Samfylkingin leggur til ívilnun til uppbyggingar Kristrún Frostadóttir skrifar 1. júní 2023 16:31 Samfylkingin hefur mánuðum saman kallað eftir aðgerðum frá ríkisstjórninni. Til að vinna gegn verðbólgu og verja heimilisbókhaldið. Við höfum lagt okkar af mörkum með skýrum tillögum að aðgerðum og uppbyggilegri gagnrýni. Nú er því miður orðið ljóst að ríkisstjórnin ætlar ekki grípa til frekari aðgerða með vaxtabótum né með tímabundinni leigubremsu. Þrátt fyrir að hömluleysið á húsnæðismarkaði sé bæði rótin að verðbólgunni í dag og meginástæðan fyrir mikilli ólgu á vinnumarkaði. En við í Samfylkingunni höldum áfram að leggja til lausnir og stappa stálinu í ríkisstjórnina. Ívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum Ég greindi frá því á Alþingi í dag að við í Samfylkingunni ætlum að leggja til ívilnun til uppbyggingar: Að húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða, eins og til dæmis Bjarg (byggingarfélag ASÍ og BSRB) og aðrir uppbyggingaraðilar í almenna íbúðakerfinu, fái áfram ívilnun með 60 prósent endurgreiðslu á virðisaukaskatti. Svo að húsnæðismarkmið hæstvirtrar ríkisstjórnar færist ekki enn fjær. Við leggjum þessa tillögu fram vegna þess að við erum vongóð um að hún fáist samþykkt. Auðvitað myndi Samfylkingin stjórna með öðrum hætti en nú er gert ef við værum í ríkisstjórn. En við getum þó haft áhrif til góðs í stjórnarandstöðu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók vel í hugmyndina og sagði hana vel geta gagnast. En þess má geta að þetta er hugmynd sem stjórnarþingmenn hafa lýst yfir stuðningi við upp á síðkastið, þar á meðal Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks. Við ættum að geta náð saman um þetta fyrir þinglok. Alþýðusamband Íslands hefur bent á veruleg neikvæð áhrif af lækkun endurgreiðsluhlutfallsins á uppbyggingu almennra íbúða. Bjarg íbúðafélag telur að breytingarnar hækki byggingarkostnað um allt að 15 þúsund krónur á hvern fermetra og að áhrifin komi meðal annars fram í hærra leiguverði. Eins og sakir standa eru yfir þrjú þúsund manns á biðlista hjá Bjargi. Ríkisstjórnin hægir á húsnæðisuppbyggingu Þegar hæstvirt ríkisstjórn hafði stór orð um það í vetur að nú ætti loksins að ráðast í aðgerðir gegn verðbólgunni, þá kom á daginn að þar var mikið gert úr engu. Aðeins ein aðgerð sem var kynnt átti að taka gildi á þessu ári. Það var lækkun á endurgreiðslum virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði, úr 60 í 35 prósent, sem á að taka gildi núna um mitt ár. Þetta felur í sér ákveðið aðhald á ríkisfjármálahlið en hægir um leið á uppbyggingu húsnæðis — og vinnur þannig meðal annars gegn markmiðum sömu ríkisstjórnar um uppbyggingu á hagkvæmum íbúðum. Þau markmið eru raunar víðs fjarri því að nást. Nú sjáum við skýr merki um samdrátt í húsnæðisuppbyggingu í nýjustu hagtölum, enda bætist þetta ofan á hækkun vaxta og hækkun á ýmsum kostnaði. Það er vont að það eina sem ríkisstjórnin getur náð saman um til að taka á verðbólgunni, núna, sé að hægja á húsnæðisuppbyggingu. Því að það bítur auðvitað í skottið á sér þar sem húsnæðismarkaðurinn er bæði rót verðbólgunnar og helsta ástæðan fyrir ólgu á vinnumarkaði. Að sama skapi er dapurlegt að markmið ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði skuli ekki vera fjármögnuð í fjármálaáætlun. En það er önnur saga og því verður varla breytt nema með nýrri ríkisstjórn. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur mánuðum saman kallað eftir aðgerðum frá ríkisstjórninni. Til að vinna gegn verðbólgu og verja heimilisbókhaldið. Við höfum lagt okkar af mörkum með skýrum tillögum að aðgerðum og uppbyggilegri gagnrýni. Nú er því miður orðið ljóst að ríkisstjórnin ætlar ekki grípa til frekari aðgerða með vaxtabótum né með tímabundinni leigubremsu. Þrátt fyrir að hömluleysið á húsnæðismarkaði sé bæði rótin að verðbólgunni í dag og meginástæðan fyrir mikilli ólgu á vinnumarkaði. En við í Samfylkingunni höldum áfram að leggja til lausnir og stappa stálinu í ríkisstjórnina. Ívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum Ég greindi frá því á Alþingi í dag að við í Samfylkingunni ætlum að leggja til ívilnun til uppbyggingar: Að húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða, eins og til dæmis Bjarg (byggingarfélag ASÍ og BSRB) og aðrir uppbyggingaraðilar í almenna íbúðakerfinu, fái áfram ívilnun með 60 prósent endurgreiðslu á virðisaukaskatti. Svo að húsnæðismarkmið hæstvirtrar ríkisstjórnar færist ekki enn fjær. Við leggjum þessa tillögu fram vegna þess að við erum vongóð um að hún fáist samþykkt. Auðvitað myndi Samfylkingin stjórna með öðrum hætti en nú er gert ef við værum í ríkisstjórn. En við getum þó haft áhrif til góðs í stjórnarandstöðu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók vel í hugmyndina og sagði hana vel geta gagnast. En þess má geta að þetta er hugmynd sem stjórnarþingmenn hafa lýst yfir stuðningi við upp á síðkastið, þar á meðal Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks. Við ættum að geta náð saman um þetta fyrir þinglok. Alþýðusamband Íslands hefur bent á veruleg neikvæð áhrif af lækkun endurgreiðsluhlutfallsins á uppbyggingu almennra íbúða. Bjarg íbúðafélag telur að breytingarnar hækki byggingarkostnað um allt að 15 þúsund krónur á hvern fermetra og að áhrifin komi meðal annars fram í hærra leiguverði. Eins og sakir standa eru yfir þrjú þúsund manns á biðlista hjá Bjargi. Ríkisstjórnin hægir á húsnæðisuppbyggingu Þegar hæstvirt ríkisstjórn hafði stór orð um það í vetur að nú ætti loksins að ráðast í aðgerðir gegn verðbólgunni, þá kom á daginn að þar var mikið gert úr engu. Aðeins ein aðgerð sem var kynnt átti að taka gildi á þessu ári. Það var lækkun á endurgreiðslum virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði, úr 60 í 35 prósent, sem á að taka gildi núna um mitt ár. Þetta felur í sér ákveðið aðhald á ríkisfjármálahlið en hægir um leið á uppbyggingu húsnæðis — og vinnur þannig meðal annars gegn markmiðum sömu ríkisstjórnar um uppbyggingu á hagkvæmum íbúðum. Þau markmið eru raunar víðs fjarri því að nást. Nú sjáum við skýr merki um samdrátt í húsnæðisuppbyggingu í nýjustu hagtölum, enda bætist þetta ofan á hækkun vaxta og hækkun á ýmsum kostnaði. Það er vont að það eina sem ríkisstjórnin getur náð saman um til að taka á verðbólgunni, núna, sé að hægja á húsnæðisuppbyggingu. Því að það bítur auðvitað í skottið á sér þar sem húsnæðismarkaðurinn er bæði rót verðbólgunnar og helsta ástæðan fyrir ólgu á vinnumarkaði. Að sama skapi er dapurlegt að markmið ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði skuli ekki vera fjármögnuð í fjármálaáætlun. En það er önnur saga og því verður varla breytt nema með nýrri ríkisstjórn. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun