Bretar viðurkenna Holodomor sem þjóðarmorð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. maí 2023 11:13 Selenskí Úkraínuforseti heimsótti Bretland og Rishi Sunak forsætisráðherra fyrr í mánuðinum. Getty Neðri deild breska þingsins hefur samþykkt tillögu þess efnis að Holodomor verði viðurkennt sem þjóðarmorð. Allt að fimm milljónir Úkraínumanna sultu til bana á fjórða áratugnum vegna gjörða sovéska ríkisins. Alþingi samþykkti sambærilega þingsályktunartillögu í mars síðastliðnum. Það er að Ísland lýsi því yfir að hungursneyðin Holodomor í Úkraínu, árin 1932 til 1933, hafi verið hópmorð. En leitt hefur verið að því líkur að því að gjörðir stjórnar Jósefs Stalín hafi leitt hungursneyðina af sér. Volodímír Selenskí, Úkraínuforseti hefur lagt áherslu á málið við ríki heims. Rússar hafa hafnað því að Holodomor hafi verið þjóðarmorð. Á bilinu þrjár til fimm milljónir létust. Rússar stela korni Neðri deild breska þingsins greiddi atkvæði með tillögunni á fimmtudag. Það var Pauline Latham, þingmaður Íhaldsflokksins, sem lagði hana fram. Sagði Latham að þessir atburðir hefðu samhljóm með núverandi stöðu alþjóðamála. Það er að Rússar væru að stela úkraínsku korni á hernumdum úkraínskum svæðum. „Þess vegna verðum við að veita úkraínskum stjórnvöldum og alþjóðasamfélaginu þá vissu að Bretland, eða að minnsta kosti breska þingið, muni ekki hunsa stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni,“ sagði hún. Eistar riðu á vaðið Eistar voru fyrsta þjóðin til að viðurkenna Holodomor sem þjóðarmorð, árið 1993. Ástralar fylgdu í kjölfarið en síðan gerðist lítið sem ekkert í áratug. Eftir samþykkt breska þingsins hafa alls 28 ríkisstjórnir og þjóðþing viðurkennt ódæðið sem og þing Evrópusambandsins. Þetta eru meðal annars Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland, Kanada, Mexíkó, Brasilía og Vatíkanið. Úkraínumenn sjálfir viðurkenndu þjóðarmorðið árið 2006. Þá hafa fjölmörg önnur ríki undirritað yfirlýsingu í Sameinuðu þjóðunum um að Holodomor hafi verið „harmleikur úkraínsku þjóðarinnar orsakað af ógnarstjórn.“ Meðal annars Danmörk, Finnland, Pólland, Spánn, Argentína og Ísrael. Flest ríki Afríku, Asíu og Eyjaálfu hafa ekki skrifað undir yfirlýsingar af þessu tagi. Heldur ekki Norðmenn og Svíar. Ungir drengir safna kartöflum.Getty Búfénaður féll einnig í stórum stíl í Holodomor.Getty Faðir þessa drengs var skotinn af hermönnum fyrir að reyna að útvega sér mat.Getty Lík í heyvagniGetty Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Selenskí þakklátur Íslandi Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu á árunum 1932-1933 sem hópmorð. Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu þess efnis. 23. mars 2023 14:32 Alþingi ályktar að hungursneyðin í Úkraínu hafi verið hópmorð Alþingi samþykkti nú í morgun þingsályktunartillögu Diljár Mistar Einarsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að hungursneyðin í Úkraínu á árunum 1932-1933 hafi verið hópmorð. 23. mars 2023 12:50 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Alþingi samþykkti sambærilega þingsályktunartillögu í mars síðastliðnum. Það er að Ísland lýsi því yfir að hungursneyðin Holodomor í Úkraínu, árin 1932 til 1933, hafi verið hópmorð. En leitt hefur verið að því líkur að því að gjörðir stjórnar Jósefs Stalín hafi leitt hungursneyðina af sér. Volodímír Selenskí, Úkraínuforseti hefur lagt áherslu á málið við ríki heims. Rússar hafa hafnað því að Holodomor hafi verið þjóðarmorð. Á bilinu þrjár til fimm milljónir létust. Rússar stela korni Neðri deild breska þingsins greiddi atkvæði með tillögunni á fimmtudag. Það var Pauline Latham, þingmaður Íhaldsflokksins, sem lagði hana fram. Sagði Latham að þessir atburðir hefðu samhljóm með núverandi stöðu alþjóðamála. Það er að Rússar væru að stela úkraínsku korni á hernumdum úkraínskum svæðum. „Þess vegna verðum við að veita úkraínskum stjórnvöldum og alþjóðasamfélaginu þá vissu að Bretland, eða að minnsta kosti breska þingið, muni ekki hunsa stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni,“ sagði hún. Eistar riðu á vaðið Eistar voru fyrsta þjóðin til að viðurkenna Holodomor sem þjóðarmorð, árið 1993. Ástralar fylgdu í kjölfarið en síðan gerðist lítið sem ekkert í áratug. Eftir samþykkt breska þingsins hafa alls 28 ríkisstjórnir og þjóðþing viðurkennt ódæðið sem og þing Evrópusambandsins. Þetta eru meðal annars Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland, Kanada, Mexíkó, Brasilía og Vatíkanið. Úkraínumenn sjálfir viðurkenndu þjóðarmorðið árið 2006. Þá hafa fjölmörg önnur ríki undirritað yfirlýsingu í Sameinuðu þjóðunum um að Holodomor hafi verið „harmleikur úkraínsku þjóðarinnar orsakað af ógnarstjórn.“ Meðal annars Danmörk, Finnland, Pólland, Spánn, Argentína og Ísrael. Flest ríki Afríku, Asíu og Eyjaálfu hafa ekki skrifað undir yfirlýsingar af þessu tagi. Heldur ekki Norðmenn og Svíar. Ungir drengir safna kartöflum.Getty Búfénaður féll einnig í stórum stíl í Holodomor.Getty Faðir þessa drengs var skotinn af hermönnum fyrir að reyna að útvega sér mat.Getty Lík í heyvagniGetty
Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Selenskí þakklátur Íslandi Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu á árunum 1932-1933 sem hópmorð. Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu þess efnis. 23. mars 2023 14:32 Alþingi ályktar að hungursneyðin í Úkraínu hafi verið hópmorð Alþingi samþykkti nú í morgun þingsályktunartillögu Diljár Mistar Einarsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að hungursneyðin í Úkraínu á árunum 1932-1933 hafi verið hópmorð. 23. mars 2023 12:50 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Selenskí þakklátur Íslandi Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu á árunum 1932-1933 sem hópmorð. Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu þess efnis. 23. mars 2023 14:32
Alþingi ályktar að hungursneyðin í Úkraínu hafi verið hópmorð Alþingi samþykkti nú í morgun þingsályktunartillögu Diljár Mistar Einarsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, þess efnis að hungursneyðin í Úkraínu á árunum 1932-1933 hafi verið hópmorð. 23. mars 2023 12:50