Birtir launaseðla leikskólaleiðbeinenda Máni Snær Þorláksson skrifar 25. maí 2023 17:43 Formaður BSRB birtir í dag launaseðla leikskólaleiðbeinenda sem starfa í Reykjavík og Kópavogi. Vísir/Vilhelm/Facebook Töluverður munur er á launum leikskólaleiðbeinenda sem vinna í Reykjavík og í Kópavogi. Samkvæmt launaseðlum sem formaður BSRB birtir í dag fær leiðbeinandi í Kópavogi um 45 þúsund krónum minna í heildarlaun fyrir skatt. „Ef þið skoðið þessa launaseðla fyrir laun í janúar 2023 sjáið þið mat samfélagsins á virði starfa leiðbeinenda á leikskólum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Um er að ræða launaseðla hjá tveimur leikskólaleiðbeinendum, annar starfar í Reykjavík en hinn í Kópavogi. Báðir eru í fullri vinnu. Sonja segir launin vera ögn skárri í Reykjavík heldur en í Kópavogi eða öðrum stéttarfélögum. Launaseðlarnir sem Sonja birtir í dag. Eins og sjá má fékk leiðbeinandi í Reykjavík 45 þúsund krónum meira útborgað í janúar.Facebook Leiðbeinandinn í Reykjavík fær 478.380 krónur fyrir skatt á meðan manneskja í sömu stöðu í Kópavogi fær 433.209 krónur. Sonja segir þetta vera sökum þess að Reykjavíkurborg greiðir sérstakar aukagreiðslur vegna þessara starfa. Hin sveitarfélögin geri það ekki og neiti að gera það. „Þau hafa hafnað sjálfsögðum kröfum okkar fólks um sömu laun fyrir sömu störf á leikskólum um landið allt. Gætuð þið lifað af á þessum launum?“ Muni um minna á þessum launum BSRB hefur lagt mikla áherslu á að fólk eigi að fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Ástæðan fyrir þessum mismuni launa er sú að aðrir samningar gáfu hækkun frá áramótum en starfsfólk BSRB fékk sömu hækkun ekki fyrr en 1. apríl síðastliðinn. Stéttarfélagið hefur sakað Samband íslenskra sveitarfélaga um að hafa mismunað starfsfólki sínu með tilliti til launa og krafist leiðréttingar vegna þessa. Sambandið hefur þó vísað þeim ásökunum á bug og skorað á BSRB að fara með málið fyrir dómstóla. Sonja bendir á að BSRB sé ekki einungis að krefjast leiðréttingar á þessu heldur einnig að starfsfólk leikskóla fái aukagreiðslur, óháð því hvort það starfi í Reykjavík eða í öðrum sveitarfélögum. „Það munar um minna þegar maður er á þessum launum,“ segir hún í samtali við fréttastofu.„Þessi störf, eins og innan leikskólana, þetta eru með lægstu laununum á vinnumarkaði yfir höfuð. Sem sýnir auðvitað að það er mjög skakkt verðmætamat á þessum störfum.“ Þá segir Sonja samningaviðræðurnar við Samband íslenskra sveitarfélaga ennþá vera í hnút. Enn sé ekki búið að boða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Leikskólar Vinnumarkaður Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
„Ef þið skoðið þessa launaseðla fyrir laun í janúar 2023 sjáið þið mat samfélagsins á virði starfa leiðbeinenda á leikskólum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Um er að ræða launaseðla hjá tveimur leikskólaleiðbeinendum, annar starfar í Reykjavík en hinn í Kópavogi. Báðir eru í fullri vinnu. Sonja segir launin vera ögn skárri í Reykjavík heldur en í Kópavogi eða öðrum stéttarfélögum. Launaseðlarnir sem Sonja birtir í dag. Eins og sjá má fékk leiðbeinandi í Reykjavík 45 þúsund krónum meira útborgað í janúar.Facebook Leiðbeinandinn í Reykjavík fær 478.380 krónur fyrir skatt á meðan manneskja í sömu stöðu í Kópavogi fær 433.209 krónur. Sonja segir þetta vera sökum þess að Reykjavíkurborg greiðir sérstakar aukagreiðslur vegna þessara starfa. Hin sveitarfélögin geri það ekki og neiti að gera það. „Þau hafa hafnað sjálfsögðum kröfum okkar fólks um sömu laun fyrir sömu störf á leikskólum um landið allt. Gætuð þið lifað af á þessum launum?“ Muni um minna á þessum launum BSRB hefur lagt mikla áherslu á að fólk eigi að fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Ástæðan fyrir þessum mismuni launa er sú að aðrir samningar gáfu hækkun frá áramótum en starfsfólk BSRB fékk sömu hækkun ekki fyrr en 1. apríl síðastliðinn. Stéttarfélagið hefur sakað Samband íslenskra sveitarfélaga um að hafa mismunað starfsfólki sínu með tilliti til launa og krafist leiðréttingar vegna þessa. Sambandið hefur þó vísað þeim ásökunum á bug og skorað á BSRB að fara með málið fyrir dómstóla. Sonja bendir á að BSRB sé ekki einungis að krefjast leiðréttingar á þessu heldur einnig að starfsfólk leikskóla fái aukagreiðslur, óháð því hvort það starfi í Reykjavík eða í öðrum sveitarfélögum. „Það munar um minna þegar maður er á þessum launum,“ segir hún í samtali við fréttastofu.„Þessi störf, eins og innan leikskólana, þetta eru með lægstu laununum á vinnumarkaði yfir höfuð. Sem sýnir auðvitað að það er mjög skakkt verðmætamat á þessum störfum.“ Þá segir Sonja samningaviðræðurnar við Samband íslenskra sveitarfélaga ennþá vera í hnút. Enn sé ekki búið að boða til annars fundar með ríkissáttasemjara.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Leikskólar Vinnumarkaður Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira