Snúum baki við olíu og framleiðum íslenska orku Reynir Sævarsson skrifar 31. maí 2023 14:02 Jarðarbúar verða að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti eins fljótt og auðið er því annars munu lofslagsbreytingar valda gríðarlegum skaða á vistkerfum heimsins með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ísland hefur skuldbundið sig til að taka þátt í þeirri baráttu og draga verulega úr losun koltvísýrings ella greiða gríðarháar fjársektir. Markmið stjórnvalda er að ljúka fullum orkuskiptum innan 17 ára sem er alls ekki langur tími fyrir verkefni af þessari stærðargráðu. Starfshópur um nýtingu vindorku á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skilaði nýverið af sér stöðuskýrslu þar sem kallað er eftir aukinni umræðu um málefnið. Íslandi ber að leiða vegferðina þegar kemur að grænni orku og orkuskiptum þar sem fáar þjóðir eru þegar komnar jafn langt í þeim efnum og hér ríkir auk þess mikil velmegun. Það er ekki siðferðilega réttlætanlegt að ætla öðrum þjóðum að framleiða græna orku fyrir Ísland. Auk þess felur það í sér mikinn ábata fyrir íslenskt samfélag að framleiða sína eigin orku í stað þess að kaupa hana frá útlöndum og greiða fyrir með gjaldeyri. Skýrasta dæmið um slíkt hérlendis er innleiðing á hitaveitu til húshitunar á síðustu öld. Orkusparnaður mun vissulega styðja við markmið um samdrátt í losun koltvísýrings en hann mun ekki leysa nema lítinn hluta vandans. Hafa þarf í huga að til að mæta orkuskiptum í flugi, skipta út olíu fyrir grænu eldsneyti, sé litið til núverandi eftirspurnar á Keflavíkurflugvelli þarf yfir 1500 MW af stöðugri raforku. Til að mæta orkuþörf vegna fullra orkuskipta, í samgöngum á landi, láði og legi þarf að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands. Ný raforka hérlendis verður framleidd með vatnsafli, jarðvarma og vindorku. Af þessum valkostum er vindorkan m.v. stöðu mála hagstæð, fljótreist og nokkuð afturkræf, svo eðlilegt er að beita þeirri tækni nú. Botnföst vindorkuver á hafi virðast ekki henta vel við Ísland vegna þess að víðast er dýpi yfir 70 metrar og jarðlög á hafsbotni eru víða óhentug til grundunar. Fljótandi vindorkuver eru á þróunarstigi og verða margfalt dýrari en vindmyllur á landi sem þýðir hærra orkuverð. Kostnaðurinn gæti verið allt að þrefalt meiri. Ísland er mjög víðfeðmt og víða eru landfræðilegar aðstæður og vindafar afar hagstæðar til uppbyggingar vindorkuvera þar sem neikvæð áhrif á menn og dýr eru lágmörkuð. Víðast fer rekstur vindorkuvera vel með landbúnaði. Það þarf að finna hratt út úr því hvernig sanngjarnt er að skipta tekjunum af orkuframleiðslunni og hvernig bæta eigi þeim það upp sem verða fyrir truflun. Lagaleg umgjörð og skýrir verkferlar verða að líta dagsins ljós ef við ætlum að ná að klára verkefnið í tæka tíð. Við þurfum að sammælast um að byrja hratt á stöðum þar sem uppbyggingin er að verulegu leyti afturkræf og truflunin er hvað minnst. En ljóst er að við munum þurfa að sætta okkur við einhver neikvæð áhrif eins og sjónræn áhrif og áhrif á fugla, því meiri hagsmunir eru í húfi fyrir allt lífríki jarðarinnar og samfélög manna að hætta notkun olíu. Öll náttúra Íslands og þar með fuglastofnar munu bera mikinn skaða af því ef við missum tökin á loftslagsbreytingum. Engin afsökun er fyrir því að við séum fá hér á landi, þvert á móti getum við haft mikil áhrif um allan heim með því að vera fyrirmynd annarra þjóða í þessum efnum og leggja öðrum lið í baráttunni. Það að verða fyrst þjóða til að ljúka orkuskiptum skapar jafnframt mikil tækifæri fyrir Ísland varðandi uppbyggingu margvíslegrar þekkingar í tengslum við þá miklu umbreytingu sem verður í öllu samfélaginu. Framleiðsla á grænu eldsneyti er mjög hagstæð á Íslandi vegna góðra aðstæðna hér. Það þarf að byggja rafeldsneytisframleiðslu á Íslandi upp með stærðarhagkvæmni í huga og það mun þýða útflutning á meðan heimamarkaðurinn fyrir rafeldsneyti er að byggjast upp. Það er alls ekki neikvætt að Ísland flytji út orku í einhvern tíma því útflutt græn orka gerir jafn mikið gagn í baráttunni við loftslagsvána hvar sem hún er svo notuð. Við köllum eftir því að stjórnvöld hraði sem frekast er unnt stefnu um nýtingu vindorku á Íslandi og lagaumgjörð um málaflokkinn og er Félag ráðgjafarverkfræðinga og félagsmenn þess tilbúið að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í því verkefni. Ef ná á markmiðum Íslands og komast hjá háum sektargreiðslum þarf að hefjast handa strax. Höfundur er formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Jarðhiti Vindorka Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Jarðarbúar verða að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti eins fljótt og auðið er því annars munu lofslagsbreytingar valda gríðarlegum skaða á vistkerfum heimsins með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ísland hefur skuldbundið sig til að taka þátt í þeirri baráttu og draga verulega úr losun koltvísýrings ella greiða gríðarháar fjársektir. Markmið stjórnvalda er að ljúka fullum orkuskiptum innan 17 ára sem er alls ekki langur tími fyrir verkefni af þessari stærðargráðu. Starfshópur um nýtingu vindorku á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skilaði nýverið af sér stöðuskýrslu þar sem kallað er eftir aukinni umræðu um málefnið. Íslandi ber að leiða vegferðina þegar kemur að grænni orku og orkuskiptum þar sem fáar þjóðir eru þegar komnar jafn langt í þeim efnum og hér ríkir auk þess mikil velmegun. Það er ekki siðferðilega réttlætanlegt að ætla öðrum þjóðum að framleiða græna orku fyrir Ísland. Auk þess felur það í sér mikinn ábata fyrir íslenskt samfélag að framleiða sína eigin orku í stað þess að kaupa hana frá útlöndum og greiða fyrir með gjaldeyri. Skýrasta dæmið um slíkt hérlendis er innleiðing á hitaveitu til húshitunar á síðustu öld. Orkusparnaður mun vissulega styðja við markmið um samdrátt í losun koltvísýrings en hann mun ekki leysa nema lítinn hluta vandans. Hafa þarf í huga að til að mæta orkuskiptum í flugi, skipta út olíu fyrir grænu eldsneyti, sé litið til núverandi eftirspurnar á Keflavíkurflugvelli þarf yfir 1500 MW af stöðugri raforku. Til að mæta orkuþörf vegna fullra orkuskipta, í samgöngum á landi, láði og legi þarf að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands. Ný raforka hérlendis verður framleidd með vatnsafli, jarðvarma og vindorku. Af þessum valkostum er vindorkan m.v. stöðu mála hagstæð, fljótreist og nokkuð afturkræf, svo eðlilegt er að beita þeirri tækni nú. Botnföst vindorkuver á hafi virðast ekki henta vel við Ísland vegna þess að víðast er dýpi yfir 70 metrar og jarðlög á hafsbotni eru víða óhentug til grundunar. Fljótandi vindorkuver eru á þróunarstigi og verða margfalt dýrari en vindmyllur á landi sem þýðir hærra orkuverð. Kostnaðurinn gæti verið allt að þrefalt meiri. Ísland er mjög víðfeðmt og víða eru landfræðilegar aðstæður og vindafar afar hagstæðar til uppbyggingar vindorkuvera þar sem neikvæð áhrif á menn og dýr eru lágmörkuð. Víðast fer rekstur vindorkuvera vel með landbúnaði. Það þarf að finna hratt út úr því hvernig sanngjarnt er að skipta tekjunum af orkuframleiðslunni og hvernig bæta eigi þeim það upp sem verða fyrir truflun. Lagaleg umgjörð og skýrir verkferlar verða að líta dagsins ljós ef við ætlum að ná að klára verkefnið í tæka tíð. Við þurfum að sammælast um að byrja hratt á stöðum þar sem uppbyggingin er að verulegu leyti afturkræf og truflunin er hvað minnst. En ljóst er að við munum þurfa að sætta okkur við einhver neikvæð áhrif eins og sjónræn áhrif og áhrif á fugla, því meiri hagsmunir eru í húfi fyrir allt lífríki jarðarinnar og samfélög manna að hætta notkun olíu. Öll náttúra Íslands og þar með fuglastofnar munu bera mikinn skaða af því ef við missum tökin á loftslagsbreytingum. Engin afsökun er fyrir því að við séum fá hér á landi, þvert á móti getum við haft mikil áhrif um allan heim með því að vera fyrirmynd annarra þjóða í þessum efnum og leggja öðrum lið í baráttunni. Það að verða fyrst þjóða til að ljúka orkuskiptum skapar jafnframt mikil tækifæri fyrir Ísland varðandi uppbyggingu margvíslegrar þekkingar í tengslum við þá miklu umbreytingu sem verður í öllu samfélaginu. Framleiðsla á grænu eldsneyti er mjög hagstæð á Íslandi vegna góðra aðstæðna hér. Það þarf að byggja rafeldsneytisframleiðslu á Íslandi upp með stærðarhagkvæmni í huga og það mun þýða útflutning á meðan heimamarkaðurinn fyrir rafeldsneyti er að byggjast upp. Það er alls ekki neikvætt að Ísland flytji út orku í einhvern tíma því útflutt græn orka gerir jafn mikið gagn í baráttunni við loftslagsvána hvar sem hún er svo notuð. Við köllum eftir því að stjórnvöld hraði sem frekast er unnt stefnu um nýtingu vindorku á Íslandi og lagaumgjörð um málaflokkinn og er Félag ráðgjafarverkfræðinga og félagsmenn þess tilbúið að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í því verkefni. Ef ná á markmiðum Íslands og komast hjá háum sektargreiðslum þarf að hefjast handa strax. Höfundur er formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar