Betri stjórnendur með betri samskiptum Guðni Hannes Estherarson skrifar 1. júní 2023 10:31 Ég er einn þeirra sem þurftu að hafa mikið fyrir námi í gegnum tíðina. Reyndar er það svo að mér hefur alltaf fundist mjög flókið að læra það sem ég hef ekki haft verklega reynslu af áður. Það voru því blendnar tilfinningar sem fylgdu því þegar mér bauðst að skrá mig í leiðtoganámið Forysta til framtíðar, í Háskólanum á Bifröst , en það er samstarfsverkefni skólans og vinnuveitanda míns, Samkaupa. Ég var kvíðinn þar sem mér hefur fundist erfitt að læra og námið var á háskólastigi. En þar sem það snýr að verslunarstjórnun, sem er eitthvað sem ég hef reynslu af, ákvað ég að slá til. Markmið námsins, sem er vottað 12ECT eininga háskólanám, er að móta öflugri leiðtoga til framtíðar og byggja upp hæfni og þekkingu. Þannig fær starfsfólk faglega menntun og tækifæri til að þróast sem leiðtogar og takast á við síbreytilegt umhverfi verslunarheimsins. Námið snýst ekki síst um að líta inn á við og styrkja okkur sjálf í mannlegum samskiptum. Það eru margar leiðir til að eiga í samskiptum og er það okkar stjórnenda að finna leiðir til þess að bæta almenna samskiptafærni okkar. Hjá Samkaupum starfa 1400 manns í um 700 stöðugildum og eins og gefur að skilja er hópurinn sem þar starfar fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir. Þegar maður stendur frammi fyrir því að stýra jafn breiðum hópi starfsfólks á öllum aldri, frá ólíkum menningarheimum og fólki sem á jafnvel ekkert sameiginlegt tungumál, þá verður okkur ekkert ágengt sem stjórnendum með gamla hugsunarháttinn að það þurfi að koma eins fram og tala eins við alla – ef einhver sættir sig ekki við það þá þurfi hann bara að fara eitthvað annað. Við þurfum að læra hvernig samskipti geta verið uppbyggileg og okkur til gagns og þetta nám hefur fært mér mögnuð verkfæri til þess. Við höfum líka fengið að kynnast okkar eigin styrkleikum og hvernig við getum nýtt þá og ræktað þá styrkleika sem ber minna á en gæti nýst okkur betur. Þá höfum við einnig fengið innsýn í það hvernig við getum nýtt okkur styrkleika annarra enda gerir fólk sér ekki alltaf grein fyrir þeim sjálft. En það sem gerist þegar maður nær að virkja styrkleika hjá starfsmanni er töfrum líkast. Áhuginn á starfinu verður meiri, viðkomandi verður glaður, vinnuframlegð eykst til muna, sem og frumkvæði, áræðni – og veikindadögum fækkar. Viðkomandi starfsmaður tekur aukinni ábyrgð fagnandi og traustið á milli þín og hans styrkist. Og það sem skiptir kannski mestu máli er að viðkomandi verður sterkari hlekkur í teyminu. Teyminu sem þú þarft á að halda sem stjórnandi til þess að minnka stress og álag. Stuttu eftir að ég hóf námið við Háskólann á Bifröst hófst ég handa og breytti ákveðnum hlutum í mínum samskiptum við starfsmenn þó svo þau hafi svo sem ekkert verið slæm fyrir. Ég byrjaði að vinna með þrjá meginpunkta sem ég vinn ennþá með og minni mig á daglega. Ég tala skýrt svo starfsmenn þurfi ekki að lesa í eyður eða misskilji mig. Ég hlusta. Og þá meina ég það þegar ég segi, að ég hlusti. Starfsmaðurinn fær 100% athygli. Ég lít upp frá tölvunni, læt símann ekki trufla og tek jafnvel lesgleraugun af nefinu. Ég spyr leiðandi spurninga. Þannig fæ ég starfsmenn til að taka meiri þátt í umræðum og koma skoðunum sínum á framfæri. Nú þegar ég hef útskrifast úr þessu námi er þakklæti mér efst í huga. Ég vil þá helst þakka stjórnendum Samkaupa fyrir að gera starfsfólki sínu kleift að vaxa í starfi og stunda nám með vinnu sem hæfir hverjum og einum. Það hefur verið ómetanlegt fyrir mig og samnemendur mína en einnig skapað mikið virði fyrir fyrirtækið. Því vil ég hvetja stjórnendur annarra fyrirtækja til þess að líta inn á við og skoða hvernig þeir geta eflt starfsfólk sitt og hvatt það til náms. Það er fjárfesting sem borgar sig margfalt. Höfundur er verslunarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvöruverslun Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Ég er einn þeirra sem þurftu að hafa mikið fyrir námi í gegnum tíðina. Reyndar er það svo að mér hefur alltaf fundist mjög flókið að læra það sem ég hef ekki haft verklega reynslu af áður. Það voru því blendnar tilfinningar sem fylgdu því þegar mér bauðst að skrá mig í leiðtoganámið Forysta til framtíðar, í Háskólanum á Bifröst , en það er samstarfsverkefni skólans og vinnuveitanda míns, Samkaupa. Ég var kvíðinn þar sem mér hefur fundist erfitt að læra og námið var á háskólastigi. En þar sem það snýr að verslunarstjórnun, sem er eitthvað sem ég hef reynslu af, ákvað ég að slá til. Markmið námsins, sem er vottað 12ECT eininga háskólanám, er að móta öflugri leiðtoga til framtíðar og byggja upp hæfni og þekkingu. Þannig fær starfsfólk faglega menntun og tækifæri til að þróast sem leiðtogar og takast á við síbreytilegt umhverfi verslunarheimsins. Námið snýst ekki síst um að líta inn á við og styrkja okkur sjálf í mannlegum samskiptum. Það eru margar leiðir til að eiga í samskiptum og er það okkar stjórnenda að finna leiðir til þess að bæta almenna samskiptafærni okkar. Hjá Samkaupum starfa 1400 manns í um 700 stöðugildum og eins og gefur að skilja er hópurinn sem þar starfar fjölbreyttur hópur með ólíkar þarfir. Þegar maður stendur frammi fyrir því að stýra jafn breiðum hópi starfsfólks á öllum aldri, frá ólíkum menningarheimum og fólki sem á jafnvel ekkert sameiginlegt tungumál, þá verður okkur ekkert ágengt sem stjórnendum með gamla hugsunarháttinn að það þurfi að koma eins fram og tala eins við alla – ef einhver sættir sig ekki við það þá þurfi hann bara að fara eitthvað annað. Við þurfum að læra hvernig samskipti geta verið uppbyggileg og okkur til gagns og þetta nám hefur fært mér mögnuð verkfæri til þess. Við höfum líka fengið að kynnast okkar eigin styrkleikum og hvernig við getum nýtt þá og ræktað þá styrkleika sem ber minna á en gæti nýst okkur betur. Þá höfum við einnig fengið innsýn í það hvernig við getum nýtt okkur styrkleika annarra enda gerir fólk sér ekki alltaf grein fyrir þeim sjálft. En það sem gerist þegar maður nær að virkja styrkleika hjá starfsmanni er töfrum líkast. Áhuginn á starfinu verður meiri, viðkomandi verður glaður, vinnuframlegð eykst til muna, sem og frumkvæði, áræðni – og veikindadögum fækkar. Viðkomandi starfsmaður tekur aukinni ábyrgð fagnandi og traustið á milli þín og hans styrkist. Og það sem skiptir kannski mestu máli er að viðkomandi verður sterkari hlekkur í teyminu. Teyminu sem þú þarft á að halda sem stjórnandi til þess að minnka stress og álag. Stuttu eftir að ég hóf námið við Háskólann á Bifröst hófst ég handa og breytti ákveðnum hlutum í mínum samskiptum við starfsmenn þó svo þau hafi svo sem ekkert verið slæm fyrir. Ég byrjaði að vinna með þrjá meginpunkta sem ég vinn ennþá með og minni mig á daglega. Ég tala skýrt svo starfsmenn þurfi ekki að lesa í eyður eða misskilji mig. Ég hlusta. Og þá meina ég það þegar ég segi, að ég hlusti. Starfsmaðurinn fær 100% athygli. Ég lít upp frá tölvunni, læt símann ekki trufla og tek jafnvel lesgleraugun af nefinu. Ég spyr leiðandi spurninga. Þannig fæ ég starfsmenn til að taka meiri þátt í umræðum og koma skoðunum sínum á framfæri. Nú þegar ég hef útskrifast úr þessu námi er þakklæti mér efst í huga. Ég vil þá helst þakka stjórnendum Samkaupa fyrir að gera starfsfólki sínu kleift að vaxa í starfi og stunda nám með vinnu sem hæfir hverjum og einum. Það hefur verið ómetanlegt fyrir mig og samnemendur mína en einnig skapað mikið virði fyrir fyrirtækið. Því vil ég hvetja stjórnendur annarra fyrirtækja til þess að líta inn á við og skoða hvernig þeir geta eflt starfsfólk sitt og hvatt það til náms. Það er fjárfesting sem borgar sig margfalt. Höfundur er verslunarstjóri.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun