Furðar sig á ummælum um mögulegt leikbann Erlings Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2023 11:30 Pavel Ermolinskij, þjálfari körfuboltaliðs Tindastóls, furðar sig á því að Arnar Daði Arnarsson og sérfæðingar Seinni bylgjunnar, hafi velt fyrir sér mögulegu leikbanni Erlings Richardssonar, þjálfara ÍBV. Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Tindastóls í körfubolta, furðar sig á ummælum sérfræðinga Seinni bylgjunnar um mögulegt leikbann Erlings Richardssonar, þjálfara ÍBV í handbolta, eftir leik liðsins gegn Haukum í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í gær. Eins og gefur að skilja var Erlingur ósáttur við ýmislegt eftir sex marka tap sinna manna í gær og lét óánægju sína í ljós í viðtali eftir leik. Hann gaf nokkuð augljóslega í skyn að hann væri ósáttur við dómgæsluna í leiknum og virtist beina spjótum sínum að dómaraparinu Antoni Pálssyni og Jónasi Elíassyni. Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Arnar Daði Arnarsson lýstu leiknum og eftir viðtalið voru þeir hálf slegnir. Arnar Daði sagðist skilja reiði Erlings, en velti fyrir sér hvort ummæli hans gætu farið fyrir borð aganefndar HSÍ. Verði erfitt fyrir HSÍ að setja Erling ekki í bann Í kjölfarið mætti Arnar Daði svo í settið hjá Seinni bylgjunni til að gera upp leikinn. Þar var viðtalið við Erling að sjálfsögðu rætt og Arnar benti á það að fordæmi séu fyrir því að þjálfarar hafi fengið leikbönn fyrir slík ummæli í garð dómara. „Ég fékk sjálfur leikbann, og meira að segja þriggja leikja bann, fyrir viðtal sem ég fór í hérna þar sem ég tjáði mig bara frá hjartanu um það að mér fannst dómararnir hafa áhrif á það að við höfum ekki unnið leikinn á þeim tíma,“ sagði Arnar Daði og á þá við þegar hann var þjálfari Gróttu. „Þessi ummæli voru talin skekkja ímynd handboltans. Ef þú ert með fordæmi fyrir þessu þá verður mjög erfitt fyrir HSÍ og aganefndina að setja Erling ekki í bann,“ bætti Arnar við. Klippa: Seinni bylgjan ræðir viðtal Erlings Þúsundir séu komin með leikbannsflugu í hausinn sem muni bara stækka Eins og áður segir lagði körfuboltaþjálfarinn Pavel Ermolinskij orð í belg og hann furðar sig á þessari umræðu um mögulegt leikbann á Twitter-síðu sinni. „Er ég að skilja rétt að handboltapanellinn í sjónvarpinu vill senda þjálfara ÍBV í bann útaf viðtali? Stöð tvö þarf að ná tökum a hlutum aftur,“ ritar Pavel. Arnar Daði var hins vegar fljótur að svara þjálfaranum og biður hann um að horfa aftur á umræðuna til að reyna að skilja hana betur. Hann bendir á að fordæmi séu fyrir leikbanni, en Pavel lítur sem svo á að þarna sé eingöngu verið að reyna að búa til gott og dramatískt sjónvarp. „Ég náði þessu öllu og skil og virði að þú ert að reyna að búa til gott dramatískt sjónvarp. Það er gott. Betra en hitt. Línan er þunn. Meginþorrinn, þúsundir sem að sitja heima og skilja ekki alveg allt eru núna komin með leikbannsflugu í hausinn sem mun bara stækka,“ segir Pavel áður en hann minnir á að þessi umræða gæti haft bein áhrif á næsta leik fái hún að grassera. Samskipti Pavels og Arnars má sjá í Twitter-þræðinum hér fyrir neðan. Er ég að skilja rétt að handboltapanellinn í sjónvarpinu vill senda þjálfara ibv í bann útaf viðtali? Stöð tvö þarf að ná tökum a hlutum aftur.— Pavel Ermolinski (@pavelino15) May 26, 2023 Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Eins og gefur að skilja var Erlingur ósáttur við ýmislegt eftir sex marka tap sinna manna í gær og lét óánægju sína í ljós í viðtali eftir leik. Hann gaf nokkuð augljóslega í skyn að hann væri ósáttur við dómgæsluna í leiknum og virtist beina spjótum sínum að dómaraparinu Antoni Pálssyni og Jónasi Elíassyni. Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Arnar Daði Arnarsson lýstu leiknum og eftir viðtalið voru þeir hálf slegnir. Arnar Daði sagðist skilja reiði Erlings, en velti fyrir sér hvort ummæli hans gætu farið fyrir borð aganefndar HSÍ. Verði erfitt fyrir HSÍ að setja Erling ekki í bann Í kjölfarið mætti Arnar Daði svo í settið hjá Seinni bylgjunni til að gera upp leikinn. Þar var viðtalið við Erling að sjálfsögðu rætt og Arnar benti á það að fordæmi séu fyrir því að þjálfarar hafi fengið leikbönn fyrir slík ummæli í garð dómara. „Ég fékk sjálfur leikbann, og meira að segja þriggja leikja bann, fyrir viðtal sem ég fór í hérna þar sem ég tjáði mig bara frá hjartanu um það að mér fannst dómararnir hafa áhrif á það að við höfum ekki unnið leikinn á þeim tíma,“ sagði Arnar Daði og á þá við þegar hann var þjálfari Gróttu. „Þessi ummæli voru talin skekkja ímynd handboltans. Ef þú ert með fordæmi fyrir þessu þá verður mjög erfitt fyrir HSÍ og aganefndina að setja Erling ekki í bann,“ bætti Arnar við. Klippa: Seinni bylgjan ræðir viðtal Erlings Þúsundir séu komin með leikbannsflugu í hausinn sem muni bara stækka Eins og áður segir lagði körfuboltaþjálfarinn Pavel Ermolinskij orð í belg og hann furðar sig á þessari umræðu um mögulegt leikbann á Twitter-síðu sinni. „Er ég að skilja rétt að handboltapanellinn í sjónvarpinu vill senda þjálfara ÍBV í bann útaf viðtali? Stöð tvö þarf að ná tökum a hlutum aftur,“ ritar Pavel. Arnar Daði var hins vegar fljótur að svara þjálfaranum og biður hann um að horfa aftur á umræðuna til að reyna að skilja hana betur. Hann bendir á að fordæmi séu fyrir leikbanni, en Pavel lítur sem svo á að þarna sé eingöngu verið að reyna að búa til gott og dramatískt sjónvarp. „Ég náði þessu öllu og skil og virði að þú ert að reyna að búa til gott dramatískt sjónvarp. Það er gott. Betra en hitt. Línan er þunn. Meginþorrinn, þúsundir sem að sitja heima og skilja ekki alveg allt eru núna komin með leikbannsflugu í hausinn sem mun bara stækka,“ segir Pavel áður en hann minnir á að þessi umræða gæti haft bein áhrif á næsta leik fái hún að grassera. Samskipti Pavels og Arnars má sjá í Twitter-þræðinum hér fyrir neðan. Er ég að skilja rétt að handboltapanellinn í sjónvarpinu vill senda þjálfara ibv í bann útaf viðtali? Stöð tvö þarf að ná tökum a hlutum aftur.— Pavel Ermolinski (@pavelino15) May 26, 2023
Olís-deild karla ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni