur. Við leggju ofuráherslu á eflingu velferðarkerfisins; heilbrigðismálin, almannatryggingar. Sameina þjóðina um þessi brýnu verkefni sem er hægt að ráðast í tafarlaust. Verkefni sem við getum skilað af okkur strax á næsta kjörtímabili.“ Jóhann Páll segir Sigmar virðast upptekinn af skoðanakönnunum um afstöðu fólks til Evrópusambandsaðildar en það liggi fyrir Samfylkingunni að koma hreint og beint fram við fólk og gefa því skýran valkost. Evrópusambandsaðild sé ekki eitthvað sem sé að fara að gerast á næstunni og þá segist hann aðspurður ekki telja að annar gjaldmiðill sé töfralausn við verðbólgunni og efnahagsvandanum sem Íslendingar glíma við núna. „Það er kannski ekkert nýtt að við séum ekki með sömu nálgun í Evrópumálunum,“ segir Jóhann Páll um ólíka afstöðu Samfylkingarinnar og Viðreisnar, sem báðir hafa talað fyrir aðild að Evrópusambandinu. „Fyrir nokkrum árum vildi Viðreisn til dæmis taka upp svokallað myntráð; það er eitthvað sem ég er alveg innilega ósammála. Og fyrir síðustu kosningar töluðu þau fyrir samningsbundinni fastgengisstefnu, með samningi við evrópska seðlabankann. Það er algjörlega óraunhæft.“ Jóhann Páll ítrekar að hann fagni því þó að Viðreisn sé nú að tala fyrir fullri aðild að Evrópusambandinu. „Það er okkur algjörlega að meinalausu að þau og Valhöll séu að skensast í okkur, við höldum bara okkar striki,“ segir hann. Viðreisn Samfylkingin Evrópusambandið Alþingi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Fleiri fréttir Mesta manneklan skólum og frístundaheimilum í Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Sigmar, þingmaður Viðreisnar, reit aðsenda grein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann sakaði Kristrúnu um að endurtaka kunnulegt stef úr Valhöll um að Evrópumálin væru ekki á dagskrá. Jóhann Páll segist fagna því að Sigmar og Viðreisn vilji halda Evrópumálunum á lofti en önnur mál séu ofarlegar á lista núna hjá Samfylkingunni. „Aðalmálið núna er að Samfylkingin vill sameina þjóðina um velferðarmálin,“ segir Jóhann Páll. „Það sem Viðreisn og Valhöll skilja ekki er að Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur. Við leggju ofuráherslu á eflingu velferðarkerfisins; heilbrigðismálin, almannatryggingar. Sameina þjóðina um þessi brýnu verkefni sem er hægt að ráðast í tafarlaust. Verkefni sem við getum skilað af okkur strax á næsta kjörtímabili.“ Jóhann Páll segir Sigmar virðast upptekinn af skoðanakönnunum um afstöðu fólks til Evrópusambandsaðildar en það liggi fyrir Samfylkingunni að koma hreint og beint fram við fólk og gefa því skýran valkost. Evrópusambandsaðild sé ekki eitthvað sem sé að fara að gerast á næstunni og þá segist hann aðspurður ekki telja að annar gjaldmiðill sé töfralausn við verðbólgunni og efnahagsvandanum sem Íslendingar glíma við núna. „Það er kannski ekkert nýtt að við séum ekki með sömu nálgun í Evrópumálunum,“ segir Jóhann Páll um ólíka afstöðu Samfylkingarinnar og Viðreisnar, sem báðir hafa talað fyrir aðild að Evrópusambandinu. „Fyrir nokkrum árum vildi Viðreisn til dæmis taka upp svokallað myntráð; það er eitthvað sem ég er alveg innilega ósammála. Og fyrir síðustu kosningar töluðu þau fyrir samningsbundinni fastgengisstefnu, með samningi við evrópska seðlabankann. Það er algjörlega óraunhæft.“ Jóhann Páll ítrekar að hann fagni því þó að Viðreisn sé nú að tala fyrir fullri aðild að Evrópusambandinu. „Það er okkur algjörlega að meinalausu að þau og Valhöll séu að skensast í okkur, við höldum bara okkar striki,“ segir hann.
Viðreisn Samfylkingin Evrópusambandið Alþingi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Fleiri fréttir Mesta manneklan skólum og frístundaheimilum í Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent