Tvær þjóðir í sama landi Ingólfur Sverrisson skrifar 30. maí 2023 07:00 Síðustu vikur og mánuði hefur Seðlabankinn, með dyggum stuðningi ríkisstjórnarinnar, hækkað vexti þrettán sinnum í röð og segist með því vera að ráðast að verðbólgunni og frelsa þjóðina frá miklu fári. Í fljótu bragði mætti ætla að afleiðing þessara aðgerða komi nokkuð jafnt niður á þegnum þessa lands. En því fer nú víðs fjarri. Sannleikurinn er sá að ungt fólk sem er að stofna heimili og koma sér þaki yfir höfuðið ásamt smærri og millistórum fyrirtækjum þurfa fyrst og fremst að axla þessar þungu birgðar á meðan aðrir hópar sleppa. Okkur, sem erum skuldlaus vegna húsakaupa og þurfum ekki að glíma við gríðarlegar hækkanir á lánum og siglum lygnan sjó fjárhagslega, koma þessar hækkanir nánast ekkert við, láta okkur alveg í friði. Sama er með þau stærri fyrirtæki sem hafa megnið af tekjum sínum í erlendum gjaldmiðli og gera upp í evrum eða dollurum. Talsmenn þeirra fyrirtækja brosa bara góðlátlega þegar þau sjá aðra kollega sína engjast vegna áhrifa hækkandi vaxta á rekstur þeirra enda snerta þær ekki rekstur þeirra sjálfra; þau lifa að þessu leyti í öðrum heimi. Það sem er þó alvarlegra að þessi sömu fyrirtæki beita sér gjarnan innan eigin samtaka til að koma í veg fyrir að ókostir þessa krónuhagkerfis séu ræddir þar. Nei, alls ekki því allt skal vera óbreytt og aðrir eru ekki of góðir til að taka á sig afleiðingar krónuhagkerfisins marglofaða. Þannig lifa tvær þjóðir í þessu landi: Sú sem vaxtaokrið lendir á af fullum þunga og hin sem ýmist er skuldlaus eða rekur fyrirtæki utan krónukerfisins og aðgerðir Seðlabanka og ríkisvaldsins bitna nánast ekkert á. Þær lenda einvörðungu á fyrr nefndu hópunum og það sem er undarlegra að verkalýðshreyfingin og samtök atvinnurekenda láta eins og þetta sé bara náttúrulögmál og enginn geti breytt því. Spóla svo áfram fram og aftur í sömu leðjunni, lofa þann sveigjanleika sem íslenska krónan skapar en koma ekki auga á ofangreindan mismun og tvískiptingu þjóðarinnar, rétt eins og það komi málinu ekkert við. Allt tal um annan og traustari gjaldmiðil hljómar í eyrum þessa ágæta fólks eins og drottinssvik og aðför að fullveldinu. Því verður ekki annað séð en íslenska krónan verði áfram afar öflugt pyntingartæki á þá hópa samfélagsins sem stjórnvöld vilja refsa fyrir syndir annarra. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska krónan Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur og mánuði hefur Seðlabankinn, með dyggum stuðningi ríkisstjórnarinnar, hækkað vexti þrettán sinnum í röð og segist með því vera að ráðast að verðbólgunni og frelsa þjóðina frá miklu fári. Í fljótu bragði mætti ætla að afleiðing þessara aðgerða komi nokkuð jafnt niður á þegnum þessa lands. En því fer nú víðs fjarri. Sannleikurinn er sá að ungt fólk sem er að stofna heimili og koma sér þaki yfir höfuðið ásamt smærri og millistórum fyrirtækjum þurfa fyrst og fremst að axla þessar þungu birgðar á meðan aðrir hópar sleppa. Okkur, sem erum skuldlaus vegna húsakaupa og þurfum ekki að glíma við gríðarlegar hækkanir á lánum og siglum lygnan sjó fjárhagslega, koma þessar hækkanir nánast ekkert við, láta okkur alveg í friði. Sama er með þau stærri fyrirtæki sem hafa megnið af tekjum sínum í erlendum gjaldmiðli og gera upp í evrum eða dollurum. Talsmenn þeirra fyrirtækja brosa bara góðlátlega þegar þau sjá aðra kollega sína engjast vegna áhrifa hækkandi vaxta á rekstur þeirra enda snerta þær ekki rekstur þeirra sjálfra; þau lifa að þessu leyti í öðrum heimi. Það sem er þó alvarlegra að þessi sömu fyrirtæki beita sér gjarnan innan eigin samtaka til að koma í veg fyrir að ókostir þessa krónuhagkerfis séu ræddir þar. Nei, alls ekki því allt skal vera óbreytt og aðrir eru ekki of góðir til að taka á sig afleiðingar krónuhagkerfisins marglofaða. Þannig lifa tvær þjóðir í þessu landi: Sú sem vaxtaokrið lendir á af fullum þunga og hin sem ýmist er skuldlaus eða rekur fyrirtæki utan krónukerfisins og aðgerðir Seðlabanka og ríkisvaldsins bitna nánast ekkert á. Þær lenda einvörðungu á fyrr nefndu hópunum og það sem er undarlegra að verkalýðshreyfingin og samtök atvinnurekenda láta eins og þetta sé bara náttúrulögmál og enginn geti breytt því. Spóla svo áfram fram og aftur í sömu leðjunni, lofa þann sveigjanleika sem íslenska krónan skapar en koma ekki auga á ofangreindan mismun og tvískiptingu þjóðarinnar, rétt eins og það komi málinu ekkert við. Allt tal um annan og traustari gjaldmiðil hljómar í eyrum þessa ágæta fólks eins og drottinssvik og aðför að fullveldinu. Því verður ekki annað séð en íslenska krónan verði áfram afar öflugt pyntingartæki á þá hópa samfélagsins sem stjórnvöld vilja refsa fyrir syndir annarra. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun