Krabbameinsskimanir – mikið fyrir lítið Halla Þorvaldsdóttir skrifar 27. maí 2023 07:01 Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim. Í raun og veru er málið einfalt: Með rannsóknum sem taka stuttan tíma og eru almennt sársaukalitlar er með leghálsskimunum hægt að finna forstig leghálskrabbameina og þannig koma í veg fyrir meinin eða finna þau snemma. Með brjóstaskimunum er hægt að finna krabbamein á snemmstigum sem getur skipt sköpum varðandi batahorfur. En þrátt fyrir að málið virðist einfalt getur ýmislegt hindrað konur í að nýta boð í skimun. Staðreyndin er sú að tölur frá embætti landlæknis sýna að þátttaka kvenna í skimunum fer stöðugt minnkandi. Því þarf að snúa við. Við vitum að kostnaður við skimanir getur verið hindrun og vegna þess er afar mikilvægt að lækka komugjald í brjóstaskimunum til jafns við komugjald fyrir leghálsskimanir eða fella þau alveg niður. Við vitum líka að ótti við sársauka, fyrri reynsla, líkamsmynd og skortur á upplýsingum getur einnig hindrað þátttöku. Of lítið aðgengi að tímabókunum getur líka verið ástæða þess að konur mæta ekki. Og þættirnir eru eflaust fleiri. Í rannsókn Maskínu fyrir Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2019 var framtaksleysi algengasta ástæðan fyrir því að konur sögðust ekki hafa mætt í skimun, tímaskortur kom þar næst og svo slæm reynsla af fyrri skoðun og erfiðleikar við að komast frá skóla eða vinnu. Líklega eiga allar þessar skýringar við enn í dag. Íslenskt samfélag verður einnig sífellt fjölbreyttara, sem gerir flóknara að koma skiljanlegum upplýsingum til allra og enn skortir á rafrænar lausnir varðandi tímabókanir. Til að ná hámarksárangri af skimunum þarf að kafa ofan í alla þætti og skapa aðstæður sem auðvelda öllum konum að nýta boð í skimun. Hagsmunirnir eru miklir, bæði fyrir einstaklingana sjálfa og samfélagið. Hvert krabbamein sem hægt er að koma í veg fyrir eða greina á snemmstigum er sigur og þeim sigrum viljum við fjölga. Það getur gerst með samstilltu átaki þeirra sem býðst skimunin, heilbrigðisstarfsmanna sem geta skapað aðstæður til að ræða það sem getur staðið í vegi fyrir þátttöku kvenna og hvatt konur til að nýta boð í skimun, Krabbameinsfélagsins sem alltaf hvetur til þátttöku í skimunum og vina og kunningja sem halda mikilvæginu á lofti. En stjórnvöld þurfa líka að koma til. Tryggja fjármagn til að innleiða nauðsynlegar breytingar, hafa skýr markmið og grípa til aðgerða þegar þau nást ekki. Ójöfnuður vaxandi vandamál Ójöfnuður í heilsu er vaxandi vandamál í okkar samfélagi og rannsóknir sýna til dæmis að fólk með meiri menntun getur vænst þess að lifa lengur en fólk með minni menntun. Við þurfum að beita öllum ráðum til að vinna gegn ójöfnuði af þessu tagi. Góð þátttaka í skimunum er liður í því. Og talandi um ójöfnuð verður að nefna kynjamun. Enn er það þannig hér á landi að einungis konum býðst skimun fyrir krabbameinum. Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi sem býðst öllum á ákveðnum aldri er í undirbúningi en hefur dregist allt of lengi. Eitt af markmiðum Evrópusambandsins í krabbameinsáætlun fyrir Evrópu er að allir hafi aðgengi að skimunum fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi og sambandið hvetur til þess að löndin skoði fýsileika þess að skima fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli, lungum og maga. Afar mikilvægt er að Ísland sofni ekki á verðinum hvað þessi mál varðar heldur sé meðal fremstu landa. Konur: Nýtum boð í skimun þegar þau berast. Heilbrigðisstarfsfólk: Spyrjum hvort konur nýti boð í skimun, hvetjum þær til þess og sköpum aðstæður til að ræða það sem getur staðið í vegi fyrir þátttöku. Vinir og fjölskylda: Spyrjum og hvetjum okkar konur til að nýta gott boð. Stjórnvöld: Tryggjum skiljanlegar upplýsingar fyrir alla, lækkum komugjöld, fylgjumst með, rýnum og grípum til aðgerða til að auka þátttöku. Á heimasíðu Krabbameinsfélagsins er að finna ýmsar upplýsingar um skimanir, kosti og galla. Nú stendur yfir evrópska krabbameinsvikan (European week against cancer) Þá vekja evrópsk krabbameinsfélög athygli á ýmsum þáttum sem skipta máli í því marghliða verkefni sem krabbamein er. Höfundur er Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Áratugir eru síðan skimanir fyrir legháls- og brjóstakrabbameini voru teknar upp á Íslandi. Þær hafa fyrir löngu sannað gildi sitt þó þær veiti aldrei fullkomna vörn. Konur hér á landi hafa með afgerandi hætti sýnt að þær kunna að meta aðgengi að þeim. Í raun og veru er málið einfalt: Með rannsóknum sem taka stuttan tíma og eru almennt sársaukalitlar er með leghálsskimunum hægt að finna forstig leghálskrabbameina og þannig koma í veg fyrir meinin eða finna þau snemma. Með brjóstaskimunum er hægt að finna krabbamein á snemmstigum sem getur skipt sköpum varðandi batahorfur. En þrátt fyrir að málið virðist einfalt getur ýmislegt hindrað konur í að nýta boð í skimun. Staðreyndin er sú að tölur frá embætti landlæknis sýna að þátttaka kvenna í skimunum fer stöðugt minnkandi. Því þarf að snúa við. Við vitum að kostnaður við skimanir getur verið hindrun og vegna þess er afar mikilvægt að lækka komugjald í brjóstaskimunum til jafns við komugjald fyrir leghálsskimanir eða fella þau alveg niður. Við vitum líka að ótti við sársauka, fyrri reynsla, líkamsmynd og skortur á upplýsingum getur einnig hindrað þátttöku. Of lítið aðgengi að tímabókunum getur líka verið ástæða þess að konur mæta ekki. Og þættirnir eru eflaust fleiri. Í rannsókn Maskínu fyrir Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2019 var framtaksleysi algengasta ástæðan fyrir því að konur sögðust ekki hafa mætt í skimun, tímaskortur kom þar næst og svo slæm reynsla af fyrri skoðun og erfiðleikar við að komast frá skóla eða vinnu. Líklega eiga allar þessar skýringar við enn í dag. Íslenskt samfélag verður einnig sífellt fjölbreyttara, sem gerir flóknara að koma skiljanlegum upplýsingum til allra og enn skortir á rafrænar lausnir varðandi tímabókanir. Til að ná hámarksárangri af skimunum þarf að kafa ofan í alla þætti og skapa aðstæður sem auðvelda öllum konum að nýta boð í skimun. Hagsmunirnir eru miklir, bæði fyrir einstaklingana sjálfa og samfélagið. Hvert krabbamein sem hægt er að koma í veg fyrir eða greina á snemmstigum er sigur og þeim sigrum viljum við fjölga. Það getur gerst með samstilltu átaki þeirra sem býðst skimunin, heilbrigðisstarfsmanna sem geta skapað aðstæður til að ræða það sem getur staðið í vegi fyrir þátttöku kvenna og hvatt konur til að nýta boð í skimun, Krabbameinsfélagsins sem alltaf hvetur til þátttöku í skimunum og vina og kunningja sem halda mikilvæginu á lofti. En stjórnvöld þurfa líka að koma til. Tryggja fjármagn til að innleiða nauðsynlegar breytingar, hafa skýr markmið og grípa til aðgerða þegar þau nást ekki. Ójöfnuður vaxandi vandamál Ójöfnuður í heilsu er vaxandi vandamál í okkar samfélagi og rannsóknir sýna til dæmis að fólk með meiri menntun getur vænst þess að lifa lengur en fólk með minni menntun. Við þurfum að beita öllum ráðum til að vinna gegn ójöfnuði af þessu tagi. Góð þátttaka í skimunum er liður í því. Og talandi um ójöfnuð verður að nefna kynjamun. Enn er það þannig hér á landi að einungis konum býðst skimun fyrir krabbameinum. Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi sem býðst öllum á ákveðnum aldri er í undirbúningi en hefur dregist allt of lengi. Eitt af markmiðum Evrópusambandsins í krabbameinsáætlun fyrir Evrópu er að allir hafi aðgengi að skimunum fyrir krabbameinum í brjóstum, leghálsi og ristli og endaþarmi og sambandið hvetur til þess að löndin skoði fýsileika þess að skima fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli, lungum og maga. Afar mikilvægt er að Ísland sofni ekki á verðinum hvað þessi mál varðar heldur sé meðal fremstu landa. Konur: Nýtum boð í skimun þegar þau berast. Heilbrigðisstarfsfólk: Spyrjum hvort konur nýti boð í skimun, hvetjum þær til þess og sköpum aðstæður til að ræða það sem getur staðið í vegi fyrir þátttöku. Vinir og fjölskylda: Spyrjum og hvetjum okkar konur til að nýta gott boð. Stjórnvöld: Tryggjum skiljanlegar upplýsingar fyrir alla, lækkum komugjöld, fylgjumst með, rýnum og grípum til aðgerða til að auka þátttöku. Á heimasíðu Krabbameinsfélagsins er að finna ýmsar upplýsingar um skimanir, kosti og galla. Nú stendur yfir evrópska krabbameinsvikan (European week against cancer) Þá vekja evrópsk krabbameinsfélög athygli á ýmsum þáttum sem skipta máli í því marghliða verkefni sem krabbamein er. Höfundur er Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun