Óskar eftir nákvæmum upplýsingum um hvaða byssur voru keyptar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. maí 2023 11:32 Arndís Anna hefur óskað eftir nánari upplýsingum um vopnakaup lögreglunnar vegna leiðtogafundarins í Hörpu. Vísir/Arnar Þingmaður Pírata hefur óskað eftir nákvæmum upplýsingum um hvaða vopn voru keypt vegna leiðtogafundarins í Hörpu, hvers vegna þau voru keypt og að fengnu mati hvers. Þingmaðurinn segir ekki hægt að veita lögreglu meira vald án aðkomu þjóðarinnar. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir í aðsendri grein á Vísi það áhyggjuefni að fylgjast með því hvernig dómsmálaráðherra hafi sýnt því mun meiri áhuga að auka vopnaburð og valdheimildir lögreglunnar en að styðja betur við hana. Tilefnið eru ummæli Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, í samtali við Stöð 2 þar sem hann sagði Arndísi hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum. Valdmörkin verði að vera skýr Arndís segir í grein sinni að lýðræði sé ekki sjálfsagt og að því verði ekki viðhaldið af sjálfu sér. Góðar ástæður séu fyrir því að lögregluvaldi séu sett skýr mörk í lýðræðisríkjum. „Vopnvæðing og valdheimildir lögreglunnar eru ekki einkamál hennar. Það er með öllu óviðeigandi að stakur viðburður sem krefst öryggisgæslu á hernaðarlegum skala, sé notaður sem afsökun fyrir því að taka U-beygju í málefnum lögreglu til langframa, án þess að eiga svo mikið sem samtal við ríkisstjórn og hvað þá Alþingi.“ Þingmaðurinn segir að þar sem ráðherra hafi ekki haft svörin á hreinu hafi hún óskað eftir upplýsingum um nákvæmlega hvað var keypt, hvers vegna, og að fengnu mati hvers. „Þetta eru eðlilegar spurningar, þó ráðherra hafi brugðist ókvæða við og reynt að gera lítið úr efninu. Í lok viðtals í fjölmiðlum sagðist ráðherra „treysta lögreglunni fullkomlega“ til þess að fara varlega með allar hríðskotabyssurnar sem hann lét hana fá, og vita almennt hvað hún sé að gera.“ Snúist um öryggi borgaranna Arndís segir ekki nema von að Jón treysti lögreglunni fyrir vopnum og hafi engar áhyggjur af misbeitingu valds af hennar hálfu. Ráðherra tilheyri þeim hópi sem ólíklegt sé, ef ekki nánast útilokað, að valdi sé misbeitt gegn. „Spurningar mínar og áhyggjur snúast því ekki um að hafa ekki skilning á öryggissjónarmiðum. Þær snúast um öryggissjónarmið. Sjónarmið um öryggi borgaranna gegn ofríki stjórnvalda, ekki bara öryggi miðaldra, hvítra valdamanna gegn óskilgreindri utanaðkomandi ógn við vald þeirra.“ Þingmaðurinn segir ráðherra ef til vill eiga erfitt með að skilja þetta, þar sem hann sé valdhafinn í þessari mynd. Hann sé ekki bara hvítur, sís-kynja karlmaður. „Heldur er hann hvorki meira né minna en æðsti ráðamaður þeirra stjórnvalda sem hann segist svo auðmjúkur treysta. Talandi um að skorta skilning.“ Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Skotvopn Öryggis- og varnarmál Píratar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, segir í aðsendri grein á Vísi það áhyggjuefni að fylgjast með því hvernig dómsmálaráðherra hafi sýnt því mun meiri áhuga að auka vopnaburð og valdheimildir lögreglunnar en að styðja betur við hana. Tilefnið eru ummæli Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, í samtali við Stöð 2 þar sem hann sagði Arndísi hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum. Valdmörkin verði að vera skýr Arndís segir í grein sinni að lýðræði sé ekki sjálfsagt og að því verði ekki viðhaldið af sjálfu sér. Góðar ástæður séu fyrir því að lögregluvaldi séu sett skýr mörk í lýðræðisríkjum. „Vopnvæðing og valdheimildir lögreglunnar eru ekki einkamál hennar. Það er með öllu óviðeigandi að stakur viðburður sem krefst öryggisgæslu á hernaðarlegum skala, sé notaður sem afsökun fyrir því að taka U-beygju í málefnum lögreglu til langframa, án þess að eiga svo mikið sem samtal við ríkisstjórn og hvað þá Alþingi.“ Þingmaðurinn segir að þar sem ráðherra hafi ekki haft svörin á hreinu hafi hún óskað eftir upplýsingum um nákvæmlega hvað var keypt, hvers vegna, og að fengnu mati hvers. „Þetta eru eðlilegar spurningar, þó ráðherra hafi brugðist ókvæða við og reynt að gera lítið úr efninu. Í lok viðtals í fjölmiðlum sagðist ráðherra „treysta lögreglunni fullkomlega“ til þess að fara varlega með allar hríðskotabyssurnar sem hann lét hana fá, og vita almennt hvað hún sé að gera.“ Snúist um öryggi borgaranna Arndís segir ekki nema von að Jón treysti lögreglunni fyrir vopnum og hafi engar áhyggjur af misbeitingu valds af hennar hálfu. Ráðherra tilheyri þeim hópi sem ólíklegt sé, ef ekki nánast útilokað, að valdi sé misbeitt gegn. „Spurningar mínar og áhyggjur snúast því ekki um að hafa ekki skilning á öryggissjónarmiðum. Þær snúast um öryggissjónarmið. Sjónarmið um öryggi borgaranna gegn ofríki stjórnvalda, ekki bara öryggi miðaldra, hvítra valdamanna gegn óskilgreindri utanaðkomandi ógn við vald þeirra.“ Þingmaðurinn segir ráðherra ef til vill eiga erfitt með að skilja þetta, þar sem hann sé valdhafinn í þessari mynd. Hann sé ekki bara hvítur, sís-kynja karlmaður. „Heldur er hann hvorki meira né minna en æðsti ráðamaður þeirra stjórnvalda sem hann segist svo auðmjúkur treysta. Talandi um að skorta skilning.“
Lögreglan Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Skotvopn Öryggis- og varnarmál Píratar Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira