„Njósnamjaldurinn“ skýtur upp kollinum í Svíþjóð Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2023 11:48 Óbreyttur mjaldur við Svalbarða. Vísir/Getty Sænsk yfirvöld klóra sér nú í kollinum yfir því hvað þau eigi að gera með mjaldurinn Hvaldímír, grunaðan njósnara í þjónustu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, eftir að hann lét sjá sig við strendur landsins nýlega. Talið er að mjaldurinn sækist enn eftir samskiptum við menn. Meinti „njósnamjaldurinn“ komst í heimsfréttirnar þegar hann vingaðist við norska veiðimenn undan ströndum Finnmerkur í Norður-Noregi árið 2019. Mjaldurinn reyndist vera með beisli sem á var letrað að tilheyrði Pétursborg í Rússlandi. Kviknaði þá grunur um að mjaldurinn hefði verið hluti af tilraunum Rússa til að þjálfa sjávardýr til njósna. Rússnesk stjórnvöld hafna því þrátt fyrir að varnarmálaráðuneytið hefði á sínum tíma auglýst eftir höfrungum til þeirra nota, að sögn Washington Post. Önnur tilgáta er að mjaldurinn hafi verið þjálfaður til að hjálpa andlega veikum rússneskum börnum. Síðan þá hefur Hvaldímír, eins og hann var kallaður, að mestu haldið sig við Finnmörk, nærri landamærunum Noregs og Rússlands. Hann skaut hins vegar upp kollinum í Oslóarfirði sem norska höfuðborgin stendur við í síðustu viku. Norska fiskistofan varaði sjómenn við því að nálgast hvalinn af ótta við að hann gæti slasast eða drepist af völdum bátaumferðar. Nú síðast sást Hvaldírmír við strendur Svíþjóðar. Samtökin OneWhale, sem voru stofnuð sérstaklega um velferð mjaldursins, segjast hafa verið í sambandi við sænsk yfirvöld sem hafi strax gripið til aðgerða til þess að vernda hann. Þau hafi meðal annars lokað brú í því skyni. Þegar sýnt fram á klókindin Vanessa Pirotta, dýrafræðingur og fyrrverandi þjálfari villtra sjávardýra, segir Washington Post, að líklega sæki Hvaldímír enn í mannfólk eftir að hann var þjálfaður af mönnum. Mjaldrar séu félagslynd dýr sem haldi sig gjarnan í torfum í náttúrunni. Deilt hefur verið um hvað eigi að gera með Hvaldímír. OneWhale vilja að stofnað verði griðarsvæði fyrir hann þar sem hægt verði að endurhæfa hann og sameina hann svo villtum mjöldrum. Norsk yfirvöld hafa ekki áhuga á að fanga Hvaldímír en það gæti breyst ef hann heldur áfram að leita í þéttbýlissvæði. Pirotta segir að það yrði skref aftur á bak að fanga Hvaldímír. Aðstæður hans séu alls ekki svo slæmar. Hann hafi þegar sannað klókindi sín með því að veiða sér sjálfur til matar og forðast hættulega árekstra við menn og fley þeirra. Svíþjóð Noregur Rússland Hvalir Dýr Mjaldurinn Hvaldimír Tengdar fréttir Mjaldurinn líklega ekki njósnari heldur þroskaþjálfi Mjaldurinn sem fannst úti fyrir Finnmörk í Noregi í lok apríl virðist ekki vera njósnari á vegum rússneska sjóhersins, líkt og talið var í fyrstu, heldur hafi hann verið notaður við meðferð á andlega veikum börnum í Rússlandi. 7. maí 2019 14:08 Njósnamjaldurinn nefndur Hvaldimir Nafnið þykir hinn sniðugasti leikur að orðum sem sameinar norska orðið yfir hval og nafn Rússlandsforseta. 4. maí 2019 09:40 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Meinti „njósnamjaldurinn“ komst í heimsfréttirnar þegar hann vingaðist við norska veiðimenn undan ströndum Finnmerkur í Norður-Noregi árið 2019. Mjaldurinn reyndist vera með beisli sem á var letrað að tilheyrði Pétursborg í Rússlandi. Kviknaði þá grunur um að mjaldurinn hefði verið hluti af tilraunum Rússa til að þjálfa sjávardýr til njósna. Rússnesk stjórnvöld hafna því þrátt fyrir að varnarmálaráðuneytið hefði á sínum tíma auglýst eftir höfrungum til þeirra nota, að sögn Washington Post. Önnur tilgáta er að mjaldurinn hafi verið þjálfaður til að hjálpa andlega veikum rússneskum börnum. Síðan þá hefur Hvaldímír, eins og hann var kallaður, að mestu haldið sig við Finnmörk, nærri landamærunum Noregs og Rússlands. Hann skaut hins vegar upp kollinum í Oslóarfirði sem norska höfuðborgin stendur við í síðustu viku. Norska fiskistofan varaði sjómenn við því að nálgast hvalinn af ótta við að hann gæti slasast eða drepist af völdum bátaumferðar. Nú síðast sást Hvaldírmír við strendur Svíþjóðar. Samtökin OneWhale, sem voru stofnuð sérstaklega um velferð mjaldursins, segjast hafa verið í sambandi við sænsk yfirvöld sem hafi strax gripið til aðgerða til þess að vernda hann. Þau hafi meðal annars lokað brú í því skyni. Þegar sýnt fram á klókindin Vanessa Pirotta, dýrafræðingur og fyrrverandi þjálfari villtra sjávardýra, segir Washington Post, að líklega sæki Hvaldímír enn í mannfólk eftir að hann var þjálfaður af mönnum. Mjaldrar séu félagslynd dýr sem haldi sig gjarnan í torfum í náttúrunni. Deilt hefur verið um hvað eigi að gera með Hvaldímír. OneWhale vilja að stofnað verði griðarsvæði fyrir hann þar sem hægt verði að endurhæfa hann og sameina hann svo villtum mjöldrum. Norsk yfirvöld hafa ekki áhuga á að fanga Hvaldímír en það gæti breyst ef hann heldur áfram að leita í þéttbýlissvæði. Pirotta segir að það yrði skref aftur á bak að fanga Hvaldímír. Aðstæður hans séu alls ekki svo slæmar. Hann hafi þegar sannað klókindi sín með því að veiða sér sjálfur til matar og forðast hættulega árekstra við menn og fley þeirra.
Svíþjóð Noregur Rússland Hvalir Dýr Mjaldurinn Hvaldimír Tengdar fréttir Mjaldurinn líklega ekki njósnari heldur þroskaþjálfi Mjaldurinn sem fannst úti fyrir Finnmörk í Noregi í lok apríl virðist ekki vera njósnari á vegum rússneska sjóhersins, líkt og talið var í fyrstu, heldur hafi hann verið notaður við meðferð á andlega veikum börnum í Rússlandi. 7. maí 2019 14:08 Njósnamjaldurinn nefndur Hvaldimir Nafnið þykir hinn sniðugasti leikur að orðum sem sameinar norska orðið yfir hval og nafn Rússlandsforseta. 4. maí 2019 09:40 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Mjaldurinn líklega ekki njósnari heldur þroskaþjálfi Mjaldurinn sem fannst úti fyrir Finnmörk í Noregi í lok apríl virðist ekki vera njósnari á vegum rússneska sjóhersins, líkt og talið var í fyrstu, heldur hafi hann verið notaður við meðferð á andlega veikum börnum í Rússlandi. 7. maí 2019 14:08
Njósnamjaldurinn nefndur Hvaldimir Nafnið þykir hinn sniðugasti leikur að orðum sem sameinar norska orðið yfir hval og nafn Rússlandsforseta. 4. maí 2019 09:40