Allt er breytingum háð - fögnum tilkomu rafmagnshlaupahjólanna Guðni Freyr Öfjörð skrifar 25. maí 2023 11:30 Eftir því sem borgir um allan heim verða aðþrengdari af bílaumferð, og mengun orðið stöðugt meira íþyngjandi fyrir íbúa, hefur það orðið sífellt mikilvægara að finna og bjóða upp á vistvæna og skilvirka ferðamáta. Rafmagnshlaupahjól hafa komið fram sem lausn á þessu vandamáli. Þau eru vinsæl ogveitia margvíslegan ávinning fyrir samfélagið, lýðheilsu íbúa, umhverfið og dýralífið. Þegar bílar voru fyrst kynntir til sögunnar, voru mörg mótfallin breytingunni. Hestar voru helsti ferðamátinn og fólk hafði, réttilega, áhyggjur af því að bílar myndu hræða þá og valda slysum. En með tímanum, urðu bílar vinsælli og komu að lokum í stað hesta sem aðal ferðamátinn. Breytingin mætti því andstöðu enda þörf á aðlögun til að auka umferðaröryggi fólks. Annað dæmi um breytingar sem mættu andstöðu, er þegar reykingar voru bannaðar á veitingastöðum og opinberum stöðum. Þá voru mörg mótfallin breytingunni. En með tímanum vandist fólk breytingunni og í dag finnst flestum fáránleg tilhugsun að einu sinni hafi mátt reykja innandyra á almenningsstöðum. Sama á við um rafmagnshlaupahjól. Þó að sum geti verið mótfallin breytingunni núna, geta þau með tímanum séð ávinninginn sem rafmagnshlaupahjól veita samfélaginu, umhverfinu og almennri velferð alls samfélagsins. Rafmagnshlaupahjól hafa mætt nokkurri mótspyrnu frá fólki sem er vant hefðbundnari ferðamátum eins og bílum eða reiðhjólum. Sum hafa áhyggjur af því að rafmagnshlaupahjól séu óörugg fyrir notendur, á meðan önnur hafa áhyggjur af áhrifum þeirra á umferðarmynstur og öryggi gangandi vegfarenda. Gott er að hafa það hugfast þegar mantran um að banna rafmagnshlaupahjól kemur upp þá er verið að kasta grjóti úr glerhúsi. Þvíöll faratæki, hvort heldur sem þau eru stór eða smá valda og auka slysahættu, ef þau eru ekki notuð rétt. Munum að um er að ræða hlutlaus verkfæri sem má nota rétt eða rangt, það er notandinn sem stýrir því. Tilkoma bíla og fyrstu áskoranir Horfum á þetta í sögulegu samhengi. Þegar bílar komu fram sem almennur ferðamáti voru fjölmargar áskoranir sem samfélagið þurfti að takast á við. Áberandi vandamál var t.d. skortur á innviðum til að koma til móts við ökutæki. Skortur á stöðluðum vegamerkjum, umferðarljósum og bílastæðum stuðlaði að óskipulögðu umhverfi sem hafði í för með sér verulega slysahættu gagnvart umferðaröryggi almennings. Með tímanum viðurkenndu yfirvöld þörfina á bættum innviðum og innleiddu ráðstafanir eins og umferðarreglur, ökuskírteini og uppbyggingu vel hannaðra vegastofnbrauta. Líkt og fyrst þegar bílar komu fram hafa rafmagnshlaupahjólin einnig þurft að fást við fjölda áskorana. Það er ekkert óeðlilegt við það, í rauninni alveg viðbúið. Helstu áskoranir rafmagnshlaupahjóla Til að hámarka ávinninginn af rafmagnshlaupahjólum þurfum við að ganga úr skugga um að þær séu notaðar á ábyrgan hátt. Við verðum að vera heiðarleg og raunsæ. Það er ýmis vandamál tengd notkun þessara farartækja. Alveg eins og var með bílana. En það er lykilatriði að bregðast rétt við þeim hnökrum sem eru að koma upp. Það þarf að regluvæða notkun þeirra, þar sem hægt er að banna ákveðna hegðun við notkun þeirra, og fara í skaðaminnkandi aðgerðir í þeim tilgangi að lágmarka skaða sem getur hlotist við að nota þau rangt. Ölvun við akstur er gott dæmi. Hvorki bíll né áfengi eru bönnuð, en notkun þeirra samtímis er það hins vegar. Einnig þarf að tryggja að notkun þeirra trufli ekki né ógni öryggi annarra í umhverfinu.Það er hægt er að gera með því að tryggja að þeim sé lagt á réttan hátt og séu ekki fyrir og að gert sé ráð fyrir þeim með því að auka hjólastíga og innviði um borgir og bæi fyrir rafmagnshlaupahjól og hjól. Ekki síst er mikilvægt að halda fræðslu í skólum og á vinnustöðum semhjálpar til við að fræða fólk um kosti rafmagnshlaupahjóla og hvernig á að nota þau á öruggan og ábyrgan hátt. Háværar raddir um að banna rafmagnshlaupahjól halda ekki vatni. Efstjórnvöld banna rafmagnshlaupahjólaleigur þurfa þau einnig að banna einkaþotur,bíla, hjól og jafnvel almenningssamgöngur. Þessir ferðamátar skaða umhverfið, dýralíf, loft og fólk á marga vegu. Auk þess er slysatíðnin af völdum einkabílsins gífurleg, eins og við vitum öll. Og fyrst það skrefið væri tekið, ætti þá ekki að banna áfengi, sem er vel þekktur orsakavaldur flestra umferðarslysa sem valda mannskaða? Helstu kostir rafmagnshlaupahjóla? Kolefnislosun rafmagnshlaupahjóla er umtalsvert minni en bíla. Raunar er kolefnisfótspor rafmagnshlaupahjóla um 60% minna en bíla. Rafmagnshlaupahjól eru skilvirkur ferðamáti sem draga úr umferðarþunga og bæta umferðarflæði. Rafmagnshlaupahjól eru minni og liprari en bílar, sem gerir þau tilvalin til að forðast umferðarteppur. Þetta getur hjálpað til við að draga úr þeim tíma sem fólk eyðir fast í umferðinni, sem og magni mengunar sem myndast af bílum í lausagangi. Einn mikilvægasti kosturinn við rafmagnshlaupahjól eru jákvæð áhrif þeirra á umhverfið. Rafmagnshlaupahjól menga mun minna en bílar, draga úr magni skaðlegra gróðurhúsalofttegunda í loftinu og bæta loftgæði í þéttbýli. Þetta hefur bein áhrif á lýðheilsu þar sem léleg loftgæði hafa verið tengd ýmsum öndunar-, hjarta- og æða sjúkdómum. Til viðbótar við jákvæð umhverfisáhrif geta rafmagnshlaupahjól haft jákvæð áhrif á andlega líðan notenda, t.d. fólki sem er að kljást við þunglyndi, félagsfælni og önnur geðrænvandamál. Að fara út og nota rafmagnshlaupahjól, hvort sem það er í einkaeigu eða leigu, hjálpar fólki að komast meira út úr húsi, ferðast frjálsar um og njóta kostanna við að vera úti í samfélaginu. Enda vitum við öll að það að eyða tíma úti í náttúrunni hefur jákvæð áhrif á andlega heilsu, dregur úr streitu og bætir skap. Samgöngur á viðráðanlegu verði fyrir tekjulága og fólk í viðkvæmri stöðu: Rafmagnshlaupahjólaleigur eins og Hopp og Zolo eru ódýr og þægilegur ferðamáti. Það getur verið sérstaklega gagnlegt fyrir tekjulága og fólk í viðkvæmri stöðu, sem þurfa hagkvæman ferðamáta til að komast til að, sinna daglegum erindum eins og komast til vinnu eða í skóla, stunda félagslíf, komast á námskeið, hitta vini, sinna áhugamálum, og versla. Rafmagnshlaupahjól eru því nauðsynleg í þeim tilgangi að sporna gegn einmanaleika og einangrun,, sérstaklega í ljósi þess að á Íslandi eru almenningssamgöngur af skornum skammti Höfundur er í stjórn Ungra Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Rafhlaupahjól Guðni Freyr Öfjörð Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Sjá meira
Eftir því sem borgir um allan heim verða aðþrengdari af bílaumferð, og mengun orðið stöðugt meira íþyngjandi fyrir íbúa, hefur það orðið sífellt mikilvægara að finna og bjóða upp á vistvæna og skilvirka ferðamáta. Rafmagnshlaupahjól hafa komið fram sem lausn á þessu vandamáli. Þau eru vinsæl ogveitia margvíslegan ávinning fyrir samfélagið, lýðheilsu íbúa, umhverfið og dýralífið. Þegar bílar voru fyrst kynntir til sögunnar, voru mörg mótfallin breytingunni. Hestar voru helsti ferðamátinn og fólk hafði, réttilega, áhyggjur af því að bílar myndu hræða þá og valda slysum. En með tímanum, urðu bílar vinsælli og komu að lokum í stað hesta sem aðal ferðamátinn. Breytingin mætti því andstöðu enda þörf á aðlögun til að auka umferðaröryggi fólks. Annað dæmi um breytingar sem mættu andstöðu, er þegar reykingar voru bannaðar á veitingastöðum og opinberum stöðum. Þá voru mörg mótfallin breytingunni. En með tímanum vandist fólk breytingunni og í dag finnst flestum fáránleg tilhugsun að einu sinni hafi mátt reykja innandyra á almenningsstöðum. Sama á við um rafmagnshlaupahjól. Þó að sum geti verið mótfallin breytingunni núna, geta þau með tímanum séð ávinninginn sem rafmagnshlaupahjól veita samfélaginu, umhverfinu og almennri velferð alls samfélagsins. Rafmagnshlaupahjól hafa mætt nokkurri mótspyrnu frá fólki sem er vant hefðbundnari ferðamátum eins og bílum eða reiðhjólum. Sum hafa áhyggjur af því að rafmagnshlaupahjól séu óörugg fyrir notendur, á meðan önnur hafa áhyggjur af áhrifum þeirra á umferðarmynstur og öryggi gangandi vegfarenda. Gott er að hafa það hugfast þegar mantran um að banna rafmagnshlaupahjól kemur upp þá er verið að kasta grjóti úr glerhúsi. Þvíöll faratæki, hvort heldur sem þau eru stór eða smá valda og auka slysahættu, ef þau eru ekki notuð rétt. Munum að um er að ræða hlutlaus verkfæri sem má nota rétt eða rangt, það er notandinn sem stýrir því. Tilkoma bíla og fyrstu áskoranir Horfum á þetta í sögulegu samhengi. Þegar bílar komu fram sem almennur ferðamáti voru fjölmargar áskoranir sem samfélagið þurfti að takast á við. Áberandi vandamál var t.d. skortur á innviðum til að koma til móts við ökutæki. Skortur á stöðluðum vegamerkjum, umferðarljósum og bílastæðum stuðlaði að óskipulögðu umhverfi sem hafði í för með sér verulega slysahættu gagnvart umferðaröryggi almennings. Með tímanum viðurkenndu yfirvöld þörfina á bættum innviðum og innleiddu ráðstafanir eins og umferðarreglur, ökuskírteini og uppbyggingu vel hannaðra vegastofnbrauta. Líkt og fyrst þegar bílar komu fram hafa rafmagnshlaupahjólin einnig þurft að fást við fjölda áskorana. Það er ekkert óeðlilegt við það, í rauninni alveg viðbúið. Helstu áskoranir rafmagnshlaupahjóla Til að hámarka ávinninginn af rafmagnshlaupahjólum þurfum við að ganga úr skugga um að þær séu notaðar á ábyrgan hátt. Við verðum að vera heiðarleg og raunsæ. Það er ýmis vandamál tengd notkun þessara farartækja. Alveg eins og var með bílana. En það er lykilatriði að bregðast rétt við þeim hnökrum sem eru að koma upp. Það þarf að regluvæða notkun þeirra, þar sem hægt er að banna ákveðna hegðun við notkun þeirra, og fara í skaðaminnkandi aðgerðir í þeim tilgangi að lágmarka skaða sem getur hlotist við að nota þau rangt. Ölvun við akstur er gott dæmi. Hvorki bíll né áfengi eru bönnuð, en notkun þeirra samtímis er það hins vegar. Einnig þarf að tryggja að notkun þeirra trufli ekki né ógni öryggi annarra í umhverfinu.Það er hægt er að gera með því að tryggja að þeim sé lagt á réttan hátt og séu ekki fyrir og að gert sé ráð fyrir þeim með því að auka hjólastíga og innviði um borgir og bæi fyrir rafmagnshlaupahjól og hjól. Ekki síst er mikilvægt að halda fræðslu í skólum og á vinnustöðum semhjálpar til við að fræða fólk um kosti rafmagnshlaupahjóla og hvernig á að nota þau á öruggan og ábyrgan hátt. Háværar raddir um að banna rafmagnshlaupahjól halda ekki vatni. Efstjórnvöld banna rafmagnshlaupahjólaleigur þurfa þau einnig að banna einkaþotur,bíla, hjól og jafnvel almenningssamgöngur. Þessir ferðamátar skaða umhverfið, dýralíf, loft og fólk á marga vegu. Auk þess er slysatíðnin af völdum einkabílsins gífurleg, eins og við vitum öll. Og fyrst það skrefið væri tekið, ætti þá ekki að banna áfengi, sem er vel þekktur orsakavaldur flestra umferðarslysa sem valda mannskaða? Helstu kostir rafmagnshlaupahjóla? Kolefnislosun rafmagnshlaupahjóla er umtalsvert minni en bíla. Raunar er kolefnisfótspor rafmagnshlaupahjóla um 60% minna en bíla. Rafmagnshlaupahjól eru skilvirkur ferðamáti sem draga úr umferðarþunga og bæta umferðarflæði. Rafmagnshlaupahjól eru minni og liprari en bílar, sem gerir þau tilvalin til að forðast umferðarteppur. Þetta getur hjálpað til við að draga úr þeim tíma sem fólk eyðir fast í umferðinni, sem og magni mengunar sem myndast af bílum í lausagangi. Einn mikilvægasti kosturinn við rafmagnshlaupahjól eru jákvæð áhrif þeirra á umhverfið. Rafmagnshlaupahjól menga mun minna en bílar, draga úr magni skaðlegra gróðurhúsalofttegunda í loftinu og bæta loftgæði í þéttbýli. Þetta hefur bein áhrif á lýðheilsu þar sem léleg loftgæði hafa verið tengd ýmsum öndunar-, hjarta- og æða sjúkdómum. Til viðbótar við jákvæð umhverfisáhrif geta rafmagnshlaupahjól haft jákvæð áhrif á andlega líðan notenda, t.d. fólki sem er að kljást við þunglyndi, félagsfælni og önnur geðrænvandamál. Að fara út og nota rafmagnshlaupahjól, hvort sem það er í einkaeigu eða leigu, hjálpar fólki að komast meira út úr húsi, ferðast frjálsar um og njóta kostanna við að vera úti í samfélaginu. Enda vitum við öll að það að eyða tíma úti í náttúrunni hefur jákvæð áhrif á andlega heilsu, dregur úr streitu og bætir skap. Samgöngur á viðráðanlegu verði fyrir tekjulága og fólk í viðkvæmri stöðu: Rafmagnshlaupahjólaleigur eins og Hopp og Zolo eru ódýr og þægilegur ferðamáti. Það getur verið sérstaklega gagnlegt fyrir tekjulága og fólk í viðkvæmri stöðu, sem þurfa hagkvæman ferðamáta til að komast til að, sinna daglegum erindum eins og komast til vinnu eða í skóla, stunda félagslíf, komast á námskeið, hitta vini, sinna áhugamálum, og versla. Rafmagnshlaupahjól eru því nauðsynleg í þeim tilgangi að sporna gegn einmanaleika og einangrun,, sérstaklega í ljósi þess að á Íslandi eru almenningssamgöngur af skornum skammti Höfundur er í stjórn Ungra Pírata.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun