Jafnteflið gerir það að verkum að ekkert lið á tölfræðilegan möguleika á því að skáka Paris Saint-Germain á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar fyrir lokaumferð deildarinnar sem fer fram í næstu viku.
Lionel Messi kom Paris Saint-Germain yfir með marki á á 59. mínútu en Kevin Gameiro svaraði fyrir Strasbourg með marki undir lok leiks.
PSG er með fjögurra stiga forskot, 85 stig, á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar. Lens kemur í öðru sæti með 81 stig.
Þetta er í ellefta skiptið í sögunni sem Paris Saint-Germain verður Frakklandsmeistari.