„Við stýrðum þessum leik“ Hinrik Wöhler skrifar 28. maí 2023 20:08 Hermann Hreiðarsson er þjálfari ÍBV. Vísir/Diego Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var afar niðurlútur eftir 2-1 tap á móti Fylki í Árbænum í dag. Þetta er fimmta tap Eyjamanna í Bestu deildinni og virðist lítið ganga hjá Vestmanneyingum um þessar mundir. „Svekkjandi, en þetta var fín frammistaða. Við vorum betra liðina í heildina, það er klárt. Þannig þetta var svekkjandi en ég var mjög ánægður með margt í okkar leik,“ sagði Hermann skömmu eftir leikinn í dag. Fylkismenn komust yfir snemma í síðari hálfleik með marki frá Óskari Borgþórssyni. Það er heppnisstimpill yfir markinu en skot Óskars breytir um stefnu þegar boltinn fer í Sigurð Arnar Magnússon, varnarmann ÍBV. „Við fáum fín færi og við erum með þá í seinni hálfleik. Við fengum svipað mark á okkur í síðasta leik og verðum fara snúa þessu okkur í hag.“ Fyrirliði Eyjamanna, Eiður Aron Sigurbjörnsson, meiddist í upphitun og tók ekki þátt í leiknum. Einnig þurfti Halldór Jón Sigurður Þórðarson að fara út af velli um miðbik fyrri hálfleiks. „Auðvitað er það svekkjandi, en það kemur nýr maður inn og frammistaðan var til staðar. Við vorum fínir í þessum leik, það var alveg klárt. Við vorum aðeins klaufar í byrjun en við skorum frábært mark og fannst við stýra þessum leik meira og minna,“ sagði Hermann. ÍBV situr í ellefta sæti Bestu deildar karla eftir níu umferðir. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð, er með sex stig og skiljanlega er Hermann ekki sáttur með byrjunina á mótinu. „Við erum ekki ánægðir með stigasöfnunina og þetta hefur verið upp og niður. Þetta var þó góð frammistaða og ég var ánægður með strákana, þeir lögðu allt í þetta og fengum fín færi. Við stýrðum þessum leik og pressuðum þá vel og þeir komust í engan takt við leikinn, fyrir utan kannski korter í fyrri hálfleik. Það er mjög sárt að fá ekki neitt hérna,“ bætti Hermann við í lokin. Besta deild karla ÍBV Fylkir Tengdar fréttir Umfjöllun: Fylkir - ÍBV 2-1 | Fimmta tap Eyjamanna í röð Eyjamenn máttu þola sitt fimmta deildartap í röð er liðið heimsótti Fylki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-1 og Fylkismenn eru farnir að nálgast efri hluta deildarinnar. 28. maí 2023 19:38 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
„Svekkjandi, en þetta var fín frammistaða. Við vorum betra liðina í heildina, það er klárt. Þannig þetta var svekkjandi en ég var mjög ánægður með margt í okkar leik,“ sagði Hermann skömmu eftir leikinn í dag. Fylkismenn komust yfir snemma í síðari hálfleik með marki frá Óskari Borgþórssyni. Það er heppnisstimpill yfir markinu en skot Óskars breytir um stefnu þegar boltinn fer í Sigurð Arnar Magnússon, varnarmann ÍBV. „Við fáum fín færi og við erum með þá í seinni hálfleik. Við fengum svipað mark á okkur í síðasta leik og verðum fara snúa þessu okkur í hag.“ Fyrirliði Eyjamanna, Eiður Aron Sigurbjörnsson, meiddist í upphitun og tók ekki þátt í leiknum. Einnig þurfti Halldór Jón Sigurður Þórðarson að fara út af velli um miðbik fyrri hálfleiks. „Auðvitað er það svekkjandi, en það kemur nýr maður inn og frammistaðan var til staðar. Við vorum fínir í þessum leik, það var alveg klárt. Við vorum aðeins klaufar í byrjun en við skorum frábært mark og fannst við stýra þessum leik meira og minna,“ sagði Hermann. ÍBV situr í ellefta sæti Bestu deildar karla eftir níu umferðir. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð, er með sex stig og skiljanlega er Hermann ekki sáttur með byrjunina á mótinu. „Við erum ekki ánægðir með stigasöfnunina og þetta hefur verið upp og niður. Þetta var þó góð frammistaða og ég var ánægður með strákana, þeir lögðu allt í þetta og fengum fín færi. Við stýrðum þessum leik og pressuðum þá vel og þeir komust í engan takt við leikinn, fyrir utan kannski korter í fyrri hálfleik. Það er mjög sárt að fá ekki neitt hérna,“ bætti Hermann við í lokin.
Besta deild karla ÍBV Fylkir Tengdar fréttir Umfjöllun: Fylkir - ÍBV 2-1 | Fimmta tap Eyjamanna í röð Eyjamenn máttu þola sitt fimmta deildartap í röð er liðið heimsótti Fylki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-1 og Fylkismenn eru farnir að nálgast efri hluta deildarinnar. 28. maí 2023 19:38 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Umfjöllun: Fylkir - ÍBV 2-1 | Fimmta tap Eyjamanna í röð Eyjamenn máttu þola sitt fimmta deildartap í röð er liðið heimsótti Fylki í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-1 og Fylkismenn eru farnir að nálgast efri hluta deildarinnar. 28. maí 2023 19:38