Dúxaði í FG eins og mamma og pabbi Árni Sæberg skrifar 29. maí 2023 19:31 Agnes með foreldrum sínum í útskriftarveislunni. Aðsend Agnes Ómarsdóttir útskrifaðist af náttúrufræðibraut Fjölbrautaskólans í Garðabæ um helgina og varð dúx með ágætiseinkunnina 9,8. Henni kippir greinilega í kynið enda dúxuðu báðir foreldrar hennar við sama skóla á sínum tíma. Agnes segir í samtali við Vísi að það hafi ekki verið henni sérstakt keppikefli að jafna námsafrek foreldra hennar, en Ómar Gústafsson faðir hennar dúxaði árið 1995 og Jóhanna Guðrún Guðmundsdóttir móðir hennar gerði slíkt hið sama þremur árum síðar. „Þetta var ekki markmiðið allan tímann, ég gerði bara mitt besta,“ segir hún og bætir við að galdurinn að baki góðum námsárangri sé að fylgjast vel með í tímum og skipuleggja lærdóminn vel. Móður- og föðurbetrungur Vísir heyrði einnig í Ómari föður Agnesar í gærkvöldi. Líkt og gefur að skilja var hann kampakátur með afrek dóttur sinnar, sem og fjölskyldan öll. Hann vildi þó alls ekki eigna sér heiðurinn af því. „Hún gerði þetta bara alveg sjálf, ég get ekki lofað því að það hafi verið neitt sérstakt í uppeldinu sem olli þessu,“ sagði hann og hló. Þá sagði hann að Agnes hefði ekki aðeins jafnað árangur foreldranna með því að dúxa heldur hafi hún hlotið töluvert hærri meðaleinkunn en þeir báðir. „Hún er tvímælalaust móður- og föðurbetrungur,“ sagði hann. Afrekskona á öðru sviði Það er ekki aðeins í námi sem Agnes hefur náð góðum árangri. Hún æfir og keppir í hópfimleikum fyrir Stjörnuna úr Garðabæ. Stjörnukonur hafa ráðið ríkjum í hópfimleikum hér á landi undanfarin ár og hafa til að mynda hreppt Íslandsmeistaratitilinn á hverju ári frá árinu 2015, ef frá eru talin árin 2017, þegar Gerpla vann, og 2020, þegar mótið féll niður vegna heimsfaraldursins. Agnes ásamt Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar.Aðsend Agnes segir að það hafi verið gaman en krefjandi að stunda fimleika af krafti meðfram náminu. Þar hafi skipulagið komið að góðum notum. Skráð í lýðháskóla og langar í Háskólann í Reykjavík Agnes segist ætla að taka sér pásu frá námi í ár og „gera eitthvað skemmtilegt.“ Hún er til að mynda búin að skrá sig í lýðháskóla í Danmörku. Hún var einmitt fædd í Danaveldi á meðan foreldrar hennar voru þar ytra í námi. Því næst langar Agnesi að skrá sig í Háskólann í Reykjavík. Þar segir hún hugbúnaðarverkfræði, tölvunarfræði og verkfræði kalla mest á sig. Þær greinar ættu að liggja vel fyrir henni, enda útskrifaðist hún með glæsibrag af tæknisviði á náttúrufræðibraut. Framhaldsskólar Garðabær Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Agnes segir í samtali við Vísi að það hafi ekki verið henni sérstakt keppikefli að jafna námsafrek foreldra hennar, en Ómar Gústafsson faðir hennar dúxaði árið 1995 og Jóhanna Guðrún Guðmundsdóttir móðir hennar gerði slíkt hið sama þremur árum síðar. „Þetta var ekki markmiðið allan tímann, ég gerði bara mitt besta,“ segir hún og bætir við að galdurinn að baki góðum námsárangri sé að fylgjast vel með í tímum og skipuleggja lærdóminn vel. Móður- og föðurbetrungur Vísir heyrði einnig í Ómari föður Agnesar í gærkvöldi. Líkt og gefur að skilja var hann kampakátur með afrek dóttur sinnar, sem og fjölskyldan öll. Hann vildi þó alls ekki eigna sér heiðurinn af því. „Hún gerði þetta bara alveg sjálf, ég get ekki lofað því að það hafi verið neitt sérstakt í uppeldinu sem olli þessu,“ sagði hann og hló. Þá sagði hann að Agnes hefði ekki aðeins jafnað árangur foreldranna með því að dúxa heldur hafi hún hlotið töluvert hærri meðaleinkunn en þeir báðir. „Hún er tvímælalaust móður- og föðurbetrungur,“ sagði hann. Afrekskona á öðru sviði Það er ekki aðeins í námi sem Agnes hefur náð góðum árangri. Hún æfir og keppir í hópfimleikum fyrir Stjörnuna úr Garðabæ. Stjörnukonur hafa ráðið ríkjum í hópfimleikum hér á landi undanfarin ár og hafa til að mynda hreppt Íslandsmeistaratitilinn á hverju ári frá árinu 2015, ef frá eru talin árin 2017, þegar Gerpla vann, og 2020, þegar mótið féll niður vegna heimsfaraldursins. Agnes ásamt Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar.Aðsend Agnes segir að það hafi verið gaman en krefjandi að stunda fimleika af krafti meðfram náminu. Þar hafi skipulagið komið að góðum notum. Skráð í lýðháskóla og langar í Háskólann í Reykjavík Agnes segist ætla að taka sér pásu frá námi í ár og „gera eitthvað skemmtilegt.“ Hún er til að mynda búin að skrá sig í lýðháskóla í Danmörku. Hún var einmitt fædd í Danaveldi á meðan foreldrar hennar voru þar ytra í námi. Því næst langar Agnesi að skrá sig í Háskólann í Reykjavík. Þar segir hún hugbúnaðarverkfræði, tölvunarfræði og verkfræði kalla mest á sig. Þær greinar ættu að liggja vel fyrir henni, enda útskrifaðist hún með glæsibrag af tæknisviði á náttúrufræðibraut.
Framhaldsskólar Garðabær Skóla - og menntamál Tímamót Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira