Mikilvægi félagslegrar heilsu og vellíðan Karen Björg Jóhannsdóttir skrifar 30. maí 2023 13:01 Vinaverkefni Rauða krossins á Íslandi Heilbrigði hefur verið skilgreint sem andleg, líkamleg og félagsleg velferð og vellíðan samkvæmt Alþjóða Heilbrigðisstofnuninni (e. WHO). Öll erum við í eðli okkar félagsverur og hafa flestir einhverja þörf fyrir að vera í samskiptum við aðra. Hugmyndin um að tilheyra hóp er rík í eðli mannfólksins. Þegar okkur hins vegar skortir þessa tilfinningu um að tilheyra hópi, þá getur það valdið mikilli vanlíðan og jafnvel heilsubresti. Flestir hafa án nokkurs vafa upplifað einmanaleika á einhverjum tímapunkti, en langvarandi einmanaleiki og skortur á félagslegum tengslum getur haft gífurlega skaðleg áhrif. Það geta verið mismunandi ástæður að baki einmanaleika en oft eru það aðstæður sem leiða til þess að félagsleg tengsl rofna og þegar þessi félagslegu tengsl rofna, er mikilvægt að leita leiða til þess að byggja upp ný tengsl. Sumir hópar eiga í meiri hættu en aðrir, á því að upplifa einmanaleika. Veikt félagsnet er gjarnan talið vera helsta orsökin, en einnig má hér minna á skort á félagslegri færni sem og veik tengsl við fjölskyldu og/eða vini. Fátækt, fordómar og jaðarsetning getur einni spilað stóran þátt í því að stuðla að félagslegri einangrun og/eða einmanaleika. Í Vinaverkefnum Rauða krossins er mikið lagt upp úr því að valdefla þá sem óska eftir aðstoð okkar. Þetta gerum við með því að þjálfa okkar sjálfboðaliða vel fyrir sína þátttöku í verkefninu með sérstakri áherslu á áhrif og afleiðingar félagslegrar einangrunar. Valdefling byggir á þeirri hugmyndafræði að gefa einstaklingum færni, efnivið, tækifæri og hvatningu sem eru mikilvægur hlekkur í því að virkja og styðja fólk til betri líðan. Valdefling er því ferli þar sem vald einstaklinga/hópa hlýst af þátttöku í uppbyggjandi athöfnum sem hafa raunverulegan tilgang og leiða til aukinnar þekkingar, færni og meðvitundar. Vinaverkefni Rauða krossins eru því tilvalin leið til valdeflingar fyrir þá einstaklinga og/eða hópa sem upplifa félagslega einangrun og/eða einmanaleika. Það er mjög mikilvægt fyrir fólk að leita sér aðstoðar ef það upplifir langvarandi einmanaleika. Við verkefnastjórar Vinaverkefna Rauða krossins teljum alltaf við hæfi að minna á mikilvægi félagslegrar heilsu og viljum við ítreka við áhugasama að kynna sér margvíslegar útfærslur vinaverkefnanna sem eru jú öll með meginmarkmið okkar í brennidepli: Félagsleg heilsa skiptir máli. Vantar þig félagsskap? Viltu veita félagsskap og taka þátt í verkefnum hjá Rauða krossinum? Lumar þú á góðri hugmynd um hvernig við getum dregið úr félagslegri einangrun? Þá getur þú haft samband í síma 570-4000 eða sent okkur póst á : vinaverkefni @redcross.is Við minnum líka á Hjálparsímann 1717 og netspjallið 1717.is. Einnig minnum við á Píeta samtökin, en þau vinna að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum. Svarað er í síma allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar. Þeir sem vilja styrkja starf Rauða krossins geta líka gert það með því að gerast Mannvinir á heimasíðu félagsins, www.raudikrossinn.is . Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Heilsa Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Vinaverkefni Rauða krossins á Íslandi Heilbrigði hefur verið skilgreint sem andleg, líkamleg og félagsleg velferð og vellíðan samkvæmt Alþjóða Heilbrigðisstofnuninni (e. WHO). Öll erum við í eðli okkar félagsverur og hafa flestir einhverja þörf fyrir að vera í samskiptum við aðra. Hugmyndin um að tilheyra hóp er rík í eðli mannfólksins. Þegar okkur hins vegar skortir þessa tilfinningu um að tilheyra hópi, þá getur það valdið mikilli vanlíðan og jafnvel heilsubresti. Flestir hafa án nokkurs vafa upplifað einmanaleika á einhverjum tímapunkti, en langvarandi einmanaleiki og skortur á félagslegum tengslum getur haft gífurlega skaðleg áhrif. Það geta verið mismunandi ástæður að baki einmanaleika en oft eru það aðstæður sem leiða til þess að félagsleg tengsl rofna og þegar þessi félagslegu tengsl rofna, er mikilvægt að leita leiða til þess að byggja upp ný tengsl. Sumir hópar eiga í meiri hættu en aðrir, á því að upplifa einmanaleika. Veikt félagsnet er gjarnan talið vera helsta orsökin, en einnig má hér minna á skort á félagslegri færni sem og veik tengsl við fjölskyldu og/eða vini. Fátækt, fordómar og jaðarsetning getur einni spilað stóran þátt í því að stuðla að félagslegri einangrun og/eða einmanaleika. Í Vinaverkefnum Rauða krossins er mikið lagt upp úr því að valdefla þá sem óska eftir aðstoð okkar. Þetta gerum við með því að þjálfa okkar sjálfboðaliða vel fyrir sína þátttöku í verkefninu með sérstakri áherslu á áhrif og afleiðingar félagslegrar einangrunar. Valdefling byggir á þeirri hugmyndafræði að gefa einstaklingum færni, efnivið, tækifæri og hvatningu sem eru mikilvægur hlekkur í því að virkja og styðja fólk til betri líðan. Valdefling er því ferli þar sem vald einstaklinga/hópa hlýst af þátttöku í uppbyggjandi athöfnum sem hafa raunverulegan tilgang og leiða til aukinnar þekkingar, færni og meðvitundar. Vinaverkefni Rauða krossins eru því tilvalin leið til valdeflingar fyrir þá einstaklinga og/eða hópa sem upplifa félagslega einangrun og/eða einmanaleika. Það er mjög mikilvægt fyrir fólk að leita sér aðstoðar ef það upplifir langvarandi einmanaleika. Við verkefnastjórar Vinaverkefna Rauða krossins teljum alltaf við hæfi að minna á mikilvægi félagslegrar heilsu og viljum við ítreka við áhugasama að kynna sér margvíslegar útfærslur vinaverkefnanna sem eru jú öll með meginmarkmið okkar í brennidepli: Félagsleg heilsa skiptir máli. Vantar þig félagsskap? Viltu veita félagsskap og taka þátt í verkefnum hjá Rauða krossinum? Lumar þú á góðri hugmynd um hvernig við getum dregið úr félagslegri einangrun? Þá getur þú haft samband í síma 570-4000 eða sent okkur póst á : vinaverkefni @redcross.is Við minnum líka á Hjálparsímann 1717 og netspjallið 1717.is. Einnig minnum við á Píeta samtökin, en þau vinna að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum. Svarað er í síma allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar. Þeir sem vilja styrkja starf Rauða krossins geta líka gert það með því að gerast Mannvinir á heimasíðu félagsins, www.raudikrossinn.is . Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins á Íslandi.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun