Baráttan við verðbólguna Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 26. maí 2023 11:31 Ákvörðun Seðlabankans um stýrivaxtahækkun kom ef til vill ekki mjög á óvart miðað við undangengnar ákvarðanir hans. Eina ráð hans virðist vera að ráðast á kaupmátt launafólks til að reyna að hafa áhrif á kauphegðun þeirra sem hafa meira á milli handanna enda hafa hinir tekjulægri ekki borið uppi mikinn vöxt neyslunnar. Í kynningu sinni fyrir ákvörðun bankans talaði seðlabankastjóri um ábyrgðaleysi stéttarfélaga. Hann hefur þó minna rætt um ábyrgð fyrirtækja sem sjaldan hafa séð betri afkomu. Samkvæmt nýrri hagspá ASÍ má búast við því að verðbólga verði þrálát og yfir 5% út næsta ár. Nýbirt spá Seðlabankans er á svipaða vegu. Þrátt fyrir ítrekaðar stýrivaxtahækkanir hefur Seðlabankanum hvorki tekist að slá á þenslu í hagkerfinu né að öðlast þá trú hagkerfisins að hann sé fær um að ná henni niður. Hvers vegna er það? Víxlverkun hagnaðar og verðlags Sú verðbólga sem dunið hefur á hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs á sér margar orsakir. Öðru fremur hefur það verið hækkun húsnæðiskostnaðar og þróun alþjóðlegs hrávöruverðs sem ýtt hefur undir hækkun á verðlagi hér á landi. Það sést berlega í dag, að hröð vaxtalækkun inn í umhverfi framboðsskorts blés í fasteignabólu á Íslandi eftir heimsfaraldur. Gjarnan er athyglinni eingöngu beint að einni orsök verðlagsþróunar, þ.e. þætti launa í þróun verðlags. Því kemur það mörgum á óvart að heyra að rekstrarafkoma fyrirtækja hefur aldrei verið betri en einmitt síðustu tvö ár. Á mannamáli þýðir það að hlutfall launa af verðmætasköpun hefur lækkað og hlutur fjármagnseigenda hefur aukist. Þessi þróun er ekki einungis bundin við Ísland. Mikil umræða á sér stað erlendis um þátt fyrirtækja í vaxandi verðbólgu, þ.e. að fyrirtæki auki álagningu samhliða hækkunum aðfangaverðs og skili þeim síður þegar verðhækkanir ganga til baka. Evrópski seðlabankinn hefur m.a. bent á þessa þróun, þ.e. að hætta sé á víxlverkun hagnaðar og verðlags. Þessi hætta er meiri í umhverfi fákeppni sem þrífst á flestum lykilmörkuðum hér á landi. Alþjóða greiðslubankinn bendir á að verðbólga geti hjaðnað að markmiði samhliða launahækkunum að því gefnu að fyrirtæki hemji álagningu. Afkoma fyrirtækja í sögulegu hámarki Rekstrarafgangur fyrirtækja var sögulega hár á síðasta ári. Í heild- og smásöluverslun jókst hann um 20% eða langt umfram verðbólgu. Í einkageiranum í heild sinni jókst rekstrarafgangur um 36%, m.a. vegna sterkrar stöðu útflutningsgreina. Hið sama gildir hér sem í Evrópu, verðbólga getur hjaðnað að því gefnu að fyrirtæki hemji álagningu. Stöðugleika verður hins vegar ekki náð án þess grunnurinn að honum sé lagður af stjórnvöldum. Í peningamálum er skýrt dregið fram að og verðbólga og vaxtastig væri lægra ef stjórnvöld hefðu sýnt meira aðhald í ríkisfjármálum. Þenslan væri jafnframt minni ef stjórnvöld hefðu gert tilraun til að hemja hömlulausan vöxt ferðaþjónustunnar. Fráviksdæmi bankans metur að vextir þurfi að vera 1 prósentu hærri ef fjölgun ferðamanna fer umfram grunnspá bankans. Þessi hraða fjölgun ferðamanna hefur ýtt undir verulega þenslu í hagkerfinu og á húsnæðismarkaði. Stjórnvöld bera ein ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin á húsnæðismarkaði og hafa um árabil sofið á verðinum. Niðurstaðan er að réttindi leigjenda eru óviðunandi, of lítið hefur verið byggt og hætta á því að draga muni úr byggingum. Staðan er slík að stjórnvöld þurfa nú undanþágur frá eigin lágmarkskröfum um húsnæði til að tryggja viðkvæmustu hópum samfélagsins húsaskjól. Í sögulegu samhengi er leitun að jafn afdráttarlausri yfirlýsingu um uppgjöf. Kann stjórnmálastéttin sér loksins hóf? Laun æðstu ráðamanna koma til endurskoðunar í júlí. Hámarkslaunahækkanir í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði voru 66 þúsund krónur á mánuði Stjórnmálamenn geta því gengið fram með góðu fordæmi og fylgt því viðmiði sem samið var um á almennum vinnumarkaði. Að öðrum kosti verða sérkjör þeim til handa til þess að auka enn frekar á vaxandi spennu í þjóðfélaginu sökum þess rofs sem margir skynja í sambandi valdafólks og almennings. Stjórnvöld geta þó umfram allt ráðist í aðgerðir á húsnæðismarkaði og gert ráðstafanir til að milda áhrif verðbólgu og vaxtahækkana á heimilin. Þar með kann að vera unnt að leggja grunn að stöðugleika í aðdraganda kjarasamninga. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Seðlabankinn Verðlag Húsnæðismál Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ákvörðun Seðlabankans um stýrivaxtahækkun kom ef til vill ekki mjög á óvart miðað við undangengnar ákvarðanir hans. Eina ráð hans virðist vera að ráðast á kaupmátt launafólks til að reyna að hafa áhrif á kauphegðun þeirra sem hafa meira á milli handanna enda hafa hinir tekjulægri ekki borið uppi mikinn vöxt neyslunnar. Í kynningu sinni fyrir ákvörðun bankans talaði seðlabankastjóri um ábyrgðaleysi stéttarfélaga. Hann hefur þó minna rætt um ábyrgð fyrirtækja sem sjaldan hafa séð betri afkomu. Samkvæmt nýrri hagspá ASÍ má búast við því að verðbólga verði þrálát og yfir 5% út næsta ár. Nýbirt spá Seðlabankans er á svipaða vegu. Þrátt fyrir ítrekaðar stýrivaxtahækkanir hefur Seðlabankanum hvorki tekist að slá á þenslu í hagkerfinu né að öðlast þá trú hagkerfisins að hann sé fær um að ná henni niður. Hvers vegna er það? Víxlverkun hagnaðar og verðlags Sú verðbólga sem dunið hefur á hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs á sér margar orsakir. Öðru fremur hefur það verið hækkun húsnæðiskostnaðar og þróun alþjóðlegs hrávöruverðs sem ýtt hefur undir hækkun á verðlagi hér á landi. Það sést berlega í dag, að hröð vaxtalækkun inn í umhverfi framboðsskorts blés í fasteignabólu á Íslandi eftir heimsfaraldur. Gjarnan er athyglinni eingöngu beint að einni orsök verðlagsþróunar, þ.e. þætti launa í þróun verðlags. Því kemur það mörgum á óvart að heyra að rekstrarafkoma fyrirtækja hefur aldrei verið betri en einmitt síðustu tvö ár. Á mannamáli þýðir það að hlutfall launa af verðmætasköpun hefur lækkað og hlutur fjármagnseigenda hefur aukist. Þessi þróun er ekki einungis bundin við Ísland. Mikil umræða á sér stað erlendis um þátt fyrirtækja í vaxandi verðbólgu, þ.e. að fyrirtæki auki álagningu samhliða hækkunum aðfangaverðs og skili þeim síður þegar verðhækkanir ganga til baka. Evrópski seðlabankinn hefur m.a. bent á þessa þróun, þ.e. að hætta sé á víxlverkun hagnaðar og verðlags. Þessi hætta er meiri í umhverfi fákeppni sem þrífst á flestum lykilmörkuðum hér á landi. Alþjóða greiðslubankinn bendir á að verðbólga geti hjaðnað að markmiði samhliða launahækkunum að því gefnu að fyrirtæki hemji álagningu. Afkoma fyrirtækja í sögulegu hámarki Rekstrarafgangur fyrirtækja var sögulega hár á síðasta ári. Í heild- og smásöluverslun jókst hann um 20% eða langt umfram verðbólgu. Í einkageiranum í heild sinni jókst rekstrarafgangur um 36%, m.a. vegna sterkrar stöðu útflutningsgreina. Hið sama gildir hér sem í Evrópu, verðbólga getur hjaðnað að því gefnu að fyrirtæki hemji álagningu. Stöðugleika verður hins vegar ekki náð án þess grunnurinn að honum sé lagður af stjórnvöldum. Í peningamálum er skýrt dregið fram að og verðbólga og vaxtastig væri lægra ef stjórnvöld hefðu sýnt meira aðhald í ríkisfjármálum. Þenslan væri jafnframt minni ef stjórnvöld hefðu gert tilraun til að hemja hömlulausan vöxt ferðaþjónustunnar. Fráviksdæmi bankans metur að vextir þurfi að vera 1 prósentu hærri ef fjölgun ferðamanna fer umfram grunnspá bankans. Þessi hraða fjölgun ferðamanna hefur ýtt undir verulega þenslu í hagkerfinu og á húsnæðismarkaði. Stjórnvöld bera ein ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin á húsnæðismarkaði og hafa um árabil sofið á verðinum. Niðurstaðan er að réttindi leigjenda eru óviðunandi, of lítið hefur verið byggt og hætta á því að draga muni úr byggingum. Staðan er slík að stjórnvöld þurfa nú undanþágur frá eigin lágmarkskröfum um húsnæði til að tryggja viðkvæmustu hópum samfélagsins húsaskjól. Í sögulegu samhengi er leitun að jafn afdráttarlausri yfirlýsingu um uppgjöf. Kann stjórnmálastéttin sér loksins hóf? Laun æðstu ráðamanna koma til endurskoðunar í júlí. Hámarkslaunahækkanir í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði voru 66 þúsund krónur á mánuði Stjórnmálamenn geta því gengið fram með góðu fordæmi og fylgt því viðmiði sem samið var um á almennum vinnumarkaði. Að öðrum kosti verða sérkjör þeim til handa til þess að auka enn frekar á vaxandi spennu í þjóðfélaginu sökum þess rofs sem margir skynja í sambandi valdafólks og almennings. Stjórnvöld geta þó umfram allt ráðist í aðgerðir á húsnæðismarkaði og gert ráðstafanir til að milda áhrif verðbólgu og vaxtahækkana á heimilin. Þar með kann að vera unnt að leggja grunn að stöðugleika í aðdraganda kjarasamninga. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun