„Ógeðslega óþægilegt“ ástand eftir piparúða á LÚX Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. maí 2023 09:59 Lögregla mætti á staðinn en enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Vísir/Vilhelm Uppi varð fótur og fit á öðrum tímanum aðfaranótt sunnudags þegar piparúða var spreyjað yfir hóp af fólki á skemmtistaðnum LÚX Nightclub í Austurstræti. Vitni lýsir ástandinu sem myndaðist sem ógeðslega óþægilegu. Þórey Kjartansdóttir var að skemmta sér á LÚX Nightclub um hálftvöleytið fyrrnefnda nótt þegar piparúða var spreyjað inni á staðnum. Hún segir sig og vinkonurnar allt í einu hafa fengið hóstakast og því ákveðið að fara á salernið. Á leiðinni þangað hafi þær litið yfir þvöguna og brugðið í brún. „Maður leit þarna yfir og það voru allir í hóstakasti,“ segir hún í samtali við Vísi. Í stiganum á leið upp segir Þórey þær hafa mætt starfsmanni sem greindi frá því að piparúða hafi verið beitt. Hún lýsir ástandinu sem „ógeðslega óþægilegu“. Hún segir mikinn rugling hafa ríkt meðal fólks yfir stanslausum hóstaköstum viðstaddra. Þórey segir flesta hafa rýmt staðinn en honum ekki verið lokað. Þá hafi dyraverðir haldið áfram að hleypa fólki inn. Í 30. grein vopnalaga nr. 16/1998 segir að öðrum en lögreglu sé óheimilt að framleiða, flytja til landsins eða eignast úðavopn. Þar heyri piparúði undir. Lögreglan í Reykjavík staðfestir við Vísi að hafa sent menn á vettvang vegna málsins en enginn hafi verið handtekinn. Málið sé í rannsókn. Ekki hefur náðst í Víking Heiðar Arnórsson, eiganda staðarins, vegna málsins Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Tæmdi Lebowski með prumpusprengju Óprúttinn aðili notaðist við einhverskonar prumpusprengju á Lebowski bar á laugardaginn og tæmdi staðinn á svipstundu. Eigandi barsins hvetur aðilann til að stunda iðjuna heima hjá sér frekar en á skemmtistöðum og börum. 16. ágúst 2022 13:51 Börn á skemmtistað með of fáa dyraverði Við eftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt kom í ljós að skemmtistaður í miðbæ Reykjavíkur var með of fáa dyraverði við vinnu. Þá voru börn undir aldri inni á staðnum. Forráðamenn staðarins eiga von á kæru vegna málsins og var tilkynning send á barnavernd vegna barnanna á staðnum. 10. desember 2022 07:25 Fara með krafti inn í skemmtanalífið eftir andlitslyftingu Skemmtistaðurinn Exit var opnaður við Austurstræti þann 11. nóvember þar sem annar skemmtistaður 203 Club var áður til húsa. Eigandi staðarins segir að staðurinn sé allt annar þrátt fyrir smávægilegar breytingar. 30. nóvember 2022 17:06 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Þórey Kjartansdóttir var að skemmta sér á LÚX Nightclub um hálftvöleytið fyrrnefnda nótt þegar piparúða var spreyjað inni á staðnum. Hún segir sig og vinkonurnar allt í einu hafa fengið hóstakast og því ákveðið að fara á salernið. Á leiðinni þangað hafi þær litið yfir þvöguna og brugðið í brún. „Maður leit þarna yfir og það voru allir í hóstakasti,“ segir hún í samtali við Vísi. Í stiganum á leið upp segir Þórey þær hafa mætt starfsmanni sem greindi frá því að piparúða hafi verið beitt. Hún lýsir ástandinu sem „ógeðslega óþægilegu“. Hún segir mikinn rugling hafa ríkt meðal fólks yfir stanslausum hóstaköstum viðstaddra. Þórey segir flesta hafa rýmt staðinn en honum ekki verið lokað. Þá hafi dyraverðir haldið áfram að hleypa fólki inn. Í 30. grein vopnalaga nr. 16/1998 segir að öðrum en lögreglu sé óheimilt að framleiða, flytja til landsins eða eignast úðavopn. Þar heyri piparúði undir. Lögreglan í Reykjavík staðfestir við Vísi að hafa sent menn á vettvang vegna málsins en enginn hafi verið handtekinn. Málið sé í rannsókn. Ekki hefur náðst í Víking Heiðar Arnórsson, eiganda staðarins, vegna málsins
Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Tæmdi Lebowski með prumpusprengju Óprúttinn aðili notaðist við einhverskonar prumpusprengju á Lebowski bar á laugardaginn og tæmdi staðinn á svipstundu. Eigandi barsins hvetur aðilann til að stunda iðjuna heima hjá sér frekar en á skemmtistöðum og börum. 16. ágúst 2022 13:51 Börn á skemmtistað með of fáa dyraverði Við eftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt kom í ljós að skemmtistaður í miðbæ Reykjavíkur var með of fáa dyraverði við vinnu. Þá voru börn undir aldri inni á staðnum. Forráðamenn staðarins eiga von á kæru vegna málsins og var tilkynning send á barnavernd vegna barnanna á staðnum. 10. desember 2022 07:25 Fara með krafti inn í skemmtanalífið eftir andlitslyftingu Skemmtistaðurinn Exit var opnaður við Austurstræti þann 11. nóvember þar sem annar skemmtistaður 203 Club var áður til húsa. Eigandi staðarins segir að staðurinn sé allt annar þrátt fyrir smávægilegar breytingar. 30. nóvember 2022 17:06 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Tæmdi Lebowski með prumpusprengju Óprúttinn aðili notaðist við einhverskonar prumpusprengju á Lebowski bar á laugardaginn og tæmdi staðinn á svipstundu. Eigandi barsins hvetur aðilann til að stunda iðjuna heima hjá sér frekar en á skemmtistöðum og börum. 16. ágúst 2022 13:51
Börn á skemmtistað með of fáa dyraverði Við eftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt kom í ljós að skemmtistaður í miðbæ Reykjavíkur var með of fáa dyraverði við vinnu. Þá voru börn undir aldri inni á staðnum. Forráðamenn staðarins eiga von á kæru vegna málsins og var tilkynning send á barnavernd vegna barnanna á staðnum. 10. desember 2022 07:25
Fara með krafti inn í skemmtanalífið eftir andlitslyftingu Skemmtistaðurinn Exit var opnaður við Austurstræti þann 11. nóvember þar sem annar skemmtistaður 203 Club var áður til húsa. Eigandi staðarins segir að staðurinn sé allt annar þrátt fyrir smávægilegar breytingar. 30. nóvember 2022 17:06
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent